Þetta þarf að gerast í kvöld til að Kristján komist með Svíana í undanúrslit EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 12:00 Kristján Andrésson. Vísir/Getty Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska handboltalandsliðinu verða í eldlínunni í kvöld þegar fer fram lokaumferð milliriðla EM í handbolta í Króatíu. Íslenski þjálfarinn á ágæta möguleika á því að koma liði sínu í undanúrslit keppninnar og ætti Ísland þá þjálfara í undanúrslitum EM aðra keppnina í röð en Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum á EM í Póllandi 2016. Sænska landsliðið fór með fullt hús inn í milliriðilinn en hefur þar unnið einn leik (29-20 á móti Hvít-Rússum) og tapað einum (17-23 á móti Frökkum). Svíar eru eins og er í 3. sæti riðilsins með sex stig og geta því ekki bara treyst á sig sjálfa í lokaleiknum. Fyrir ofan þá eru Frakkar (8 stig) og Króatar (6 stig).Til að Kristján Andrésson fari með sænska liðið í undanúrslitin í kvöld þá þarf bæði sænska liðið að vinna Norðmenn sem og að fá hjálp frá Frökkum. Frakkar eru efstir í millriðlinum og nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti heimamönnum í Króatíu. Króatar þurfa aftur á móti að vinna sinn leik til að komast í undanúrslitin fari svo að Svíar vinni sinn leik.Fifth day of the main round, here is the standings chart for Group I, in Zagreb. @HRStwitt@hlandslaget@rssrbije@FRAHandball@NORhandball#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/mJBFltp7Yd — EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2018 Frakkland, Króatía og Svíþjóð geta líka öll endað jöfn að stigum (Sænskur sigur og króatískur sigur) og þá ræður röð þeirra úrslitin úr öllum þremur innbyrðisleikjum þeirra. Svíar unnu Króata með fjórum mörkum en töpuðu fyrir Frökkum með sex mörkum. Króatar þurfa því „aðeins“ að vinna með tveimur mörkum til að setja Svíana fyrir aftan sig í innbyrðisleikjum. Aðeins átta marka tap eða stærra myndi henda Frökkum út. Leikur Svíþjóðar og Noregs fer fram á undan leik Frakklands og Króatíu og því munu Króatar og allir stuðningsmenn þeirra vita nákvæmlega hvað þarf að gerast í síðasta leik kvöldsins svo að Króatía komist í undanúrslitin. Það ætti að hjálpa heimamönnum en ekki Svíum. Norðmenn gætu flækt málið enn meira með því að vinna Svía því þá gætu Króatía, Svíþjóð og Noregur öll endað jöfn að stigum. Svíar mættu þá ekki tapa með meira en þremur mörkum á móti Noregi en fjögurra marka norskur sigur myndi þýða að öll þrjú liðin væru nákvæmlega jöfn.They’ve come here to watch the match #SWEBLR and still got to listen to ABBA Greatest Hits.#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/1TnFTT8AEE — EHF Live (@EHF_Live) January 22, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska handboltalandsliðinu verða í eldlínunni í kvöld þegar fer fram lokaumferð milliriðla EM í handbolta í Króatíu. Íslenski þjálfarinn á ágæta möguleika á því að koma liði sínu í undanúrslit keppninnar og ætti Ísland þá þjálfara í undanúrslitum EM aðra keppnina í röð en Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum á EM í Póllandi 2016. Sænska landsliðið fór með fullt hús inn í milliriðilinn en hefur þar unnið einn leik (29-20 á móti Hvít-Rússum) og tapað einum (17-23 á móti Frökkum). Svíar eru eins og er í 3. sæti riðilsins með sex stig og geta því ekki bara treyst á sig sjálfa í lokaleiknum. Fyrir ofan þá eru Frakkar (8 stig) og Króatar (6 stig).Til að Kristján Andrésson fari með sænska liðið í undanúrslitin í kvöld þá þarf bæði sænska liðið að vinna Norðmenn sem og að fá hjálp frá Frökkum. Frakkar eru efstir í millriðlinum og nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti heimamönnum í Króatíu. Króatar þurfa aftur á móti að vinna sinn leik til að komast í undanúrslitin fari svo að Svíar vinni sinn leik.Fifth day of the main round, here is the standings chart for Group I, in Zagreb. @HRStwitt@hlandslaget@rssrbije@FRAHandball@NORhandball#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/mJBFltp7Yd — EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2018 Frakkland, Króatía og Svíþjóð geta líka öll endað jöfn að stigum (Sænskur sigur og króatískur sigur) og þá ræður röð þeirra úrslitin úr öllum þremur innbyrðisleikjum þeirra. Svíar unnu Króata með fjórum mörkum en töpuðu fyrir Frökkum með sex mörkum. Króatar þurfa því „aðeins“ að vinna með tveimur mörkum til að setja Svíana fyrir aftan sig í innbyrðisleikjum. Aðeins átta marka tap eða stærra myndi henda Frökkum út. Leikur Svíþjóðar og Noregs fer fram á undan leik Frakklands og Króatíu og því munu Króatar og allir stuðningsmenn þeirra vita nákvæmlega hvað þarf að gerast í síðasta leik kvöldsins svo að Króatía komist í undanúrslitin. Það ætti að hjálpa heimamönnum en ekki Svíum. Norðmenn gætu flækt málið enn meira með því að vinna Svía því þá gætu Króatía, Svíþjóð og Noregur öll endað jöfn að stigum. Svíar mættu þá ekki tapa með meira en þremur mörkum á móti Noregi en fjögurra marka norskur sigur myndi þýða að öll þrjú liðin væru nákvæmlega jöfn.They’ve come here to watch the match #SWEBLR and still got to listen to ABBA Greatest Hits.#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/1TnFTT8AEE — EHF Live (@EHF_Live) January 22, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira