Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 22:12 Íslenskir nemendur hafa ekki átt of góðu gengi að fagna í alþjóðlegum könnunum eins og Pisa-könnuninni. Vísir/Vilhelm Þekking sem mæld er í Pisa-könnuninni er þekking sem getur orðið úrelt á morgun. Menntun á aftur á móti að ydda og auka mennskuna, að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, nýs formmans Félags grunnskólakennara. Tilkynnt var um kjör Þorgerðar Laufeyjar í dag. Í viðtali við Kastljós á RÚV í kvöld var hún meðal annars spurð út í áherslur hennar fyrir embættið, meðal annars í ljósi niðurstaðna samanburðarrannsókna eins og Pisa-könnunarinnar á hæfni og getu íslenskra nemenda. „Það á að felast í menntun að auka og ydda mennskuna. Það hvort að við séum að koma vel út í einhverri þekkingarleit eða Pisa-prófum er þekking sem getur jafnvel orðið úrelt á morgun eins og bensínbílarnir eða eitthvað annað,“ sagði formaðurinn nýkjörni.Bindur sköpunina og listina við kennslu Eitt stefnumála Þorgerðar Laufeyjar er að breyting sem gerð var með síðasta kjarasamninga grunnskólakennara sem skuldbatt þá til að skila allri sinni vinnu á vinnustað verði dregin til baka. Fullyrti hún að dregið hafi úr starfsánægju kennara í kjölfarið. Í því samhengi nefndi hún mikilvægi íhugunar og sjálfsskoðunar fyrir störf kennara sem felist í að kennarar meti kennslu sína dag frá degi og skoði hvort þeir geti gert betur. „Það hefur sýnt sig að það er svolítið sá þáttur sem hefur orðið útundan þegar þú ert á þessum erilsama vinnustaða frá átta til fjögur eða átta til hálf fimm,“ sagði Þorgerður Laufey. Sagði Þorgerður Laufey að leitun væri að stétt með eins margslungið hlutverk og kennarar. Margir á vinnumarkaði hafi frjálsræði til að vinna þar sem þeim hentar þó að þeir þurfi að skila vissum þáttum til vinnuveitenda.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hlaut 45% atkvæði í formannskjöri Félags grunnskólakennara.Kennarasamband ÍslandsÞá taldi hún sérstakt í ljósi tals um mikilvægi sveigjanleika á vinnumarkaði almennt að verið sé að binda kennara enn frekar við starfsstöðvar sínar. Stéttin sé þó ekki einhuga um kosti þess og ókosti. Sumir kennarar kjósi þannig frekar að ljúka sínum störfum í skólanum á dagvinnutíma. „Það eru margir hins vegar sem tala um það að þessi sveigjanleiki sem var tekinn í síðasta kjarasamningi hann raunverulega bindi sköpunina, listina, sem felst í að kenna. Þetta er togstreita innan stéttarinnar,“ sagði hún.Lækki ekki í launum þó viðveran verði dregin til bakaLaun kennara voru hækkuð þegar kröfur um viðveru þeirra í skólum var aukin í síðustu kjarasamningum. Þorgerður Laufey fellst hins vegar ekki á að eðlilegt væri að laun kennara lækkuðu ef viðveruskyldan yrði felld niður. Að hennar mati hafi aldrei verið settar fram tölur um hvað binding kennara í skólum ætti að kosta. Sveitarfélögin hafi ekki viljað gefa það upp. „Það væri afskaplega mikilvægt að fá það á borðið vegna þess að við teljum okkur hafa selt mörg okkar hlunnindi inn í síðasta kjarasamning án þess að fá það nokkurs staðar tilgreint hvað það var,“ sagði hún. Að öðru leyti sagðist Þorgerður Laufey ekki geta tjáð sig um launakröfur kennara í komandi kjarasamningum í ljósi þess að hún væri nýtekin við embættinu. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara Þorgerður Laufey Diðriksdóttir tekur við af Ólafi Loftssyni. 22. janúar 2018 15:36 Niðurstöður samræmdra prófa: Reykvískir nemendur standa sig best en samt verr en áður Nemendur í Reykjavík og í Suðurkjördæmi standa verr nú en áður í samræmdum könnunarprófum í 10. bekk. Nemendur í Hagaskóla standa sig best. Forstjóri Menntamálastofnunar vonar að lestrarátak skili sér í betri árangri. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Þekking sem mæld er í Pisa-könnuninni er þekking sem getur orðið úrelt á morgun. Menntun á aftur á móti að ydda og auka mennskuna, að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, nýs formmans Félags grunnskólakennara. Tilkynnt var um kjör Þorgerðar Laufeyjar í dag. Í viðtali við Kastljós á RÚV í kvöld var hún meðal annars spurð út í áherslur hennar fyrir embættið, meðal annars í ljósi niðurstaðna samanburðarrannsókna eins og Pisa-könnunarinnar á hæfni og getu íslenskra nemenda. „Það á að felast í menntun að auka og ydda mennskuna. Það hvort að við séum að koma vel út í einhverri þekkingarleit eða Pisa-prófum er þekking sem getur jafnvel orðið úrelt á morgun eins og bensínbílarnir eða eitthvað annað,“ sagði formaðurinn nýkjörni.Bindur sköpunina og listina við kennslu Eitt stefnumála Þorgerðar Laufeyjar er að breyting sem gerð var með síðasta kjarasamninga grunnskólakennara sem skuldbatt þá til að skila allri sinni vinnu á vinnustað verði dregin til baka. Fullyrti hún að dregið hafi úr starfsánægju kennara í kjölfarið. Í því samhengi nefndi hún mikilvægi íhugunar og sjálfsskoðunar fyrir störf kennara sem felist í að kennarar meti kennslu sína dag frá degi og skoði hvort þeir geti gert betur. „Það hefur sýnt sig að það er svolítið sá þáttur sem hefur orðið útundan þegar þú ert á þessum erilsama vinnustaða frá átta til fjögur eða átta til hálf fimm,“ sagði Þorgerður Laufey. Sagði Þorgerður Laufey að leitun væri að stétt með eins margslungið hlutverk og kennarar. Margir á vinnumarkaði hafi frjálsræði til að vinna þar sem þeim hentar þó að þeir þurfi að skila vissum þáttum til vinnuveitenda.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hlaut 45% atkvæði í formannskjöri Félags grunnskólakennara.Kennarasamband ÍslandsÞá taldi hún sérstakt í ljósi tals um mikilvægi sveigjanleika á vinnumarkaði almennt að verið sé að binda kennara enn frekar við starfsstöðvar sínar. Stéttin sé þó ekki einhuga um kosti þess og ókosti. Sumir kennarar kjósi þannig frekar að ljúka sínum störfum í skólanum á dagvinnutíma. „Það eru margir hins vegar sem tala um það að þessi sveigjanleiki sem var tekinn í síðasta kjarasamningi hann raunverulega bindi sköpunina, listina, sem felst í að kenna. Þetta er togstreita innan stéttarinnar,“ sagði hún.Lækki ekki í launum þó viðveran verði dregin til bakaLaun kennara voru hækkuð þegar kröfur um viðveru þeirra í skólum var aukin í síðustu kjarasamningum. Þorgerður Laufey fellst hins vegar ekki á að eðlilegt væri að laun kennara lækkuðu ef viðveruskyldan yrði felld niður. Að hennar mati hafi aldrei verið settar fram tölur um hvað binding kennara í skólum ætti að kosta. Sveitarfélögin hafi ekki viljað gefa það upp. „Það væri afskaplega mikilvægt að fá það á borðið vegna þess að við teljum okkur hafa selt mörg okkar hlunnindi inn í síðasta kjarasamning án þess að fá það nokkurs staðar tilgreint hvað það var,“ sagði hún. Að öðru leyti sagðist Þorgerður Laufey ekki geta tjáð sig um launakröfur kennara í komandi kjarasamningum í ljósi þess að hún væri nýtekin við embættinu.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara Þorgerður Laufey Diðriksdóttir tekur við af Ólafi Loftssyni. 22. janúar 2018 15:36 Niðurstöður samræmdra prófa: Reykvískir nemendur standa sig best en samt verr en áður Nemendur í Reykjavík og í Suðurkjördæmi standa verr nú en áður í samræmdum könnunarprófum í 10. bekk. Nemendur í Hagaskóla standa sig best. Forstjóri Menntamálastofnunar vonar að lestrarátak skili sér í betri árangri. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara Þorgerður Laufey Diðriksdóttir tekur við af Ólafi Loftssyni. 22. janúar 2018 15:36
Niðurstöður samræmdra prófa: Reykvískir nemendur standa sig best en samt verr en áður Nemendur í Reykjavík og í Suðurkjördæmi standa verr nú en áður í samræmdum könnunarprófum í 10. bekk. Nemendur í Hagaskóla standa sig best. Forstjóri Menntamálastofnunar vonar að lestrarátak skili sér í betri árangri. 9. maí 2017 08:00