Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 13:57 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28