Enn allt í hnút vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 07:36 Fjölmargar ríkisstofnanir, svo sem þjóðgarðar, opna ekki fyrr en þingið hefur fundið lausn á peningamálunum. Vísir/Getty Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi þeirra. Lokunin tók gildi á miðnætti á föstudag og tilraunir manna um helgina til að leysa málið hafa ekki borið árangur. Til stóð að greiða atkvæði í öldungadeildinni seint í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað til klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Lítið virðist þokast í deilunni og kenna þingmenn Demókrata og Repúblikana hver öðrum um hvernig málið er komið í hnút. Demókratar vilja ólmir að endurskoðun á innflytjendamálum verði hluti af yfirstandandi greiðsluheimildarviðræðum á meðan Repúblikanar segja að engin slík endurskoðun geti átt sér stað meðan starfsemi alríkisins liggur niðri.Sjá einnig: Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnarÁ sama tíma vilja Repúblikanar fá aukið fjármagn til landamæravörslu, þannig að reisa megi múrinn við Mexíkó, ásamt auknum fjármunum til herdeilda landsins. Þrátt fyrir að Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, 51 sæti af 100, þarf að 60 atkvæði til að samþykkja greiðsluheimildirnar. Því þarf flokkurinn að reiða sig á töluverðan stuðning Demókrata ef þeir vilja binda enda á vinnustöðvunina. Forseti Bandaríkjanna vill að flokksmenn sínir taki málið í sínar hendur og keyri það í gegn, eins og sjá má í tísti hans hér að neðan. Síðast kom þessi staða upp árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, þegar lokunin stóð yfir í um 16 daga. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn sitja heima, launalaust, uns hnúturinn leysist - og gætu gert það næstu daga.Great to see how hard Republicans are fighting for our Military and Safety at the Border. The Dems just want illegal immigrants to pour into our nation unchecked. If stalemate continues, Republicans should go to 51% (Nuclear Option) and vote on real, long term budget, no C.R.'s!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Hundruð þúsunda opinberra starfsmanna munu ekki geta mætt til vinnu í Bandaríkjunum í dag þar sem þingmönnum hefur ekki tekist að semja um greiðsluheimildir til áframhaldandi starfsemi þeirra. Lokunin tók gildi á miðnætti á föstudag og tilraunir manna um helgina til að leysa málið hafa ekki borið árangur. Til stóð að greiða atkvæði í öldungadeildinni seint í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað til klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Lítið virðist þokast í deilunni og kenna þingmenn Demókrata og Repúblikana hver öðrum um hvernig málið er komið í hnút. Demókratar vilja ólmir að endurskoðun á innflytjendamálum verði hluti af yfirstandandi greiðsluheimildarviðræðum á meðan Repúblikanar segja að engin slík endurskoðun geti átt sér stað meðan starfsemi alríkisins liggur niðri.Sjá einnig: Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnarÁ sama tíma vilja Repúblikanar fá aukið fjármagn til landamæravörslu, þannig að reisa megi múrinn við Mexíkó, ásamt auknum fjármunum til herdeilda landsins. Þrátt fyrir að Repúblikanar séu með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, 51 sæti af 100, þarf að 60 atkvæði til að samþykkja greiðsluheimildirnar. Því þarf flokkurinn að reiða sig á töluverðan stuðning Demókrata ef þeir vilja binda enda á vinnustöðvunina. Forseti Bandaríkjanna vill að flokksmenn sínir taki málið í sínar hendur og keyri það í gegn, eins og sjá má í tísti hans hér að neðan. Síðast kom þessi staða upp árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, þegar lokunin stóð yfir í um 16 daga. Þetta þýðir að margir ríkisstarfsmenn sitja heima, launalaust, uns hnúturinn leysist - og gætu gert það næstu daga.Great to see how hard Republicans are fighting for our Military and Safety at the Border. The Dems just want illegal immigrants to pour into our nation unchecked. If stalemate continues, Republicans should go to 51% (Nuclear Option) and vote on real, long term budget, no C.R.'s!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 21, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24 Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Trump stingur af til að fagna á meðan lokun alríkisstjórnarinnar vofir yfir Gestir í hátíðarfögnuði Trump í Mar-a-Lago þurfa að reiða fram tugi milljóna króna til að fagna ársafmæli hans í embætti forseta. Á meðan gæti rekstur bandaríska alríkisins stöðvast. 19. janúar 2018 09:24
Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump Í dag er eitt ár liði frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. 20. janúar 2018 21:00
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent