Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 20:00 Skuggi rannsóknar Mueller hefur legið yfir Hvíta húsinu í fleiri mánuði. Trump gæti bráðlega verið kallaður til viðtals. Vísir/AFP Æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum hafa svarað spurningum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda, síðustu vikur og mánuði. Rannsóknin virðist í auknum mæli beinast að því hvort að Donald Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Mueller er sagður vilja ræða við Trump á næstunni. Rannsókn Mueller beinist ekki aðeins að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir forsetakosningarnar árið 2016 heldur hvort að Trump hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar og hindra framgang réttvísinnar. Mueller var falið að stjórna rannsókninni eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí. Comey ræddi við rannsakendur Mueller seint í fyrra og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Trump, svaraði spurningum þeirra í fleiri klukkustundir í síðustu viku, að því er New York Times sagði frá í gær. Nú hefur Reuters-fréttastofan greint frá því að Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, Dan Coats, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, og Mike Rogers, yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hafi allir rætt við rannsakendur Mueller í fyrra.Vildu fá að vita hvort Trump hefði beðið þá um að þrýsta á Comey Rannsakendurnir spurðu þá fyrst og fremst að því hvort að Trump hefði beðið þá um að þrýsta á Comey í fyrra. Trump var ósáttur við að Comey hefði neitað að lýsa því yfir opinberlega að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar vegna meintra tengsla framboðsins við Rússa. Þá hefur Comey lýst því hvernig hann taldi Trump hafa beðið sig um að láta rannsóknina niður falla. Einnig höfðu rannsakendurnir áhuga á að vita hvort að Trump hefði reynt að binda enda á rannsóknir leyniþjónustustofnananna á afskiptum Rússa af kosningum og samskiptum fulltrúa Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. Leyniþjónustustofnanirnar hafa allar ályktað opinberlega að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til þess að reyna að tryggja Trump sigur. Trump hefur þverneitað að nokkuð samráð hafi átt sér stað. Þá var greint frá því í gær að Mueller vilji ræða við Trump í persónu á næstu vikum. Lögmenn Trump vilji hins vegar koma því þannig fyrir að forsetinn fái að svara hluta spurninganna skriflega.McCabe hefur mátt þolað ítrekaða gagnrýni frá Trump á opinberum vettvangi. Sessions dómsmálaráðherra (í bakgrunni) er sagður hafa þrýst á núverandi forstjóra FBI um að reka McCabe og aðra yfirmenn frá tíð James Comey.Vísir/AFPSpurði eftirmann Comey hvern hann hefði kosið Vitnin sem Mueller hefur kallað til og fregnir af spurningunum sem voru bornar undir þau benda til þess að áhersla rannsóknarinnar beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst þegar hann rak Comey. Forsetinn lýsti því í sjónvarpsviðtali að ástæðan hefði verið Rússarannsókn FBI. Þegar Comey kom fyrir þingnefnd í júní lýsti hann samskiptum sínum við Trump, meðal annars hvernig forsetinn hefði krafið hann um hollustu við sig. Svo virðist sem að Trump hafi leikið svipaða leik við Andrew McCabe sem tók við sem starfandi forstjóri FBI tímabundið eftir að Comey var rekinn. Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði spurt McCabe að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum á fundi þeirra á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í maí. McCabe er sagður hafa fundist samtalið óþægilegt. Hann svaraði að hann hefði ekki kosið. Ronna Romney McDaniel, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, varði Trump í dag og sagði hann aðeins hafa verið að reyna að kynnast McCabe með spurningu sinni um hverjum hann hefði greitt atkvæði sitt í forsetakosningunum. Þá er forsetinn sagður hafa hellt úr skálum reiði sinnar yfir McCabe, sem þá var aðstoðarforstjóri FBI, vegna pólitískra tengsla eiginkonu hans við bandamenn Hillary Clinton. Eiginkona McCabe bauð sig fram til öldungadeildar ríkisþings Virginíu árið 2015 og hlaut fjárstyrki frá pólitískri aðgerðanefnd sem Terry McAuiliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, og náinn vinur Clinton-hjónanna stýrði. Trump hefur ítrekað gagnrýnt McCabe, sem enn er aðstoðarforstjóri FBI, opinberlega undanfarna mánuði, ekki síst vegna meintra tengsla hans við Hillary Clinton. Forsetinn er sannfærður um að Rússarannsóknin sé runnin undan rifjum demókrata sem séu tapsárir vegna sigurs Trump í forsetakosningunum. Engu að síður gerði hann McCabe að starfandi forstjóra FBI þar til Christopher Wray var skipaður varanlega í embætti forstjóra. Wray er sagður hafa hótað því að segja af sér nýlega vegna þrýstings frá Hvíta húsinu um að reka McCabe og aðra yfirmenn hjá FBI sem voru bandamenn Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum hafa svarað spurningum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda, síðustu vikur og mánuði. Rannsóknin virðist í auknum mæli beinast að því hvort að Donald Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Mueller er sagður vilja ræða við Trump á næstunni. Rannsókn Mueller beinist ekki aðeins að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld fyrir forsetakosningarnar árið 2016 heldur hvort að Trump hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar og hindra framgang réttvísinnar. Mueller var falið að stjórna rannsókninni eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí. Comey ræddi við rannsakendur Mueller seint í fyrra og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Trump, svaraði spurningum þeirra í fleiri klukkustundir í síðustu viku, að því er New York Times sagði frá í gær. Nú hefur Reuters-fréttastofan greint frá því að Mike Pompeo, forstjóri leyniþjónustunnar CIA, Dan Coats, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, og Mike Rogers, yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hafi allir rætt við rannsakendur Mueller í fyrra.Vildu fá að vita hvort Trump hefði beðið þá um að þrýsta á Comey Rannsakendurnir spurðu þá fyrst og fremst að því hvort að Trump hefði beðið þá um að þrýsta á Comey í fyrra. Trump var ósáttur við að Comey hefði neitað að lýsa því yfir opinberlega að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar vegna meintra tengsla framboðsins við Rússa. Þá hefur Comey lýst því hvernig hann taldi Trump hafa beðið sig um að láta rannsóknina niður falla. Einnig höfðu rannsakendurnir áhuga á að vita hvort að Trump hefði reynt að binda enda á rannsóknir leyniþjónustustofnananna á afskiptum Rússa af kosningum og samskiptum fulltrúa Trump við fulltrúa rússneskra stjórnvalda. Leyniþjónustustofnanirnar hafa allar ályktað opinberlega að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til þess að reyna að tryggja Trump sigur. Trump hefur þverneitað að nokkuð samráð hafi átt sér stað. Þá var greint frá því í gær að Mueller vilji ræða við Trump í persónu á næstu vikum. Lögmenn Trump vilji hins vegar koma því þannig fyrir að forsetinn fái að svara hluta spurninganna skriflega.McCabe hefur mátt þolað ítrekaða gagnrýni frá Trump á opinberum vettvangi. Sessions dómsmálaráðherra (í bakgrunni) er sagður hafa þrýst á núverandi forstjóra FBI um að reka McCabe og aðra yfirmenn frá tíð James Comey.Vísir/AFPSpurði eftirmann Comey hvern hann hefði kosið Vitnin sem Mueller hefur kallað til og fregnir af spurningunum sem voru bornar undir þau benda til þess að áhersla rannsóknarinnar beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst þegar hann rak Comey. Forsetinn lýsti því í sjónvarpsviðtali að ástæðan hefði verið Rússarannsókn FBI. Þegar Comey kom fyrir þingnefnd í júní lýsti hann samskiptum sínum við Trump, meðal annars hvernig forsetinn hefði krafið hann um hollustu við sig. Svo virðist sem að Trump hafi leikið svipaða leik við Andrew McCabe sem tók við sem starfandi forstjóri FBI tímabundið eftir að Comey var rekinn. Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði spurt McCabe að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum á fundi þeirra á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í maí. McCabe er sagður hafa fundist samtalið óþægilegt. Hann svaraði að hann hefði ekki kosið. Ronna Romney McDaniel, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, varði Trump í dag og sagði hann aðeins hafa verið að reyna að kynnast McCabe með spurningu sinni um hverjum hann hefði greitt atkvæði sitt í forsetakosningunum. Þá er forsetinn sagður hafa hellt úr skálum reiði sinnar yfir McCabe, sem þá var aðstoðarforstjóri FBI, vegna pólitískra tengsla eiginkonu hans við bandamenn Hillary Clinton. Eiginkona McCabe bauð sig fram til öldungadeildar ríkisþings Virginíu árið 2015 og hlaut fjárstyrki frá pólitískri aðgerðanefnd sem Terry McAuiliffe, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, og náinn vinur Clinton-hjónanna stýrði. Trump hefur ítrekað gagnrýnt McCabe, sem enn er aðstoðarforstjóri FBI, opinberlega undanfarna mánuði, ekki síst vegna meintra tengsla hans við Hillary Clinton. Forsetinn er sannfærður um að Rússarannsóknin sé runnin undan rifjum demókrata sem séu tapsárir vegna sigurs Trump í forsetakosningunum. Engu að síður gerði hann McCabe að starfandi forstjóra FBI þar til Christopher Wray var skipaður varanlega í embætti forstjóra. Wray er sagður hafa hótað því að segja af sér nýlega vegna þrýstings frá Hvíta húsinu um að reka McCabe og aðra yfirmenn hjá FBI sem voru bandamenn Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent