Reiknivél sem sýnir hvernig breyttur kaupmáttur skilar sér með ólíkum hætti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2018 11:44 Ný reiknivél VR sýnir fólki hvernig kaupmáttur heimilisins hefur breyst í samanburði við breytingar á kaupmætti að meðaltali á Íslandi. vísir/anton brink VR kynnti í dag nýja sérsniðna kaupmáttarreiknivél. Með henni er hægt að sjá þróun kaupmáttar heimila yfir ákveðið tímabil og bera saman við breytingar á kaupmætti að meðaltali á Íslandi. Er þetta í fyrsta skipti sem einstaklingar hér á landi geta skoðað eigin kaupmáttarþróun og borið saman við vísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt kynningu VR í dag eru þetta mun nákvæmari upplýsingar en hafa áður verið aðgengilegar. Samkvæmt kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar jókst kaupmáttur launa milli áranna 2016 og 2017 um fimm prósent. Þetta er þó aðeins meðaltal og hafa því ekki allar fjölskyldur fundið fyrir þessum aukna kaupmætti. Með reiknivélinni geta einstaklingar skoðað kaupmáttinn fyrir sitt heimili yfir valið tímabil í samanburði við tölur Hagstofunnar og einnig séð nákvæma útreikninga. Neyslumynstur fjölskyldna byggir á reiknivél velferðarráðuneytisins fyrir neysluviðmið fjölskyldna. Reiknivél VR sýnir róun kaupmáttar miðað við þær forsendur sem gefnar eru upp eins og húsnæðiskostnaði, launum fyrir skatt, hjúskaparstöðu, barnafjölda og aldri barna. Reiknað er svo út frá launum eftir skatt. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eign húsnæði getur falið í sér, auk húsnæðisláns og að frádregnum vaxtabótum, fasteignagjöld, vatns- og fráveitugjöld, hússjóð, hita og rafmagn. Húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja getur falið í sér, auk leigu, hita, rafmagn og hússjóð. Kaupmáttarreiknivélin tekur tillit til húsnæðisbóta. Reiknivélin tekur einnig mið af barnabótum. Eftir að notandi fyllir út alla þætti í reiknivélinni sækir hún viðeigandi neyslumynstur. Útgjaldaliðir eru skalaðir ef að launin eru lág, að frátöldum kostnaði fyrir mat, drykkjarvörur og aðrar dagvörur til heimilishalds. Einnig lyf, lækningarvörur, heilsugæsluþjónustu, menntun og dagvistun. Aðrir útgjaldaflokkar eins og raftæki, föt, tómstundir, ferðalög og annað er ekki skalað. Kaupmátturinn er því reiknaður út frá fjölskyldumynstrinu.Hér má sjá hvernig reiknivélin lítur út.SKjáskot/VRVR setti upp dæmi um útreikning kaupmáttar hjá einstæðri móður með tvö börn á aldrinum sjö til átján ára. Skoðað var tímabilið 2016 til 2017 og hækkuðu laun einstaklingsins úr 550 þúsund að meðaltali í 567 þúsund að meðaltali. Fjölskyldan býr í leiguhúsnæði og hækkaði leigan á milli ára um tuttugu prósent, frá 200.000 krónur árið 2016 í 240.000 krónur árið 2017. Hækkun húsnæðisbóta á tímabilinu var tæplega 19.000. Hækkun tekna fór öll í að greiða hækkun á húsaleigu. Kaupmáttur þessa heimilis rýrnaði því frá 2016 til 2017 um 833 krónur, eða 0,4 prósent samkvæmt kaupmáttarreiknivél VR. Samkvæmt kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar jókst kaupmáttur launa að meðaltali um fimm prósent. Þessi fjölskylda fann því ekki fyrir auknum kaupmætti. VR sýndi einnig dæmi um fjölskyldu þar sem kaupmátturinn hafi aukist jafnt við kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar og þriðja dæmið þeirra sýndi heimili þar sem kaupmátturinn hafði aukist meira en kaupmáttarvísitalan fyrir það tímabil.Hér er hægt að skoða reiknivélina nánar en ekki er hægt að bera saman lengra aftur í tíman en til ársins 2014. Tölur fyrir janúar 2018 eru ekki komnar inn svo ekki er hægt að bera saman við þennan mánuð. Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Hafna ásökunum um smánarlaun Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Linkedin sektað um tugi milljarða Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
VR kynnti í dag nýja sérsniðna kaupmáttarreiknivél. Með henni er hægt að sjá þróun kaupmáttar heimila yfir ákveðið tímabil og bera saman við breytingar á kaupmætti að meðaltali á Íslandi. Er þetta í fyrsta skipti sem einstaklingar hér á landi geta skoðað eigin kaupmáttarþróun og borið saman við vísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt kynningu VR í dag eru þetta mun nákvæmari upplýsingar en hafa áður verið aðgengilegar. Samkvæmt kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar jókst kaupmáttur launa milli áranna 2016 og 2017 um fimm prósent. Þetta er þó aðeins meðaltal og hafa því ekki allar fjölskyldur fundið fyrir þessum aukna kaupmætti. Með reiknivélinni geta einstaklingar skoðað kaupmáttinn fyrir sitt heimili yfir valið tímabil í samanburði við tölur Hagstofunnar og einnig séð nákvæma útreikninga. Neyslumynstur fjölskyldna byggir á reiknivél velferðarráðuneytisins fyrir neysluviðmið fjölskyldna. Reiknivél VR sýnir róun kaupmáttar miðað við þær forsendur sem gefnar eru upp eins og húsnæðiskostnaði, launum fyrir skatt, hjúskaparstöðu, barnafjölda og aldri barna. Reiknað er svo út frá launum eftir skatt. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eign húsnæði getur falið í sér, auk húsnæðisláns og að frádregnum vaxtabótum, fasteignagjöld, vatns- og fráveitugjöld, hússjóð, hita og rafmagn. Húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja getur falið í sér, auk leigu, hita, rafmagn og hússjóð. Kaupmáttarreiknivélin tekur tillit til húsnæðisbóta. Reiknivélin tekur einnig mið af barnabótum. Eftir að notandi fyllir út alla þætti í reiknivélinni sækir hún viðeigandi neyslumynstur. Útgjaldaliðir eru skalaðir ef að launin eru lág, að frátöldum kostnaði fyrir mat, drykkjarvörur og aðrar dagvörur til heimilishalds. Einnig lyf, lækningarvörur, heilsugæsluþjónustu, menntun og dagvistun. Aðrir útgjaldaflokkar eins og raftæki, föt, tómstundir, ferðalög og annað er ekki skalað. Kaupmátturinn er því reiknaður út frá fjölskyldumynstrinu.Hér má sjá hvernig reiknivélin lítur út.SKjáskot/VRVR setti upp dæmi um útreikning kaupmáttar hjá einstæðri móður með tvö börn á aldrinum sjö til átján ára. Skoðað var tímabilið 2016 til 2017 og hækkuðu laun einstaklingsins úr 550 þúsund að meðaltali í 567 þúsund að meðaltali. Fjölskyldan býr í leiguhúsnæði og hækkaði leigan á milli ára um tuttugu prósent, frá 200.000 krónur árið 2016 í 240.000 krónur árið 2017. Hækkun húsnæðisbóta á tímabilinu var tæplega 19.000. Hækkun tekna fór öll í að greiða hækkun á húsaleigu. Kaupmáttur þessa heimilis rýrnaði því frá 2016 til 2017 um 833 krónur, eða 0,4 prósent samkvæmt kaupmáttarreiknivél VR. Samkvæmt kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar jókst kaupmáttur launa að meðaltali um fimm prósent. Þessi fjölskylda fann því ekki fyrir auknum kaupmætti. VR sýndi einnig dæmi um fjölskyldu þar sem kaupmátturinn hafi aukist jafnt við kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar og þriðja dæmið þeirra sýndi heimili þar sem kaupmátturinn hafði aukist meira en kaupmáttarvísitalan fyrir það tímabil.Hér er hægt að skoða reiknivélina nánar en ekki er hægt að bera saman lengra aftur í tíman en til ársins 2014. Tölur fyrir janúar 2018 eru ekki komnar inn svo ekki er hægt að bera saman við þennan mánuð.
Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Hafna ásökunum um smánarlaun Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Linkedin sektað um tugi milljarða Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira