Þetta þarf að gerast í kvöld til að Kristján komist með Svíana í undanúrslit EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 12:00 Kristján Andrésson. Vísir/Getty Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska handboltalandsliðinu verða í eldlínunni í kvöld þegar fer fram lokaumferð milliriðla EM í handbolta í Króatíu. Íslenski þjálfarinn á ágæta möguleika á því að koma liði sínu í undanúrslit keppninnar og ætti Ísland þá þjálfara í undanúrslitum EM aðra keppnina í röð en Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum á EM í Póllandi 2016. Sænska landsliðið fór með fullt hús inn í milliriðilinn en hefur þar unnið einn leik (29-20 á móti Hvít-Rússum) og tapað einum (17-23 á móti Frökkum). Svíar eru eins og er í 3. sæti riðilsins með sex stig og geta því ekki bara treyst á sig sjálfa í lokaleiknum. Fyrir ofan þá eru Frakkar (8 stig) og Króatar (6 stig).Til að Kristján Andrésson fari með sænska liðið í undanúrslitin í kvöld þá þarf bæði sænska liðið að vinna Norðmenn sem og að fá hjálp frá Frökkum. Frakkar eru efstir í millriðlinum og nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti heimamönnum í Króatíu. Króatar þurfa aftur á móti að vinna sinn leik til að komast í undanúrslitin fari svo að Svíar vinni sinn leik.Fifth day of the main round, here is the standings chart for Group I, in Zagreb. @HRStwitt@hlandslaget@rssrbije@FRAHandball@NORhandball#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/mJBFltp7Yd — EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2018 Frakkland, Króatía og Svíþjóð geta líka öll endað jöfn að stigum (Sænskur sigur og króatískur sigur) og þá ræður röð þeirra úrslitin úr öllum þremur innbyrðisleikjum þeirra. Svíar unnu Króata með fjórum mörkum en töpuðu fyrir Frökkum með sex mörkum. Króatar þurfa því „aðeins“ að vinna með tveimur mörkum til að setja Svíana fyrir aftan sig í innbyrðisleikjum. Aðeins átta marka tap eða stærra myndi henda Frökkum út. Leikur Svíþjóðar og Noregs fer fram á undan leik Frakklands og Króatíu og því munu Króatar og allir stuðningsmenn þeirra vita nákvæmlega hvað þarf að gerast í síðasta leik kvöldsins svo að Króatía komist í undanúrslitin. Það ætti að hjálpa heimamönnum en ekki Svíum. Norðmenn gætu flækt málið enn meira með því að vinna Svía því þá gætu Króatía, Svíþjóð og Noregur öll endað jöfn að stigum. Svíar mættu þá ekki tapa með meira en þremur mörkum á móti Noregi en fjögurra marka norskur sigur myndi þýða að öll þrjú liðin væru nákvæmlega jöfn.They’ve come here to watch the match #SWEBLR and still got to listen to ABBA Greatest Hits.#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/1TnFTT8AEE — EHF Live (@EHF_Live) January 22, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska handboltalandsliðinu verða í eldlínunni í kvöld þegar fer fram lokaumferð milliriðla EM í handbolta í Króatíu. Íslenski þjálfarinn á ágæta möguleika á því að koma liði sínu í undanúrslit keppninnar og ætti Ísland þá þjálfara í undanúrslitum EM aðra keppnina í röð en Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum á EM í Póllandi 2016. Sænska landsliðið fór með fullt hús inn í milliriðilinn en hefur þar unnið einn leik (29-20 á móti Hvít-Rússum) og tapað einum (17-23 á móti Frökkum). Svíar eru eins og er í 3. sæti riðilsins með sex stig og geta því ekki bara treyst á sig sjálfa í lokaleiknum. Fyrir ofan þá eru Frakkar (8 stig) og Króatar (6 stig).Til að Kristján Andrésson fari með sænska liðið í undanúrslitin í kvöld þá þarf bæði sænska liðið að vinna Norðmenn sem og að fá hjálp frá Frökkum. Frakkar eru efstir í millriðlinum og nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti heimamönnum í Króatíu. Króatar þurfa aftur á móti að vinna sinn leik til að komast í undanúrslitin fari svo að Svíar vinni sinn leik.Fifth day of the main round, here is the standings chart for Group I, in Zagreb. @HRStwitt@hlandslaget@rssrbije@FRAHandball@NORhandball#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/mJBFltp7Yd — EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2018 Frakkland, Króatía og Svíþjóð geta líka öll endað jöfn að stigum (Sænskur sigur og króatískur sigur) og þá ræður röð þeirra úrslitin úr öllum þremur innbyrðisleikjum þeirra. Svíar unnu Króata með fjórum mörkum en töpuðu fyrir Frökkum með sex mörkum. Króatar þurfa því „aðeins“ að vinna með tveimur mörkum til að setja Svíana fyrir aftan sig í innbyrðisleikjum. Aðeins átta marka tap eða stærra myndi henda Frökkum út. Leikur Svíþjóðar og Noregs fer fram á undan leik Frakklands og Króatíu og því munu Króatar og allir stuðningsmenn þeirra vita nákvæmlega hvað þarf að gerast í síðasta leik kvöldsins svo að Króatía komist í undanúrslitin. Það ætti að hjálpa heimamönnum en ekki Svíum. Norðmenn gætu flækt málið enn meira með því að vinna Svía því þá gætu Króatía, Svíþjóð og Noregur öll endað jöfn að stigum. Svíar mættu þá ekki tapa með meira en þremur mörkum á móti Noregi en fjögurra marka norskur sigur myndi þýða að öll þrjú liðin væru nákvæmlega jöfn.They’ve come here to watch the match #SWEBLR and still got to listen to ABBA Greatest Hits.#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/1TnFTT8AEE — EHF Live (@EHF_Live) January 22, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Sjá meira