Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2018 06:00 Borgarstjórnarkosningar verða í lok maí. Vísir/Anton Flokksval Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga fer fram 10. febrúar næstkomandi. Samfylkingin á fimm borgarfulltrúa af fimmtán en borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 eftir næstu kosningar sem fara fram 26. maí 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er óskoraður oddviti flokksins og mun væntanlega leiða listann en margir vilja vera í næstu sætum. Björk Vilhelmsdóttir, sem var í öðru sæti lista flokksins fyrir síðustu kosningar, hætti fyrr á kjörtímabilinu og því má segja að annað sætið sé óskipað. Það sæti vilja næstu konurnar á listanum báðar fá; Kristín Soffía Jónsdóttir sem var í fjórða sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, sem var í sjötta sæti. Hún náði ekki kjöri í kosningunum en kom inn sem borgarfulltrúi eftir að Björk Vilhelmsdóttir sagði af sér. Samkvæmt heimildum mun nokkur styr standa um varaformann flokksins. Hún var sjálfkjörin í embætti varaformanns á flokksstjórnarfundi skömmu eftir að Logi Einarsson tók við formannskeflinu af Oddnýju Harðardóttur eftir mikið fylgishrun í haustkosningunum 2016. Heiða mun hafa sóst eftir forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir nýliðnar alþingiskosningar en vilji flokksins til endurnýjunar í Reykjavík virðist ekki hafa náð til hennar enda var hún ekki á lista. Kristín Soffía Jónsdóttir, sem hefur einnig hug á öðru sæti, hefur heldur ekki verið óumdeild en deilur risu nú í haust um kjörgengi hennar í borgarstjórn vegna þess að hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur á meðan hún var í fæðingarorlofi. Athygli vekur að Kristín Soffía hefur ekki tekið sæti í stjórn Strætó en Heiða Björg leysti hana af á þeim vettvangi á meðan Kristín var í fæðingarorlofi og virðist gera það enn. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Kristín Soffía situr eingöngu í borgarráði en Heiða Björg situr í umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, stjórn Strætó bs. og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.grafík/gummi Það kom ýmsum á óvart þegar ákveðið var að röðun frambjóðenda á lista skyldi fara fram með prófkjöri en heimildir blaðsins herma að baráttumenn um þriðja sæti listans hafi beitt sér mjög fyrir þeirri leið. Það stefnir í harða baráttu um þriðja sætið og munu minnst fjórir karlar keppa um sætið. Hjálmar Sveinsson vill gjarnan sitja sem fastast í sínu sæti en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á listann og ná þriðja sætinu. Sabine Leskopf sýnir hins vegar mikinn metnað og hyggst sækjast eftir þriðja til fjórða sæti en hún var í níunda sæti fyrir síðustu kosningar. Dóra Magnúsdóttir sem var einu sæti á undan Sabine síðast stefnir einnig á fjórða sætið. Nokkrir nýliðar gefa kost á sér í fremstu röð og hyggst Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, blanda sér í baráttuna um bronsið. Þá mun Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður ætla að sækjast eftir fjórða til sjötta sæti og einnig hefur heyrst að Sverrir Bollason ætli sér í framboð og vilji sæti framarlega á lista. Framboðsfrestur rennur út næsta fimmtudag, 25. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga fer fram 10. febrúar næstkomandi. Samfylkingin á fimm borgarfulltrúa af fimmtán en borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 eftir næstu kosningar sem fara fram 26. maí 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er óskoraður oddviti flokksins og mun væntanlega leiða listann en margir vilja vera í næstu sætum. Björk Vilhelmsdóttir, sem var í öðru sæti lista flokksins fyrir síðustu kosningar, hætti fyrr á kjörtímabilinu og því má segja að annað sætið sé óskipað. Það sæti vilja næstu konurnar á listanum báðar fá; Kristín Soffía Jónsdóttir sem var í fjórða sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, sem var í sjötta sæti. Hún náði ekki kjöri í kosningunum en kom inn sem borgarfulltrúi eftir að Björk Vilhelmsdóttir sagði af sér. Samkvæmt heimildum mun nokkur styr standa um varaformann flokksins. Hún var sjálfkjörin í embætti varaformanns á flokksstjórnarfundi skömmu eftir að Logi Einarsson tók við formannskeflinu af Oddnýju Harðardóttur eftir mikið fylgishrun í haustkosningunum 2016. Heiða mun hafa sóst eftir forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir nýliðnar alþingiskosningar en vilji flokksins til endurnýjunar í Reykjavík virðist ekki hafa náð til hennar enda var hún ekki á lista. Kristín Soffía Jónsdóttir, sem hefur einnig hug á öðru sæti, hefur heldur ekki verið óumdeild en deilur risu nú í haust um kjörgengi hennar í borgarstjórn vegna þess að hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur á meðan hún var í fæðingarorlofi. Athygli vekur að Kristín Soffía hefur ekki tekið sæti í stjórn Strætó en Heiða Björg leysti hana af á þeim vettvangi á meðan Kristín var í fæðingarorlofi og virðist gera það enn. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Kristín Soffía situr eingöngu í borgarráði en Heiða Björg situr í umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, stjórn Strætó bs. og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.grafík/gummi Það kom ýmsum á óvart þegar ákveðið var að röðun frambjóðenda á lista skyldi fara fram með prófkjöri en heimildir blaðsins herma að baráttumenn um þriðja sæti listans hafi beitt sér mjög fyrir þeirri leið. Það stefnir í harða baráttu um þriðja sætið og munu minnst fjórir karlar keppa um sætið. Hjálmar Sveinsson vill gjarnan sitja sem fastast í sínu sæti en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á listann og ná þriðja sætinu. Sabine Leskopf sýnir hins vegar mikinn metnað og hyggst sækjast eftir þriðja til fjórða sæti en hún var í níunda sæti fyrir síðustu kosningar. Dóra Magnúsdóttir sem var einu sæti á undan Sabine síðast stefnir einnig á fjórða sætið. Nokkrir nýliðar gefa kost á sér í fremstu röð og hyggst Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, blanda sér í baráttuna um bronsið. Þá mun Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður ætla að sækjast eftir fjórða til sjötta sæti og einnig hefur heyrst að Sverrir Bollason ætli sér í framboð og vilji sæti framarlega á lista. Framboðsfrestur rennur út næsta fimmtudag, 25. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira