Minni loftmengun gæti þýtt meiri hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 09:30 Sumar rykagnir í loftmengun af völdum manna endurvarpar sólarljósi og kælir þannig yfirborð jarðar. Þannig hefur loftmengun falið hlýnun sem hefði orðið vegna losunar á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/GVA Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07