Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 17:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur ekki að dómur fyrir brot á lögum leiði til afsagnar ráðherra. Hún ítrekaði á Alþingi í dag það sem hún hefur áður sagt að hún muni ekki kalla eftir afsögn Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. vísir/ernir Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. Þá var greint frá því í dag að sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við því að hún þyrfti að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnishefndar um dómara við Landsrétt. Daginn áður en Sigríður lagði til fjórar breytingar á listanum höfðu starfsmenn ráðuneytisins áhyggjur af því að athugasemdir þeirra væru hundsaðar. Alþingi kom saman í fyrsta sinn í dag eftir jólafrí og var byrjað á að ræða stöðuna í stjórnmálum og verkefnin framundan. Það var undir þeim lið sem þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu Katrínu út í stöðu dómsmálaráðherra, auk þess sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, krafðist þess að dómsmálaráðherra segði af sér. Helgi Hrafn rifjaði málið upp og meðal annars dagskrártillögu nokkurra þingmanna, þar á meðal þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem nú sitja með Sigríði í ríkisstjórn, um að tillögu Sigríðar um skipun dómara við Landsrétt yrði vísað frá Alþingi þar sem ráðherrann hefði ekki gætt að stjórnsýslulögum. Þessi tillaga var felld en tillaga Sigríðar um skipun dómara við Landsrétt svo samþykkt. Helgi Hrafn sagði síðan dóm Hæstaréttar sýna að bæði viðvörunarorð þingmanna sem og embættismanna varðandi skipunina hefðu verið rétt. „Við það þá þykir mér leitt að þurfa að telja upp nokkrar staðreyndir. Staðreynd númer eitt: að ráðherra braut stjórnsýslulög við gerð tillögu sinnar til Alþingis, óumdeilt. Númer tvö: einróma álit þeirra sem vöruðu við þessu að það myndi grafa undan trausti til Landsréttar. [...] Númer þrjú: ráðherrann var varaður við af ráðuneytisstarfsfólki fyrirfram. Númer fjögur: sérfræðingar í nefnd vöruðu við áður en þingið samþykkti og númer fimm: þingmenn vöruðu við og báru fram lausnir,“ sagði Helgi Hrafn. Hann spurði síðan hvers vegna dómsmálaráðherra hefði ekki reitt fram rökstuðning með tillögu sinni þar sem tími hefði verið til þess. „Nýr Landsréttur var skipaður með lögbroti dómsmálaráðherrans hæstvirts þrátt fyrir viðvörunarorð, með þingheim klofinn í herðar niður [...]. Dómsmálaráðherra sjálfur hæstvirtur ætti að sýna stöðu sinni þá virðingu að sjálfsögðu, og dirfðist enginn að hneykslast, að segja af sér. Við erum að tala um dómskerfið okkar,“ sagði Helgi Hrafn og spurði svo hvort það væri ekki fínt ef að hefðin væri sú að ef ráðherrar brytu lög þá myndu þeir segja af sér. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, sagði að ábyrgð ráðherra væri tvenns konar, lagaleg og pólitísk. „Í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur situr dómsmálaráðherra sem í síðasta mánuði fékk á sig tvo dóma í Hæstarétti vegna embættisfærslna sinna. Þetta er langt í frá daglegt brauð. Hún var einfaldlega dæmd fyrir að hafa farið þvert gegn fimm manna hæfisnefnd sérfræðinga sem mátu umsækjendur í starf dómara við Landsrétt. Að skipa starfshóp um eflingu trausts er góðra gjalda vert. En ég spyr forsætisráðherra: Hvað hyggst hún gera, annað en bara að segja, til að efla traust landsmanna á stjórnmálum?“ sagði Helga Vala í ræðu sinni og vísaði í starfshóp sem forsætisráðherra hefur skipað um um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Löngu tímabært að siðareglur hér séu í takti við það sem tíðkast annars staðar Katrín svaraði því til að hópnum væri ætlað að fara yfir siðareglur framkvæmdarvaldsins sem og fara yfir reglur um hagsmunaskráningu en það mætti segja að Ísland væri langt á eftir öðrum löndum þegar kemur að því að setja slíkar reglur. „Ég tel fulla ástæðu til að fara yfir þessar reglur, hvernig framkvæmd þeirra hefur verið og hvað við getum gert betur. Það er líka hlutverk þessa starfshóps að bera þessar reglur að því hvernig þetta hefur verið framkvæmt annars staðar, í þeim löndum sem við berum okkur saman við, til að tryggja að við séum í einhverjum takti við þær reglur sem þar tíðkast. Ég tel þetta í raun mjög tímabært. Fyrir utan þetta hef ég óskað eftir því við þennan starfshóp að hann skoði einnig aðrar umbætur sem hugsanlega sé þörf á í lagaumhverfi stjórnsýslunnar,“ sagði Katrín.Styður það að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ljúki yfirferð sinni Helga Vala sagði þá að það væri gott að skipa starfshópa en að vandinn blasti við. „Við vorum á fundi í morgun, #metoo. Þar var einmitt talað um það, hvað ef við höfum reglur, höfum lög, höfum ákveðnar siðareglur eða hvað sem er en ekki er farið eftir þeim? Hvað á þá að gera? Um þetta var spurt í morgun. Svarið var í raun skýrt: Þá verður sá sem ábyrgðina ber, vinnuveitandi, formaður í félagasamtökum, forsætisráðherra eða annar, að stíga inn og segja: Hér hefur orðið algert trúnaðarrof, hér skortir traust, hér hefur verið farið yfir ákveðin mörk, hér ríkir ekki traust, það verður að bregðast við. Það er ekki bara hægt að setja vandann, sem blasir við í íslensku dómskerfi, í íslensku réttarfari, í nefnd siðfræðinga og annarra mætra einstaklinga. Það verður einhvern veginn að sýna almenningi að lög beri að virða.“ Katrín svaraði því þá til að þingmaðurinn talaði um eins og starfshópar skiptu litlu máli. „Ég vil segja að það skiptir einmitt máli að undirbúa slíka umræðu, hvort sem horft er til siðareglna, hagsmunaskráningar eða annars, með vönduðum hætti þannig að við tryggjum að umræðan skili sér út til okkar sem eigum að fylgja reglunum. Háttvirtur þingmaður vísar í mál dómsmálaráðherrans og ég veit ekki betur en að það sé einmitt til skoðunar hjá háttvirtum þingmanni sem leiðir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar séu þau mál til frekari skoðunar. Ég styð það að sú nefnd ljúki yfirferð sinni um þau mál eða ákveði nákvæmlega hvernig hún á að fara fram. Því það er eðlilegt að við tökum þetta mál til umræðu á þeim vettvangi eins og þegar hefur verið ákveðið að gera.“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa talið sig fara að lögum við skipan dómara í Landsrétt. Sérfræðingar í ráðuneytinu vöruðu hana þó við að aðgerðirnar þyrfti að rökstyðja.Vísir/Vilhelm Spurði Katrínu hvort ráðherrar væru hafnir yfir lög Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði að forsætisráðherrann kæmi sér undan að ræða mál Sigríðar Andersen og vísaði nú í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra í fyrsta lagi: Eru ráðherrar hafnir yfir lög? Þurfa ráðherrar ekki að fara að lögum landsins? Í öðru lagi: Ef dómur fellur á ráðherra, á hann að axla ábyrgð með einhverjum hætti? Ef ekki, af hverju ekki? Ef það er þannig að ráðherrann á að axla ábyrgð, hvernig á hann þá að axla ábyrgð? Skiptir brotið máli? Skiptir máli hver á í hlut? Eða hvernig getur hæstvirtan ráðherra staðið hér frammi fyrir þingheimi og þjóðinni allri og látið í raun eins og það skipti ekki máli að dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hennar hafi verið dæmdur af Hæstarétti?“ spurði Gunnar Bragi. Katrín hafnaði því að hún hefði komið sér undan því að svara fyrir málið. „Það er alveg rétt að við höfum séð ráðherra fá á sig dóma, hæstvirtan dómsmálaráðherra núna. Við höfum séð ráðherra fá á sig dóma vegna brota á jafnréttislögum, skipulagslögum og svo mætti áfram telja. Háttvirtur þingmaður spyr: Eru ráðherrar hafnir yfir lög? Að sjálfsögðu ekki. Dómurinn talar sínu máli, eins og ég sagði áðan. Hæstiréttur á að vera endir allrar þrætu, okkur ber að taka hann alvarlega. Okkur ber að fara yfir þetta ferli, okkur ber líka að fara yfir það lagaumhverfi sem við höfum skapað og fara yfir þær reglur sem hugsanlega þarf að setja. En hvernig axla ráðherrar ábyrgð? Ja, þau dæmi sem ég nefndi áðan leiddu ekki til afsagnar ráðherra og ég hef sjálf hvorki sem stjórnarandstöðuþingmaður né sem ráðherra í ríkisstjórn kallað sérstaklega eftir afsögnum ráðherra af þessum tilefnum. Hins vegar kalla ég eftir því að slíkir dómar séu teknir alvarlega og að við förum yfir þá á vettvangi þingsins og framkvæmdarvaldsins,“ sagði Katrín og ítrekaði þar með það sem hún hefur áður sagt að hún muni ekki kalla eftir afsögn dómsmálaráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur hvenær hún telji að ráðherrar eigi að segja af sér. Vísir/Stefán „Ég tel ekki endilega að dómur fyrir brot á lögum leiði til afsagnar ráðherra“ Gunnar Bragi rifjaði þá upp að Katrín hefði verið ein af þeim þingmönnum sem kaus með því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, skyldi stefnt fyrir Landsdóm. „Nú spyr ég hæstvirtan ráðherra, sem ákvað að forveri hennar í starfi skyldi dreginn fyrir Landsdóm, hvort ekki sé tilefni til þess að ráðherrar, sem eru dæmdir í Hæstarétti, horfi nú aðeins inn í sig og velti fyrir sér hvort þeim sé sætt. Eða hefur forsætisráðherrann ekki áhyggjur af því? Hefur ráðherrann enga skoðun á því hvenær ráðherrar eigi að axla ábyrgð? Úr því ráðherrann studdi það á sínum tíma að forveri hennar yrði dreginn fyrir Landsdóm, hafði skoðun á því máli þá, spyr ég: Hefur hæstvirtur forsætisráðherra enga skoðun á því hvort hæstvirtur dómsmálaráðherra eigi að setja af sér eða sitja áfram? Þá spyr ég: Hvenær, að mati hæstvirts forsætisráðherra, eiga ráðherrar að segja af sér þegar þeir hljóta dóm?“ Katrín svaraði því til að hún teldi fulla ástæðu til að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og ákvæðin um Landsdóm en varðandi það hvenær ráðherrum væri sætt í embætti ítrekaði Katrín það sem hún hafði áður sagt: „Ég tel ekki endilega að dómur fyrir brot á lögum leiði til afsagnar ráðherra. Það sagði ég algjörlega skýrt hér áðan í mínu fyrra svari eins og háttvirtur þingmaður heyrði.“Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að niðurstaða nefndarinnar fyrir skipan dómara í Landsrétt hefði ekki fengið hljómgrunn á Alþingi. 4. janúar 2018 23:35 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. Þá var greint frá því í dag að sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við því að hún þyrfti að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnishefndar um dómara við Landsrétt. Daginn áður en Sigríður lagði til fjórar breytingar á listanum höfðu starfsmenn ráðuneytisins áhyggjur af því að athugasemdir þeirra væru hundsaðar. Alþingi kom saman í fyrsta sinn í dag eftir jólafrí og var byrjað á að ræða stöðuna í stjórnmálum og verkefnin framundan. Það var undir þeim lið sem þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu Katrínu út í stöðu dómsmálaráðherra, auk þess sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, krafðist þess að dómsmálaráðherra segði af sér. Helgi Hrafn rifjaði málið upp og meðal annars dagskrártillögu nokkurra þingmanna, þar á meðal þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem nú sitja með Sigríði í ríkisstjórn, um að tillögu Sigríðar um skipun dómara við Landsrétt yrði vísað frá Alþingi þar sem ráðherrann hefði ekki gætt að stjórnsýslulögum. Þessi tillaga var felld en tillaga Sigríðar um skipun dómara við Landsrétt svo samþykkt. Helgi Hrafn sagði síðan dóm Hæstaréttar sýna að bæði viðvörunarorð þingmanna sem og embættismanna varðandi skipunina hefðu verið rétt. „Við það þá þykir mér leitt að þurfa að telja upp nokkrar staðreyndir. Staðreynd númer eitt: að ráðherra braut stjórnsýslulög við gerð tillögu sinnar til Alþingis, óumdeilt. Númer tvö: einróma álit þeirra sem vöruðu við þessu að það myndi grafa undan trausti til Landsréttar. [...] Númer þrjú: ráðherrann var varaður við af ráðuneytisstarfsfólki fyrirfram. Númer fjögur: sérfræðingar í nefnd vöruðu við áður en þingið samþykkti og númer fimm: þingmenn vöruðu við og báru fram lausnir,“ sagði Helgi Hrafn. Hann spurði síðan hvers vegna dómsmálaráðherra hefði ekki reitt fram rökstuðning með tillögu sinni þar sem tími hefði verið til þess. „Nýr Landsréttur var skipaður með lögbroti dómsmálaráðherrans hæstvirts þrátt fyrir viðvörunarorð, með þingheim klofinn í herðar niður [...]. Dómsmálaráðherra sjálfur hæstvirtur ætti að sýna stöðu sinni þá virðingu að sjálfsögðu, og dirfðist enginn að hneykslast, að segja af sér. Við erum að tala um dómskerfið okkar,“ sagði Helgi Hrafn og spurði svo hvort það væri ekki fínt ef að hefðin væri sú að ef ráðherrar brytu lög þá myndu þeir segja af sér. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, sagði að ábyrgð ráðherra væri tvenns konar, lagaleg og pólitísk. „Í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur situr dómsmálaráðherra sem í síðasta mánuði fékk á sig tvo dóma í Hæstarétti vegna embættisfærslna sinna. Þetta er langt í frá daglegt brauð. Hún var einfaldlega dæmd fyrir að hafa farið þvert gegn fimm manna hæfisnefnd sérfræðinga sem mátu umsækjendur í starf dómara við Landsrétt. Að skipa starfshóp um eflingu trausts er góðra gjalda vert. En ég spyr forsætisráðherra: Hvað hyggst hún gera, annað en bara að segja, til að efla traust landsmanna á stjórnmálum?“ sagði Helga Vala í ræðu sinni og vísaði í starfshóp sem forsætisráðherra hefur skipað um um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Löngu tímabært að siðareglur hér séu í takti við það sem tíðkast annars staðar Katrín svaraði því til að hópnum væri ætlað að fara yfir siðareglur framkvæmdarvaldsins sem og fara yfir reglur um hagsmunaskráningu en það mætti segja að Ísland væri langt á eftir öðrum löndum þegar kemur að því að setja slíkar reglur. „Ég tel fulla ástæðu til að fara yfir þessar reglur, hvernig framkvæmd þeirra hefur verið og hvað við getum gert betur. Það er líka hlutverk þessa starfshóps að bera þessar reglur að því hvernig þetta hefur verið framkvæmt annars staðar, í þeim löndum sem við berum okkur saman við, til að tryggja að við séum í einhverjum takti við þær reglur sem þar tíðkast. Ég tel þetta í raun mjög tímabært. Fyrir utan þetta hef ég óskað eftir því við þennan starfshóp að hann skoði einnig aðrar umbætur sem hugsanlega sé þörf á í lagaumhverfi stjórnsýslunnar,“ sagði Katrín.Styður það að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ljúki yfirferð sinni Helga Vala sagði þá að það væri gott að skipa starfshópa en að vandinn blasti við. „Við vorum á fundi í morgun, #metoo. Þar var einmitt talað um það, hvað ef við höfum reglur, höfum lög, höfum ákveðnar siðareglur eða hvað sem er en ekki er farið eftir þeim? Hvað á þá að gera? Um þetta var spurt í morgun. Svarið var í raun skýrt: Þá verður sá sem ábyrgðina ber, vinnuveitandi, formaður í félagasamtökum, forsætisráðherra eða annar, að stíga inn og segja: Hér hefur orðið algert trúnaðarrof, hér skortir traust, hér hefur verið farið yfir ákveðin mörk, hér ríkir ekki traust, það verður að bregðast við. Það er ekki bara hægt að setja vandann, sem blasir við í íslensku dómskerfi, í íslensku réttarfari, í nefnd siðfræðinga og annarra mætra einstaklinga. Það verður einhvern veginn að sýna almenningi að lög beri að virða.“ Katrín svaraði því þá til að þingmaðurinn talaði um eins og starfshópar skiptu litlu máli. „Ég vil segja að það skiptir einmitt máli að undirbúa slíka umræðu, hvort sem horft er til siðareglna, hagsmunaskráningar eða annars, með vönduðum hætti þannig að við tryggjum að umræðan skili sér út til okkar sem eigum að fylgja reglunum. Háttvirtur þingmaður vísar í mál dómsmálaráðherrans og ég veit ekki betur en að það sé einmitt til skoðunar hjá háttvirtum þingmanni sem leiðir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar séu þau mál til frekari skoðunar. Ég styð það að sú nefnd ljúki yfirferð sinni um þau mál eða ákveði nákvæmlega hvernig hún á að fara fram. Því það er eðlilegt að við tökum þetta mál til umræðu á þeim vettvangi eins og þegar hefur verið ákveðið að gera.“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa talið sig fara að lögum við skipan dómara í Landsrétt. Sérfræðingar í ráðuneytinu vöruðu hana þó við að aðgerðirnar þyrfti að rökstyðja.Vísir/Vilhelm Spurði Katrínu hvort ráðherrar væru hafnir yfir lög Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði að forsætisráðherrann kæmi sér undan að ræða mál Sigríðar Andersen og vísaði nú í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra í fyrsta lagi: Eru ráðherrar hafnir yfir lög? Þurfa ráðherrar ekki að fara að lögum landsins? Í öðru lagi: Ef dómur fellur á ráðherra, á hann að axla ábyrgð með einhverjum hætti? Ef ekki, af hverju ekki? Ef það er þannig að ráðherrann á að axla ábyrgð, hvernig á hann þá að axla ábyrgð? Skiptir brotið máli? Skiptir máli hver á í hlut? Eða hvernig getur hæstvirtan ráðherra staðið hér frammi fyrir þingheimi og þjóðinni allri og látið í raun eins og það skipti ekki máli að dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hennar hafi verið dæmdur af Hæstarétti?“ spurði Gunnar Bragi. Katrín hafnaði því að hún hefði komið sér undan því að svara fyrir málið. „Það er alveg rétt að við höfum séð ráðherra fá á sig dóma, hæstvirtan dómsmálaráðherra núna. Við höfum séð ráðherra fá á sig dóma vegna brota á jafnréttislögum, skipulagslögum og svo mætti áfram telja. Háttvirtur þingmaður spyr: Eru ráðherrar hafnir yfir lög? Að sjálfsögðu ekki. Dómurinn talar sínu máli, eins og ég sagði áðan. Hæstiréttur á að vera endir allrar þrætu, okkur ber að taka hann alvarlega. Okkur ber að fara yfir þetta ferli, okkur ber líka að fara yfir það lagaumhverfi sem við höfum skapað og fara yfir þær reglur sem hugsanlega þarf að setja. En hvernig axla ráðherrar ábyrgð? Ja, þau dæmi sem ég nefndi áðan leiddu ekki til afsagnar ráðherra og ég hef sjálf hvorki sem stjórnarandstöðuþingmaður né sem ráðherra í ríkisstjórn kallað sérstaklega eftir afsögnum ráðherra af þessum tilefnum. Hins vegar kalla ég eftir því að slíkir dómar séu teknir alvarlega og að við förum yfir þá á vettvangi þingsins og framkvæmdarvaldsins,“ sagði Katrín og ítrekaði þar með það sem hún hefur áður sagt að hún muni ekki kalla eftir afsögn dómsmálaráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur hvenær hún telji að ráðherrar eigi að segja af sér. Vísir/Stefán „Ég tel ekki endilega að dómur fyrir brot á lögum leiði til afsagnar ráðherra“ Gunnar Bragi rifjaði þá upp að Katrín hefði verið ein af þeim þingmönnum sem kaus með því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, skyldi stefnt fyrir Landsdóm. „Nú spyr ég hæstvirtan ráðherra, sem ákvað að forveri hennar í starfi skyldi dreginn fyrir Landsdóm, hvort ekki sé tilefni til þess að ráðherrar, sem eru dæmdir í Hæstarétti, horfi nú aðeins inn í sig og velti fyrir sér hvort þeim sé sætt. Eða hefur forsætisráðherrann ekki áhyggjur af því? Hefur ráðherrann enga skoðun á því hvenær ráðherrar eigi að axla ábyrgð? Úr því ráðherrann studdi það á sínum tíma að forveri hennar yrði dreginn fyrir Landsdóm, hafði skoðun á því máli þá, spyr ég: Hefur hæstvirtur forsætisráðherra enga skoðun á því hvort hæstvirtur dómsmálaráðherra eigi að setja af sér eða sitja áfram? Þá spyr ég: Hvenær, að mati hæstvirts forsætisráðherra, eiga ráðherrar að segja af sér þegar þeir hljóta dóm?“ Katrín svaraði því til að hún teldi fulla ástæðu til að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og ákvæðin um Landsdóm en varðandi það hvenær ráðherrum væri sætt í embætti ítrekaði Katrín það sem hún hafði áður sagt: „Ég tel ekki endilega að dómur fyrir brot á lögum leiði til afsagnar ráðherra. Það sagði ég algjörlega skýrt hér áðan í mínu fyrra svari eins og háttvirtur þingmaður heyrði.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að niðurstaða nefndarinnar fyrir skipan dómara í Landsrétt hefði ekki fengið hljómgrunn á Alþingi. 4. janúar 2018 23:35 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að niðurstaða nefndarinnar fyrir skipan dómara í Landsrétt hefði ekki fengið hljómgrunn á Alþingi. 4. janúar 2018 23:35
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03