Útboð á lögreglubúningum sagt sérsniðið að 66°N Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2018 14:00 Verulegar áhyggjur eru innan lögreglunnar hvernig staðið er að útboði á framleiðslu klæðnaðar á lögregluliðið allt. visir/pjetur Opnunarfundur tilboða í framleiðslu á lögreglubúningum verður á morgun, 24. janúar. Um er að ræða tilboð sem væntanlega nemur tugum milljóna. Það liggur ekki fyrir nákvæmlega fyrr en á morgun.Kostnaður við hvern lögreglubúning hleypur á hundruðum þúsunda; lágmarks vinnufatnaður kostar 173 þúsund og hátíðarbúningurinn 207 þúsund krónur. Erfiðlega hefur gengið að draga úr þessum kostnaði þar sem strangar reglur gilda bæði um útboðið sjálft og búningana, sem eru hátt í 700 talsins.Útboðið gengur út á klæðnað frá toppi til táarInnan lögreglunnar gengur nú bréf, stílað á lögreglumenn þar sem fullyrt er að útboðið sé sérsniðið að 66°N. Bréfið birtist upphaflega í upphafi árs inni á lokuðum Facebookhóp lögreglumanna. Verulegrar óánægju gætir með þróun mála hjá bréfritara hvað varðar búninginn og klæðnað, meðal annars það að þeir sem taka ákvörðun um hver niðurstaðan verður munu ekki koma til með að nota klæðnaðinn. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, kannast við skrifin. „Þetta er einhver tilfinning sem menn hafa fyrir þessu. Ég veit veit ekki hvað á að segja við þessu. í útboðinu eru settir upp 3 útboðsflokkar; einkennishúfur, daglegur vinnufatnaður og annar fatnaður. Þeir sem þetta hafa verið að skoða og væntanlega skrifuðu þetta bréf þykjast sjá í því að útboðsreglurnar séu með þeim hætti að ákveðin fyrirtæki geti ekki boðið í fatnaðinn.“Fullyrt að útboðið sé sniðið að 66°NVísir hefur skrifin undir höndum en er ekki kunnugt um höfund en það er birt hér í heild sinni neðar. Pistillinn er ítarlegur, skrifaður af lögreglumanni sem þekkir vel til. Þar segir meðal annars:Snorri Magnússon telur áhyggjurnar af því hvernig staðið er að útboði á framleiðslu klæðnaðar á lögregluliðið réttmætar.„Útboðið er sniðið að 66°N [...] Ef útboðið er skoðað má strax sjá að lýsingin á fötunum eru upp á sentímetra. Hvaða máli skiptir það hvort buxnastrengurinn sé 3-5 cm eða 8 cm. Öllum fatnaði er lýst ítarlega og það gerir öllum öðrum en 66°N erfitt fyrir að bjóða vegna þess að lýsingar eru skrifaðar upp eftir flíkunum frá þeim. Sem dæmi “Buxurnar skulu hafa fall undir streng að framan og með sniðsaumum að aftan” Það eru ekki neinar buxur sem geta talist tactical með fall undir streng og sniðsaum að aftan.“ Snorri segir um að ræða daglegan vinnufatnað lögreglu og þar er allt undir: Skyrta, jakki, skór, buxur, sokkar og svo framvegis. „Þau fyrirtæki á markaði hér sem eru að bjóða fatnað sem hægt er að nota í þessum tilgangi eru ekki með alla þessa línu hjá sér. Af þessum sökum held ég að menn séu að horfa til þess að það sé mögulega verið að sérsníða þetta útboð að einhverju tileknu fyrirtæki,“ segir Snorri í samtali við Vísi.Megn óánægja innan lögreglunnarSnorri talar varlega en bréfritari er hins vegar herskár spyr hvað sé hægt að gera til að stöðva þetta? Hann segist hafa rætt málið við Snorra sem hafi gefið honum ádrátt um að Landsamband lögreglumanna muni hugsanlega senda sérstakt erindi til Ríkislögreglustjóra þar sem óánægju lögreglumanna er lýst yfir.Klæðnaður á lögregluliðið er talsvert verkefni og gert er ráð fyrir að samningur þar um nemi tugum milljóna króna.visir/anton brinkSnorri segir það rétt að fram hafi komið hörð gagnrýni. „Þau fyrirtæki sem bjóða á þeim forsendum eru væntanlega með saumastofu klára til að sníða þessi föt en lögreglumenn hafa á móti verið að benda á að til dæmis Noregur keypti tilbúinn fatnað, sami framleiðandi sem framleiddi klæðnað sérsveitarinnar, en þeir framleiða ekki buxurnar í þeim sniðum sem lýst er í útboðum.“Snorri tekur undir gagnrýninaSnorri segir þarna um að ræða samning uppá tugi milljóna. Og samning til þriggja eða fimm ára eins og oft er með útboð sem þessi. „Ég skil gagnrýnina og tek undir þau rök sem þar eru sett fram. En, svo kemur í ljós þegar tilboðin eru opnum hvað þar er á bak við. Eitt af því sem er gagnrýnt er að það er ekki heimilt að gera frávikstilboð. Gengur út á að ef þú ert með buxur sem henta að öllu leyti nema það er ekki einhver tiltekinn saumur á því en að öðru leyti eins, er hægt að hafna þeim buxum á þeim forsendum. Þetta er liður í þessari gagnrýni, sem hefur heyrst frá lögreglumönnum.“ Að sögn Snorra segir það sig sjálft að mikilvægt sé að lögregluliðið sé í almennilegum fötum. Það vinnur erfiða vinnu við allar aðstæður og í öllum veðrum. „Við erum spenntir að sjá hvað kemur út úr þessu. Það er löngu tímabært að uppfæra. Staðan hefur verið þannig að lögreglufatnaður hefur verið algerlega ófáanlegur.“Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þennan skort og erfitt ástand sem skapast hefur vegna þess.Bréfið sem nú gengur innan lögregluliðsinsKæru lögreglumenn!Núna líður að því að nýtt fataútboð mun klárast og niðurstaða kemur hvaða fatnaði við munum klæðast við okkar störf. Ég veit að þetta er á margra vörum og að sjálfsögðu viljum við hafa eitthvað um það að segja hverju við klæðumst í vinnunni. Nú eru margar draugasögur komnar af stað um útboðið og ekki það að ég haldi frekar með einhverju einu heldur en öðru að þá er nánast hægt að fullyrða það að þetta útboð er sniðið að einu fyrirtæki.Ég hafði samband við Snorra Magnússon fyrir helgi og spurði hann hvað LL ætli að gera fyrir okkur lögreglumenn varðandi þetta fataútboð og þeir ætla að gefa frá sér yfirlýsingu fljótlega. En aðalmálið er það hvað getum við lögreglumenn gert til þess að geta sagt hvaða fötum við viljum klæðast í vinnunni. Ekki eru Jónína eða Jónas að klæðast þessum fötum nema til hátíðartilbrigða. Snorri segir að það eina sem við getum gert að er að senda erindi á Ríkislögreglustjóra og lýsa óánægju okkar á þessu útboði.Og fyrir þá sem eru ekki búnir að kynna sér útboðið þá hvet ég þá að fara yfir það og skoða það hvurslags vitleysa er í gangi. Útboðið er sniðið að 66°N og ekki það að ég haldi frekar með einum heldur en öðrum að þá held ég að það sé hægt að segja að margir lögreglumenn eru virkilega óánægðir með fatnaðinn sem við höfum verið að fá frá 66°N. Þjónustan hefur verið léleg og fatnaðurinn ekki sniðinn að óskum okkur lögreglumanna.Ef útboðið er skoðað má strax sjá að lýsingin á fötunum eru upp á sentímetra. Hvaða máli skiptir það hvort buxnastrengurinn sé 3-5 cm eða 8 cm. Öllum fatnaði er lýst ítarlega og það gerir öllum öðrum en 66°N erfitt fyrir að bjóða vegna þess að lýsingar eru skrifaðar upp eftir flíkunum frá þeim. Sem dæmi “Buxurnar skulu hafa fall undir streng að framan og með sniðsaumum að aftan” Það eru ekki neinar buxur sem geta talist tactical með fall undir streng og sniðsaum að aftan.Ef útboðið hefði verið orðað með öðrum hætti eins og t.d „óskað er eftir svörtum buxum sem henta til löggæslustarfa, buxurnar þurfa að hafa vasa fyrir hnéhlífar, beltissmeygum, buxnaklauf með rennilás, hliðarvasa á skálmum hliðarvasar skulu vera lokanlegir á buxunum skal vera Endurskin: Einn svart/hvítur endurskinsborði skal vera á skálmum og ná allan hringinn, Hann skal vera u.þ.b. 20 -25 sm. frá brún.Ef fólk kynnir sér spurningar og svör sem fylgir útboðinu má sjá í skjali síðan 21.11.17 Spurning 6: Í bæði flísbol og flísjakka er nefnt í fylgihlutum ”riflás”. Er átt við riflás til þess að geta sett lögreglumerkingar á og tekið af eftir þörfum? Svar 6: Já.Í skjali sem ríkiskaup sendir síðan frá sér 12.12.17 er spurt sömu spurningar en svarið annað „Spurning 24: Í bæði Flísbol og flísjakka er nefnt í fylgihlutum ,,riflás“. Er átt við riflás til að geta sett lögreglumerkingar á og tekið af eftir þörfum? Svar 24: Riflás skal vera á smeygum á öxlum til þess að festa axlarmerkingar. Önnur merki skulu vera ísaumuð.“Flísbolurinn sem óskað er eftir í útboðinu er nákvæmlega sami flísbolur og við höfum áður fengið Power stretch rúllukragabolurinn sem allir þekkja. Nú er búið að breyta þessum nákvæmlega sama rúllukragabol í combat skyrtu í útboðinu svo það er verið að biðja um Power stretch rúllukragabolinn okkar gamla með léttu öndunarefni undir vesti. Þetta er flík sem ekki er til og hefur ekki verið framleidd í heiminum en á einum stað er óskað eftir fatnaði sem nú þegar hefur verið hannaður, framleiddur og seldur.Gore-tex jakkin sem óskað er eftir skal vera mittisjakki, en vasar skulu vera neðan mittis. Það kemur svo í fyrirspurnum og svörum að vasar skulu vera á milli mittis og mjaðma. Þar með er búið að útiloka alla aðra jakka sem framleiddir eru því það vita allir þeir sem ganga í skotheldum vestum að þú kemst ekki í vasa sem er á milli mittis og mjöðm. Þessvegna eru bara framleiddir jakkar með vösum á brjóstasvæðinu.Upphaflega var gerð krafa um að allir þeir sem ætluðu sér að bjóða í útboðið ættu að ná sér í lögreglueinkenni hjá 66°N sem gerir það að verkum að 66°N vita nákvæmlega hverjir koma til með að bjóða á móti sér í þessu útboði. Það skekkir samkeppni og er ekki í takt við tilgang Ríkiskaupa. Seinna í ferlinu var síðan tilkynnt að ekki ætti að skila sýnishornum merktum einkennismerkjum lögreglu. En þá voru margir sem ætluðu sér að sækja um búnir að leita til 66°N og sækja sér einkenni.Í innkaupaáætlun sem var gefin út með útboðinu er suðurnesja embættið ekki með í útreikningunum sem gerir það að verkum að erfitt er fyrir þá sem framleiða ekki fötin sín sjálfir um að fá verð og tilboð í óljóst magn. Það er ótrúlegt að Ríkiskaup skuli samþykkja svona vinnubrögð þar sem það er ekki erfitt að sjá hvað mörg embætti eru í landinu.Að mörgu er að huga þegar klæðnaður lögreglumanna er annars vegar.visir/pjeturSkv innkaupa áætlun ætlar LRH að kaupa 700 „buxur 4“ á tímabilinu lýsing á buxum 4 er eftirfarandi: Buxur 4: Buxurnar skulu vera úr bómullarefni/blöndu. Límfóður í streng. Svartur rennilás. Svartar tölur og teygja í streng. Slitsterkt vasaefni. Buxurnar skal sauma með slitsterkum svörtum tvinna sem er í samræmi við efnið. Buxurnar skulu hafa fall undir streng að framan og með sniðsaumum að aftan. Skálmarnar skulu vera nokkuð beinar niður, vídd á skálmum að neðan 45 – 50 sm. Strengur skal vera 3 – 4 sm. á breidd og lokast að framan með tölu. Hann skal hafa teygju í hliðum. Beltissmeygar fyrir 5 sm. belti skulu vera á buxunum, 5 – 7 stk. eftir strengvídd. Buxnaklauf skal vera með rennilás og undirlista sem nær vel niður á saumfar í kringingu. Vasar skulu liggja á ská að framan u.þ.b. 4 sm. frá hliðarsaum neðan við streng og halla niður að hliðarsaum. Vasapokarnir skulu ganga upp undir streng. Faldur á skálmum skal einbrotinn og vélstunginn upp. Buxurnar skulu vera til í öllum stöðluðum stærðum bæði fyrir herra og dömur.Þarna er verið að lýsa svokölluðum fulltrúabuxum sem 66°N hefur verið með til margra ára. Hvernig getur verið að LRH ætli að kaupa 700 buxur á fulltrúa sína á árunum 2018-2020?Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum en ég er búinn að eyða smá tíma í að skoða þetta útboð og mér þykir líklegast að við erum að fara fá sömu gömlu 66°N löggubuxurnar sem allir elska með ásaumuðum hnéhlífum og líklegast verður Combat skyrtan okkar undir vestinu gamla powerstrech peysan okkar með léttu efni undir vestinu.Ég allavega hef fengið nóg og mér þykir ótrúlegt ef við ætlum að láta þetta viðgangast árið 2017. Ég er ekki það málefnalegur að ég ætli að semja erindi til ríkislögreglustjóra en þeir sem telja sig færa í það mega endilega gefa sig fram og semja erindi fyrir okkur öll, nema að sjálfsögðu við gerum það sjálf og sendum það sem okkur finnst um þetta útboð.Ég veit að maður á ekki að segja aldrei, alltaf og enginn en ég hugsa að ég geti fullyrt að ENGUM lögreglumanni langar ALDREI aftur að klæðast þeim fatnaði sem við höfum fengið úthlutað síðustu ár.Við þurfum ekki að finna upp hjólið það er búið að hanna tactiskan lögreglufatnað um allan heim af mönnum sem vita um hvað málið snýst. Við þurfum ekki skrifstofu fólk til þess að hanna okkar fatnað svo að henti okkur smá en vinafólki og frændfólki betur. Það erum við sem göngum í þessum fatnaði og það erum við sem eigum að fá að tjá okkur um hann! Lögreglumál Tengdar fréttir Löggur deila klæðnaði vegna skorts á búningum sem sér ekki fyrir endann á Lögreglumenn í sumarafleysingum streyma til vinnu en vantar nýja lögreglubúninga. Verið er að leysa úr ýmsum flækjum tengdum kaupum á einkennisfatnaði lögreglumanna. 15. maí 2017 09:00 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Opnunarfundur tilboða í framleiðslu á lögreglubúningum verður á morgun, 24. janúar. Um er að ræða tilboð sem væntanlega nemur tugum milljóna. Það liggur ekki fyrir nákvæmlega fyrr en á morgun.Kostnaður við hvern lögreglubúning hleypur á hundruðum þúsunda; lágmarks vinnufatnaður kostar 173 þúsund og hátíðarbúningurinn 207 þúsund krónur. Erfiðlega hefur gengið að draga úr þessum kostnaði þar sem strangar reglur gilda bæði um útboðið sjálft og búningana, sem eru hátt í 700 talsins.Útboðið gengur út á klæðnað frá toppi til táarInnan lögreglunnar gengur nú bréf, stílað á lögreglumenn þar sem fullyrt er að útboðið sé sérsniðið að 66°N. Bréfið birtist upphaflega í upphafi árs inni á lokuðum Facebookhóp lögreglumanna. Verulegrar óánægju gætir með þróun mála hjá bréfritara hvað varðar búninginn og klæðnað, meðal annars það að þeir sem taka ákvörðun um hver niðurstaðan verður munu ekki koma til með að nota klæðnaðinn. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, kannast við skrifin. „Þetta er einhver tilfinning sem menn hafa fyrir þessu. Ég veit veit ekki hvað á að segja við þessu. í útboðinu eru settir upp 3 útboðsflokkar; einkennishúfur, daglegur vinnufatnaður og annar fatnaður. Þeir sem þetta hafa verið að skoða og væntanlega skrifuðu þetta bréf þykjast sjá í því að útboðsreglurnar séu með þeim hætti að ákveðin fyrirtæki geti ekki boðið í fatnaðinn.“Fullyrt að útboðið sé sniðið að 66°NVísir hefur skrifin undir höndum en er ekki kunnugt um höfund en það er birt hér í heild sinni neðar. Pistillinn er ítarlegur, skrifaður af lögreglumanni sem þekkir vel til. Þar segir meðal annars:Snorri Magnússon telur áhyggjurnar af því hvernig staðið er að útboði á framleiðslu klæðnaðar á lögregluliðið réttmætar.„Útboðið er sniðið að 66°N [...] Ef útboðið er skoðað má strax sjá að lýsingin á fötunum eru upp á sentímetra. Hvaða máli skiptir það hvort buxnastrengurinn sé 3-5 cm eða 8 cm. Öllum fatnaði er lýst ítarlega og það gerir öllum öðrum en 66°N erfitt fyrir að bjóða vegna þess að lýsingar eru skrifaðar upp eftir flíkunum frá þeim. Sem dæmi “Buxurnar skulu hafa fall undir streng að framan og með sniðsaumum að aftan” Það eru ekki neinar buxur sem geta talist tactical með fall undir streng og sniðsaum að aftan.“ Snorri segir um að ræða daglegan vinnufatnað lögreglu og þar er allt undir: Skyrta, jakki, skór, buxur, sokkar og svo framvegis. „Þau fyrirtæki á markaði hér sem eru að bjóða fatnað sem hægt er að nota í þessum tilgangi eru ekki með alla þessa línu hjá sér. Af þessum sökum held ég að menn séu að horfa til þess að það sé mögulega verið að sérsníða þetta útboð að einhverju tileknu fyrirtæki,“ segir Snorri í samtali við Vísi.Megn óánægja innan lögreglunnarSnorri talar varlega en bréfritari er hins vegar herskár spyr hvað sé hægt að gera til að stöðva þetta? Hann segist hafa rætt málið við Snorra sem hafi gefið honum ádrátt um að Landsamband lögreglumanna muni hugsanlega senda sérstakt erindi til Ríkislögreglustjóra þar sem óánægju lögreglumanna er lýst yfir.Klæðnaður á lögregluliðið er talsvert verkefni og gert er ráð fyrir að samningur þar um nemi tugum milljóna króna.visir/anton brinkSnorri segir það rétt að fram hafi komið hörð gagnrýni. „Þau fyrirtæki sem bjóða á þeim forsendum eru væntanlega með saumastofu klára til að sníða þessi föt en lögreglumenn hafa á móti verið að benda á að til dæmis Noregur keypti tilbúinn fatnað, sami framleiðandi sem framleiddi klæðnað sérsveitarinnar, en þeir framleiða ekki buxurnar í þeim sniðum sem lýst er í útboðum.“Snorri tekur undir gagnrýninaSnorri segir þarna um að ræða samning uppá tugi milljóna. Og samning til þriggja eða fimm ára eins og oft er með útboð sem þessi. „Ég skil gagnrýnina og tek undir þau rök sem þar eru sett fram. En, svo kemur í ljós þegar tilboðin eru opnum hvað þar er á bak við. Eitt af því sem er gagnrýnt er að það er ekki heimilt að gera frávikstilboð. Gengur út á að ef þú ert með buxur sem henta að öllu leyti nema það er ekki einhver tiltekinn saumur á því en að öðru leyti eins, er hægt að hafna þeim buxum á þeim forsendum. Þetta er liður í þessari gagnrýni, sem hefur heyrst frá lögreglumönnum.“ Að sögn Snorra segir það sig sjálft að mikilvægt sé að lögregluliðið sé í almennilegum fötum. Það vinnur erfiða vinnu við allar aðstæður og í öllum veðrum. „Við erum spenntir að sjá hvað kemur út úr þessu. Það er löngu tímabært að uppfæra. Staðan hefur verið þannig að lögreglufatnaður hefur verið algerlega ófáanlegur.“Vísir hefur áður fjallað ítarlega um þennan skort og erfitt ástand sem skapast hefur vegna þess.Bréfið sem nú gengur innan lögregluliðsinsKæru lögreglumenn!Núna líður að því að nýtt fataútboð mun klárast og niðurstaða kemur hvaða fatnaði við munum klæðast við okkar störf. Ég veit að þetta er á margra vörum og að sjálfsögðu viljum við hafa eitthvað um það að segja hverju við klæðumst í vinnunni. Nú eru margar draugasögur komnar af stað um útboðið og ekki það að ég haldi frekar með einhverju einu heldur en öðru að þá er nánast hægt að fullyrða það að þetta útboð er sniðið að einu fyrirtæki.Ég hafði samband við Snorra Magnússon fyrir helgi og spurði hann hvað LL ætli að gera fyrir okkur lögreglumenn varðandi þetta fataútboð og þeir ætla að gefa frá sér yfirlýsingu fljótlega. En aðalmálið er það hvað getum við lögreglumenn gert til þess að geta sagt hvaða fötum við viljum klæðast í vinnunni. Ekki eru Jónína eða Jónas að klæðast þessum fötum nema til hátíðartilbrigða. Snorri segir að það eina sem við getum gert að er að senda erindi á Ríkislögreglustjóra og lýsa óánægju okkar á þessu útboði.Og fyrir þá sem eru ekki búnir að kynna sér útboðið þá hvet ég þá að fara yfir það og skoða það hvurslags vitleysa er í gangi. Útboðið er sniðið að 66°N og ekki það að ég haldi frekar með einum heldur en öðrum að þá held ég að það sé hægt að segja að margir lögreglumenn eru virkilega óánægðir með fatnaðinn sem við höfum verið að fá frá 66°N. Þjónustan hefur verið léleg og fatnaðurinn ekki sniðinn að óskum okkur lögreglumanna.Ef útboðið er skoðað má strax sjá að lýsingin á fötunum eru upp á sentímetra. Hvaða máli skiptir það hvort buxnastrengurinn sé 3-5 cm eða 8 cm. Öllum fatnaði er lýst ítarlega og það gerir öllum öðrum en 66°N erfitt fyrir að bjóða vegna þess að lýsingar eru skrifaðar upp eftir flíkunum frá þeim. Sem dæmi “Buxurnar skulu hafa fall undir streng að framan og með sniðsaumum að aftan” Það eru ekki neinar buxur sem geta talist tactical með fall undir streng og sniðsaum að aftan.Ef útboðið hefði verið orðað með öðrum hætti eins og t.d „óskað er eftir svörtum buxum sem henta til löggæslustarfa, buxurnar þurfa að hafa vasa fyrir hnéhlífar, beltissmeygum, buxnaklauf með rennilás, hliðarvasa á skálmum hliðarvasar skulu vera lokanlegir á buxunum skal vera Endurskin: Einn svart/hvítur endurskinsborði skal vera á skálmum og ná allan hringinn, Hann skal vera u.þ.b. 20 -25 sm. frá brún.Ef fólk kynnir sér spurningar og svör sem fylgir útboðinu má sjá í skjali síðan 21.11.17 Spurning 6: Í bæði flísbol og flísjakka er nefnt í fylgihlutum ”riflás”. Er átt við riflás til þess að geta sett lögreglumerkingar á og tekið af eftir þörfum? Svar 6: Já.Í skjali sem ríkiskaup sendir síðan frá sér 12.12.17 er spurt sömu spurningar en svarið annað „Spurning 24: Í bæði Flísbol og flísjakka er nefnt í fylgihlutum ,,riflás“. Er átt við riflás til að geta sett lögreglumerkingar á og tekið af eftir þörfum? Svar 24: Riflás skal vera á smeygum á öxlum til þess að festa axlarmerkingar. Önnur merki skulu vera ísaumuð.“Flísbolurinn sem óskað er eftir í útboðinu er nákvæmlega sami flísbolur og við höfum áður fengið Power stretch rúllukragabolurinn sem allir þekkja. Nú er búið að breyta þessum nákvæmlega sama rúllukragabol í combat skyrtu í útboðinu svo það er verið að biðja um Power stretch rúllukragabolinn okkar gamla með léttu öndunarefni undir vesti. Þetta er flík sem ekki er til og hefur ekki verið framleidd í heiminum en á einum stað er óskað eftir fatnaði sem nú þegar hefur verið hannaður, framleiddur og seldur.Gore-tex jakkin sem óskað er eftir skal vera mittisjakki, en vasar skulu vera neðan mittis. Það kemur svo í fyrirspurnum og svörum að vasar skulu vera á milli mittis og mjaðma. Þar með er búið að útiloka alla aðra jakka sem framleiddir eru því það vita allir þeir sem ganga í skotheldum vestum að þú kemst ekki í vasa sem er á milli mittis og mjöðm. Þessvegna eru bara framleiddir jakkar með vösum á brjóstasvæðinu.Upphaflega var gerð krafa um að allir þeir sem ætluðu sér að bjóða í útboðið ættu að ná sér í lögreglueinkenni hjá 66°N sem gerir það að verkum að 66°N vita nákvæmlega hverjir koma til með að bjóða á móti sér í þessu útboði. Það skekkir samkeppni og er ekki í takt við tilgang Ríkiskaupa. Seinna í ferlinu var síðan tilkynnt að ekki ætti að skila sýnishornum merktum einkennismerkjum lögreglu. En þá voru margir sem ætluðu sér að sækja um búnir að leita til 66°N og sækja sér einkenni.Í innkaupaáætlun sem var gefin út með útboðinu er suðurnesja embættið ekki með í útreikningunum sem gerir það að verkum að erfitt er fyrir þá sem framleiða ekki fötin sín sjálfir um að fá verð og tilboð í óljóst magn. Það er ótrúlegt að Ríkiskaup skuli samþykkja svona vinnubrögð þar sem það er ekki erfitt að sjá hvað mörg embætti eru í landinu.Að mörgu er að huga þegar klæðnaður lögreglumanna er annars vegar.visir/pjeturSkv innkaupa áætlun ætlar LRH að kaupa 700 „buxur 4“ á tímabilinu lýsing á buxum 4 er eftirfarandi: Buxur 4: Buxurnar skulu vera úr bómullarefni/blöndu. Límfóður í streng. Svartur rennilás. Svartar tölur og teygja í streng. Slitsterkt vasaefni. Buxurnar skal sauma með slitsterkum svörtum tvinna sem er í samræmi við efnið. Buxurnar skulu hafa fall undir streng að framan og með sniðsaumum að aftan. Skálmarnar skulu vera nokkuð beinar niður, vídd á skálmum að neðan 45 – 50 sm. Strengur skal vera 3 – 4 sm. á breidd og lokast að framan með tölu. Hann skal hafa teygju í hliðum. Beltissmeygar fyrir 5 sm. belti skulu vera á buxunum, 5 – 7 stk. eftir strengvídd. Buxnaklauf skal vera með rennilás og undirlista sem nær vel niður á saumfar í kringingu. Vasar skulu liggja á ská að framan u.þ.b. 4 sm. frá hliðarsaum neðan við streng og halla niður að hliðarsaum. Vasapokarnir skulu ganga upp undir streng. Faldur á skálmum skal einbrotinn og vélstunginn upp. Buxurnar skulu vera til í öllum stöðluðum stærðum bæði fyrir herra og dömur.Þarna er verið að lýsa svokölluðum fulltrúabuxum sem 66°N hefur verið með til margra ára. Hvernig getur verið að LRH ætli að kaupa 700 buxur á fulltrúa sína á árunum 2018-2020?Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum en ég er búinn að eyða smá tíma í að skoða þetta útboð og mér þykir líklegast að við erum að fara fá sömu gömlu 66°N löggubuxurnar sem allir elska með ásaumuðum hnéhlífum og líklegast verður Combat skyrtan okkar undir vestinu gamla powerstrech peysan okkar með léttu efni undir vestinu.Ég allavega hef fengið nóg og mér þykir ótrúlegt ef við ætlum að láta þetta viðgangast árið 2017. Ég er ekki það málefnalegur að ég ætli að semja erindi til ríkislögreglustjóra en þeir sem telja sig færa í það mega endilega gefa sig fram og semja erindi fyrir okkur öll, nema að sjálfsögðu við gerum það sjálf og sendum það sem okkur finnst um þetta útboð.Ég veit að maður á ekki að segja aldrei, alltaf og enginn en ég hugsa að ég geti fullyrt að ENGUM lögreglumanni langar ALDREI aftur að klæðast þeim fatnaði sem við höfum fengið úthlutað síðustu ár.Við þurfum ekki að finna upp hjólið það er búið að hanna tactiskan lögreglufatnað um allan heim af mönnum sem vita um hvað málið snýst. Við þurfum ekki skrifstofu fólk til þess að hanna okkar fatnað svo að henti okkur smá en vinafólki og frændfólki betur. Það erum við sem göngum í þessum fatnaði og það erum við sem eigum að fá að tjá okkur um hann!
Lögreglumál Tengdar fréttir Löggur deila klæðnaði vegna skorts á búningum sem sér ekki fyrir endann á Lögreglumenn í sumarafleysingum streyma til vinnu en vantar nýja lögreglubúninga. Verið er að leysa úr ýmsum flækjum tengdum kaupum á einkennisfatnaði lögreglumanna. 15. maí 2017 09:00 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Löggur deila klæðnaði vegna skorts á búningum sem sér ekki fyrir endann á Lögreglumenn í sumarafleysingum streyma til vinnu en vantar nýja lögreglubúninga. Verið er að leysa úr ýmsum flækjum tengdum kaupum á einkennisfatnaði lögreglumanna. 15. maí 2017 09:00