Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 12:50 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19