Taconic Capital bætti við sig í Glitni HoldCo Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Daglegum rekstri Glitnis HoldCo lýkur um mánaðamótin. Vísir/Heiða Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tíu prósenta hlut í Arion banka, og vogunarsjóður í eigu auðjöfursins George Soros bættu umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Eignarhlutur sjóðsins TCA Opportunity Investments, sem er í stýringu Taconic Capital, fór úr 13,4 prósentum í 17,7 prósent í fyrra og er sjóðurinn áfram stærsti hluthafi – og þar með skuldabréfaeigandi – Glitnis. Annar sjóður í stýringu Taconic er jafnframt tíundi stærsti hluthafi félagsins með 2,3 prósenta hlut, samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir síðasta ár. Útibú Deutsche Bank í Lundúnum er skráð sem næststærsti hluthafi Glitnis með 17,5 prósenta hlut. Bankinn er þó ekki raunverulegur eigandi hlutarins heldur fer aðeins með vörslu hans fyrir alþjóðlega sjóði. Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros, er þriðji stærsti hluthafinn en félagið fór með 14,1 prósents hlut í lok síðasta árs borið saman við 5,6 prósent í árslok 2016. Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Glitnir greiddi í fyrra 174,5 milljónir evra til hluthafa en greiðslurnar nema samtals 1.329 milljónum evra á síðustu tveimur árum. Hefur félagið þannig selt nánast allar sínar eignir, en um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum. Af þeim sökum verður daglegum rekstri Glitnis hætt um mánaðamótin. Hefur verið samið um starfslok við alla starfsmenn en samkomulagið felur í sér að þeir verði félaginu innan handar næstu sex mánuði gerist þess þörf. Þá eignaðist stórbankinn Morgan Stanley 8,2 prósenta hlut í Glitni í fyrra og varð þannig fjórði stærsti hluthafi félagsins. Breski bankinn Barclays fer með 8,1 prósents hlut og Burlington Loan Management, sem er írskt skúffufélag í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, með 6,4 prósenta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er jafnframt stærsti eigandi Klakka, sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Glitni, og þá var hann sem kunnugt er einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna.200 milljónir til stjórnarmanna og forstjóra Fram kemur í ársreikningi Glitnis HoldCo að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjórans Ingólfs Haukssonar hafi verið samtals 1,6 milljónir evra, sem jafngildir um 201 milljón króna, á síðasta ári. Til samanburðar var fjárhæðin 1,9 milljónir evra árið 2016. Aðalfundur Glitnis fer fram 30. janúar en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn er lagt til að þóknun almennra stjórnarmanna, Danans Steen Parsholt og Norðmannsins Tom Grøndahl, verði 20 þúsund evrur á þessu ári og að stjórnarformaðurinn, Bretinn Mike Wheeler, fái 30 þúsund evrur. Auk þess er lagt til að stjórnarmennirnir fái sérstaklega greitt þurfi þeir að starfa í meira en fimm vinnudaga á árinu fyrir Glitni. Yrði þá þóknunin 5 þúsund evrur á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tíu prósenta hlut í Arion banka, og vogunarsjóður í eigu auðjöfursins George Soros bættu umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Eignarhlutur sjóðsins TCA Opportunity Investments, sem er í stýringu Taconic Capital, fór úr 13,4 prósentum í 17,7 prósent í fyrra og er sjóðurinn áfram stærsti hluthafi – og þar með skuldabréfaeigandi – Glitnis. Annar sjóður í stýringu Taconic er jafnframt tíundi stærsti hluthafi félagsins með 2,3 prósenta hlut, samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir síðasta ár. Útibú Deutsche Bank í Lundúnum er skráð sem næststærsti hluthafi Glitnis með 17,5 prósenta hlut. Bankinn er þó ekki raunverulegur eigandi hlutarins heldur fer aðeins með vörslu hans fyrir alþjóðlega sjóði. Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros, er þriðji stærsti hluthafinn en félagið fór með 14,1 prósents hlut í lok síðasta árs borið saman við 5,6 prósent í árslok 2016. Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Glitnir greiddi í fyrra 174,5 milljónir evra til hluthafa en greiðslurnar nema samtals 1.329 milljónum evra á síðustu tveimur árum. Hefur félagið þannig selt nánast allar sínar eignir, en um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum. Af þeim sökum verður daglegum rekstri Glitnis hætt um mánaðamótin. Hefur verið samið um starfslok við alla starfsmenn en samkomulagið felur í sér að þeir verði félaginu innan handar næstu sex mánuði gerist þess þörf. Þá eignaðist stórbankinn Morgan Stanley 8,2 prósenta hlut í Glitni í fyrra og varð þannig fjórði stærsti hluthafi félagsins. Breski bankinn Barclays fer með 8,1 prósents hlut og Burlington Loan Management, sem er írskt skúffufélag í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, með 6,4 prósenta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er jafnframt stærsti eigandi Klakka, sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Glitni, og þá var hann sem kunnugt er einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna.200 milljónir til stjórnarmanna og forstjóra Fram kemur í ársreikningi Glitnis HoldCo að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjórans Ingólfs Haukssonar hafi verið samtals 1,6 milljónir evra, sem jafngildir um 201 milljón króna, á síðasta ári. Til samanburðar var fjárhæðin 1,9 milljónir evra árið 2016. Aðalfundur Glitnis fer fram 30. janúar en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn er lagt til að þóknun almennra stjórnarmanna, Danans Steen Parsholt og Norðmannsins Tom Grøndahl, verði 20 þúsund evrur á þessu ári og að stjórnarformaðurinn, Bretinn Mike Wheeler, fái 30 þúsund evrur. Auk þess er lagt til að stjórnarmennirnir fái sérstaklega greitt þurfi þeir að starfa í meira en fimm vinnudaga á árinu fyrir Glitni. Yrði þá þóknunin 5 þúsund evrur á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira