Minni loftmengun gæti þýtt meiri hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 09:30 Sumar rykagnir í loftmengun af völdum manna endurvarpar sólarljósi og kælir þannig yfirborð jarðar. Þannig hefur loftmengun falið hlýnun sem hefði orðið vegna losunar á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/GVA Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07