Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2018 13:20 Árásin var sérlega hrottafengin en hópur fanga tók sig til og réðust á einn úr sínum röðum í útivistartíma í gær. visir/vilhelm Gróf líkamsárás átti sér stað síðdegis í gær á Litla Hrauni. Þá tók hópur fanga sig til og gengu í skrokk á samfanga sínum. Þetta gerðist í útivistartíma og munu aðfarirnar hafa verið einstaklega hrottalegar, þannig að vart hefur annað eins sést. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og eru meðal annars að skoða myndbandsupptökur. Fanginn var fluttur á sjúkrahús slasaður en miðað við það hversu hrottafengin árásin var slapp hann furðu vel; með brotnar tennur og illa marinn - talsvert slasaður. Verið er að greina meiðsl hans.Erlendur fangi sem varð fyrir árásinni Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða erlendan fanga sem ekki hefur nein tengsl við íslenska undirheima svo vitað sé. Þannig er ólíklegt að um hefnd eða óuppgerðar sakir sé að ræða. Og ekki eru heldur um að ræða það að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þannig að flest bendir til þess að um sé að ræða að árásin tengist innanhússuppgjöri.Páll Winkel segir það rétt að óánægja sé meðal fanga vegna þess að að þeim hefur verið þrengt en atvikið er litið mjög alvarlegum augum og gæta þurfi öryggis, bæði fanga og starfsfólks.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs, í kjölfar atviksins, að þrengja að allri starfsemi sem snýr að föngum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur íþróttahúsinu verið lokað og kennsla felld niður. Veruleg óánægja er í þeirra röðum með þá ráðstöfun.Starfsemi lágmörkuð tímabundið En, þegar Vísir spurði Páll Winkel fangelsismálastjóra nánar út atvikið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til segir hann fangelsismálayfirvöld líta þetta mál mjög alvarlegum augum. „Það er alveg á hreinu að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva ofbeldi í fangelsum. Fyrsta verkefni þegar svona gerist er að kalla til lögreglu. Og samhliða þá skapa ró og öryggi í fangelsinu. Við gerum það. Meðal annars með því að lágmarka starfsemi tímabundið, eftir svona ofbeldi. Í því felst meðal annars að loka íþróttahúsi og aflýsa kennslu, já. Og hafa aðstæður þannig að það sé hægt að tryggja öryggi annarra fanga og starfsmanna ekki síður.“En, samkvæmt heimildum Vísis þá er veruleg óánægja meðal fanga vegna þessarar tilhögunar? „Já. Og það er skiljanlegt en þetta er nauðsynlegt. Okkar fyrsta verkefni er að tryggja öryggi og við munum gera það.“Stórhættulegir menn á ferðEn, er þá hægt að tala um neyðarástand á Litla Hrauni? „Ég myndi ekki segja það. En það er áhyggjuefni að upp komi gróf ofbeldismál í fangelsunum.Hafa ber í huga að þarna eru saman komnir einstaklingar, menn sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið reglur samfélagsins og eru sumir töluvert hættulegir.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis var árásin með þeim hrottafengnari sem sést hafa innan veggja fangelsismúra. Páll vill ekki tjá sig um það í sjálfu sér, segir að rannsókn standi yfir en staðfestir að það hafi gerst í gær að hópur fanga hafi veist að öðrum fanga í íþróttahúsi Litla Hrauns og létu höggin dynja á fanganum í talsvert langan tíma. Margir tóku þátt í árásinni.Eru atvik sem þessi algeng innan veggja íslenskra fangelsa? „Nei, ekki meira en hjá þjóðunum sem við berum okkur saman við. En, það er ofbeldi í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu. Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglumál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Gróf líkamsárás átti sér stað síðdegis í gær á Litla Hrauni. Þá tók hópur fanga sig til og gengu í skrokk á samfanga sínum. Þetta gerðist í útivistartíma og munu aðfarirnar hafa verið einstaklega hrottalegar, þannig að vart hefur annað eins sést. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og eru meðal annars að skoða myndbandsupptökur. Fanginn var fluttur á sjúkrahús slasaður en miðað við það hversu hrottafengin árásin var slapp hann furðu vel; með brotnar tennur og illa marinn - talsvert slasaður. Verið er að greina meiðsl hans.Erlendur fangi sem varð fyrir árásinni Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða erlendan fanga sem ekki hefur nein tengsl við íslenska undirheima svo vitað sé. Þannig er ólíklegt að um hefnd eða óuppgerðar sakir sé að ræða. Og ekki eru heldur um að ræða það að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þannig að flest bendir til þess að um sé að ræða að árásin tengist innanhússuppgjöri.Páll Winkel segir það rétt að óánægja sé meðal fanga vegna þess að að þeim hefur verið þrengt en atvikið er litið mjög alvarlegum augum og gæta þurfi öryggis, bæði fanga og starfsfólks.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs, í kjölfar atviksins, að þrengja að allri starfsemi sem snýr að föngum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur íþróttahúsinu verið lokað og kennsla felld niður. Veruleg óánægja er í þeirra röðum með þá ráðstöfun.Starfsemi lágmörkuð tímabundið En, þegar Vísir spurði Páll Winkel fangelsismálastjóra nánar út atvikið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til segir hann fangelsismálayfirvöld líta þetta mál mjög alvarlegum augum. „Það er alveg á hreinu að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva ofbeldi í fangelsum. Fyrsta verkefni þegar svona gerist er að kalla til lögreglu. Og samhliða þá skapa ró og öryggi í fangelsinu. Við gerum það. Meðal annars með því að lágmarka starfsemi tímabundið, eftir svona ofbeldi. Í því felst meðal annars að loka íþróttahúsi og aflýsa kennslu, já. Og hafa aðstæður þannig að það sé hægt að tryggja öryggi annarra fanga og starfsmanna ekki síður.“En, samkvæmt heimildum Vísis þá er veruleg óánægja meðal fanga vegna þessarar tilhögunar? „Já. Og það er skiljanlegt en þetta er nauðsynlegt. Okkar fyrsta verkefni er að tryggja öryggi og við munum gera það.“Stórhættulegir menn á ferðEn, er þá hægt að tala um neyðarástand á Litla Hrauni? „Ég myndi ekki segja það. En það er áhyggjuefni að upp komi gróf ofbeldismál í fangelsunum.Hafa ber í huga að þarna eru saman komnir einstaklingar, menn sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið reglur samfélagsins og eru sumir töluvert hættulegir.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis var árásin með þeim hrottafengnari sem sést hafa innan veggja fangelsismúra. Páll vill ekki tjá sig um það í sjálfu sér, segir að rannsókn standi yfir en staðfestir að það hafi gerst í gær að hópur fanga hafi veist að öðrum fanga í íþróttahúsi Litla Hrauns og létu höggin dynja á fanganum í talsvert langan tíma. Margir tóku þátt í árásinni.Eru atvik sem þessi algeng innan veggja íslenskra fangelsa? „Nei, ekki meira en hjá þjóðunum sem við berum okkur saman við. En, það er ofbeldi í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu. Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira