Enn allt í hnút vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 07:36 Fjölmargar ríkisstofnanir, svo sem þjóðgarðar, opna ekki fyrr en þingið hefur fundið lausn á peningamálunum. Vísir/Getty Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi þeirra. Lokunin tók gildi á miðnætti á föstudag og tilraunir manna um helgina til að leysa málið hafa ekki borið árangur. Til stóð að greiða atkvæði í öldungadeildinni seint í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað til klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Lítið virðist þokast í deilunni og kenna þingmenn Demókrata og Repúblikana hver öðrum um hvernig málið er komið í hnút. Demókratar vilja ólmir að endurskoðun á innflytjendamálum verði hluti af yfirstandandi greiðsluheimildarviðræðum á meðan Repúblikanar segja að engin slík endurskoðun geti átt sér stað meðan starfsemi alríkisins liggur niðri.Sjá einnig: Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnarÁ sama tíma vilja Repúblikanar fá aukið fjármagn til landamæravörslu, þannig að reisa megi múrinn við Mexíkó, ásamt auknum fjármunum til herdeilda landsins. Þrátt fyrir að Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, 51 sæti af 100, þarf að 60 atkvæði til að samþykkja greiðsluheimildirnar. Því þarf flokkurinn að reiða sig á töluverðan stuðning Demókrata ef þeir vilja binda enda á vinnustöðvunina. Forseti Bandaríkjanna vill að flokksmenn sínir taki málið í sínar hendur og keyri það í gegn, eins og sjá má í tísti hans hér að neðan. Síðast kom þessi staða upp árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, þegar lokunin stóð yfir í um 16 daga. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn sitja heima, launalaust, uns hnúturinn leysist - og gætu gert það næstu daga.Great to see how hard Republicans are fighting for our Military and Safety at the Border. The Dems just want illegal immigrants to pour into our nation unchecked. If stalemate continues, Republicans should go to 51% (Nuclear Option) and vote on real, long term budget, no C.R.'s!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi þeirra. Lokunin tók gildi á miðnætti á föstudag og tilraunir manna um helgina til að leysa málið hafa ekki borið árangur. Til stóð að greiða atkvæði í öldungadeildinni seint í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað til klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Lítið virðist þokast í deilunni og kenna þingmenn Demókrata og Repúblikana hver öðrum um hvernig málið er komið í hnút. Demókratar vilja ólmir að endurskoðun á innflytjendamálum verði hluti af yfirstandandi greiðsluheimildarviðræðum á meðan Repúblikanar segja að engin slík endurskoðun geti átt sér stað meðan starfsemi alríkisins liggur niðri.Sjá einnig: Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnarÁ sama tíma vilja Repúblikanar fá aukið fjármagn til landamæravörslu, þannig að reisa megi múrinn við Mexíkó, ásamt auknum fjármunum til herdeilda landsins. Þrátt fyrir að Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, 51 sæti af 100, þarf að 60 atkvæði til að samþykkja greiðsluheimildirnar. Því þarf flokkurinn að reiða sig á töluverðan stuðning Demókrata ef þeir vilja binda enda á vinnustöðvunina. Forseti Bandaríkjanna vill að flokksmenn sínir taki málið í sínar hendur og keyri það í gegn, eins og sjá má í tísti hans hér að neðan. Síðast kom þessi staða upp árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, þegar lokunin stóð yfir í um 16 daga. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn sitja heima, launalaust, uns hnúturinn leysist - og gætu gert það næstu daga.Great to see how hard Republicans are fighting for our Military and Safety at the Border. The Dems just want illegal immigrants to pour into our nation unchecked. If stalemate continues, Republicans should go to 51% (Nuclear Option) and vote on real, long term budget, no C.R.'s!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24
Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47