Stjórnarliðar töldu skýrslubeiðni beinast gegn "vitlausum ráðherra“ Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 19:00 Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví. Alþingi Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sá óvenjulegi atburður gerðist á Alþingi í dag að beiðni þingmanna um skýrslur frá fjármálaráðherra var tekin af dagskrá eftir að mikil andstaða kom fram við hana. Stjórnarþingmenn og fjármálaráðherra töldu að skýrslubeiðnum væri ekki beint á réttan stað. Þingmenn sex þingflokka höfðu skrifað sig á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra sem kom til atkvæða á Alþingi í dag. Það var Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sem var fyrsti flutningsmaður á beiðni um tvær skýrslur frá fjármálaráðherra um hvernig tekist hefði til að verða við ábendingum Rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrunið. Venjulega fara slíkar beiðnir í gegnum þingið mótatkvæðalaust. En nú brá svo við að töluverð andstaða var við skýrslubeiðnirnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki sáttur við að skýrslubeiðnunum væri beint til hans ráðuneytis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst sem að þessi skýrslubeiðni hér sé verulega vanhugsuð. Það er í fyrsta lagi þannig að það er óeðlilegt að fela ráðuneyti að segja þinginu hvernig ábendingar sem fram koma í rannsóknarskýrslu sem ein og sér beinist ekki að einhverju tilteknu ráðuneyti, heldur eru almennar ábendingar víða út í samfélagið, hafi gengið eftir,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra lagðist ekki gegn innihaldi beiðninnar en taldi réttar að beina skýrslubeiðninni til Alþingis. Undir þetta tóku margir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna hvöttu skýrslubeiðanda að draga beiðni sína til baka og óska þess í stað eftir að Alþingi skipaði nefnd um málið. „Og kortleggi með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir. Hvort þær hafi komið til framkvæmda og svo framvegis. Hvernig okkur hefur miðað áfram,“ sagði Óli Björn. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaráðuneytið heldur ekki hafa almennt eftirlitshlutverk með stjórnsýslunni. „Þarna er verið að beina málinu gegn vitlausum ráðherra,“ sagði Birgir og uppskar mikinn hlátur í þingsal. „Það er verið að beina í raun og veru ábendingum ...það er grautað saman hlutum sem varða stjórnsýsluna annars vegar og öðrum þáttum ríkisvaldsins hins vegar,“ sagði Birgir. Eftir nokkrar umræður sættist Björn Leví Gunnarsson frummælandi skýrslubeiðnanna á að draga beiðnir sínar til baka að sinni. „Og langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum. En ekki í þessum nýju vinnubrögðum í stjórnmálunum og svo framvegis áður en þingfundur hófst,“ sagði Björn Leví.
Alþingi Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira