Flóðbylgjuviðvörun eftir skjálfta 7,9 að stærð við Alaska Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2018 09:56 Skjálftinn varð á tíu kílómetra dýpi. USGS Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska og allri vesturströnd Kanada vegna gríðarmikils skjálfta, 7,9 að stærð, sem varð suður af strönd Alaska í morgun. Viðvörunin var afturkölluð um klukkan 13 að íslenskum tíma. Á síðu Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS) segir að upptök skjálftans hafi verið 278 kílómetrum suðaustur af Kodiak og á tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 9:31 að íslenskum tíma, eða um hálf eitt að nóttu til að staðartíma. Fólk á hættusvæðum, eins og á Kodiak, var hvatt til að halda inn til landsins, og halda þar kyrru fyrir. A Tsunami Watch is in effect for California, the Coast from the Cal/Mexico Boarder to the Oregon/Cal Border including the San Francisco Bay. Updates will be provided as soon as we have them#CAwx— NWS Bay Area (@NWSBayArea) January 23, 2018 Vel er fylgst með gangi mögulegum áhrifum skjálftans bæði í Bresku Kólumbíu, Alaska og víða annars staðar í norðanverðu Kyrrahafi og var fólk hvatt til að leita til fjalla af ótta við flóðbylgju. Öflugasti skjálftinn frá 1965Skjálftinn er sá öflugasti í eða við Alaska frá árinu 1986 þegar skjálfti 8,0 að stærð reið yfir. Þann 27. mars 1964, varð skjálfti 9,2 að stærð, sem varð 139 manns að bana vegna flóðbylgju og þegar byggingar eyðilögðust. Fjölmiðlar í Alaska segja að víða hafi fundist fyrir skjálftanum. Kodiak er stærsti bærinn á samnefndri eyju, en árið 2010 bjuggu þar um 13.400 manns.Að neðan má sjá tíst fréttamanns fjölmiðils í Alaska. Just called the Kodiak police departmentUnprompted: "If this is about the tsunami, going to ask you to get to higher ground.""Can you talk to a reporter?" "Keith, do we have time for a reporter right now." "No""We're going to have to call you back. Lives at stake."— Nat Herz (@Nat_Herz) January 23, 2018 Varað hefur verið við að fyrstu bylgjurnar kunni að skella á Alaska um klukkan tvö að staðartíma, eða ellefu að íslenskum tíma. A #tsunami warning is in effect for the outer coast of SE #Alaska. First waves may arrive around 2:00 AM, according to Tsunami Warning Center. Further updates may be found at https://t.co/FIgKd7XW5Y or via NOAA wx radio. #akwx— NWS Juneau (@NWSJuneau) January 23, 2018 Tue Jan 23 09:38:01 UTC 2018 event picture pic.twitter.com/AHbKZ8xPuJ— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) January 23, 2018 Upphaflega mældist styrkur skjálftans 8,2, en á síðu USGS hefur styrkurinn nú verið lækkaður í 7,9. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti 5,0 að stærð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:42. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska og allri vesturströnd Kanada vegna gríðarmikils skjálfta, 7,9 að stærð, sem varð suður af strönd Alaska í morgun. Viðvörunin var afturkölluð um klukkan 13 að íslenskum tíma. Á síðu Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS) segir að upptök skjálftans hafi verið 278 kílómetrum suðaustur af Kodiak og á tíu kílómetra dýpi. Skjálftinn varð klukkan 9:31 að íslenskum tíma, eða um hálf eitt að nóttu til að staðartíma. Fólk á hættusvæðum, eins og á Kodiak, var hvatt til að halda inn til landsins, og halda þar kyrru fyrir. A Tsunami Watch is in effect for California, the Coast from the Cal/Mexico Boarder to the Oregon/Cal Border including the San Francisco Bay. Updates will be provided as soon as we have them#CAwx— NWS Bay Area (@NWSBayArea) January 23, 2018 Vel er fylgst með gangi mögulegum áhrifum skjálftans bæði í Bresku Kólumbíu, Alaska og víða annars staðar í norðanverðu Kyrrahafi og var fólk hvatt til að leita til fjalla af ótta við flóðbylgju. Öflugasti skjálftinn frá 1965Skjálftinn er sá öflugasti í eða við Alaska frá árinu 1986 þegar skjálfti 8,0 að stærð reið yfir. Þann 27. mars 1964, varð skjálfti 9,2 að stærð, sem varð 139 manns að bana vegna flóðbylgju og þegar byggingar eyðilögðust. Fjölmiðlar í Alaska segja að víða hafi fundist fyrir skjálftanum. Kodiak er stærsti bærinn á samnefndri eyju, en árið 2010 bjuggu þar um 13.400 manns.Að neðan má sjá tíst fréttamanns fjölmiðils í Alaska. Just called the Kodiak police departmentUnprompted: "If this is about the tsunami, going to ask you to get to higher ground.""Can you talk to a reporter?" "Keith, do we have time for a reporter right now." "No""We're going to have to call you back. Lives at stake."— Nat Herz (@Nat_Herz) January 23, 2018 Varað hefur verið við að fyrstu bylgjurnar kunni að skella á Alaska um klukkan tvö að staðartíma, eða ellefu að íslenskum tíma. A #tsunami warning is in effect for the outer coast of SE #Alaska. First waves may arrive around 2:00 AM, according to Tsunami Warning Center. Further updates may be found at https://t.co/FIgKd7XW5Y or via NOAA wx radio. #akwx— NWS Juneau (@NWSJuneau) January 23, 2018 Tue Jan 23 09:38:01 UTC 2018 event picture pic.twitter.com/AHbKZ8xPuJ— NWS Tsunami Alerts (@NWS_NTWC) January 23, 2018 Upphaflega mældist styrkur skjálftans 8,2, en á síðu USGS hefur styrkurinn nú verið lækkaður í 7,9. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá öflugasti 5,0 að stærð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:42.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira