Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2018 16:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það ljóst að Vinstri Græn eru á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Mynd/samsett „Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“ Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“
Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira