Þorsteinn vill gera Sæbraut og Miklubraut að einstefnugötum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2018 10:22 Miðflokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Anton/Ernir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn. Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn.
Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira