„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. janúar 2018 12:55 Meðal þeirra sem lögðu orð í belg um fjölmiðla á þinginu voru Lilja Dögg ráðherra, Óli Björn og Þorsteinn Víglundsson en nokkur samhljómur var í tali þeirra. Í morgun var lögð fram skýrsla nefndar um stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nefndin gerir meðal annars þá tillögu að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar.Þessi skýrsla var til umræðu á Alþingi nú áðan en málshefjandi var Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og reifuðu efni skýrslunnar. Sitt sýndist hverjum en almennt voru stjórnarliðar, sem og þingmenn Viðreisnar og Flokks fólksins, þeirrar skoðunar að algert lykilatriði væri að jafnræði væri með fjölmiðlum á markaði. Og þar skiptir staða RÚV ofh. öllu máli. „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið,“ sagði Óli Björn. Hann sagðist hafa á því skoðun hvort ríkið ætti yfirleitt að vera að standa í fjölmiðlarekstri. En, það væri ekki til umræðu nú. Samkeppnissjóðir hugnast Óla Birni ágætlega og hann þakkaði Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra fyrir þátttöku í umræðunni. „Við eigum að efna til ítarlegrar umræðu í þessum sal um hlutverk ríkisútvarpsins, hvernig við getum bætt stöðu einkarekinna fjölmiðla og styrkt lýðræðið og frjálsa umræðu í þessu landi.“Ráðherra vill þegar grípa til aðgerða Lilja Dögg var ánægð með umræðurnar og taldi þær til marks um að á þinginu ríkti skilningur á mikilvægi frjálsra og öflugra fjölmiðla. Hún vill þegar hefjast handa við að móta fjölmiðlastefnu og fara í aðgerðir sem hægt er að fara í, sem eru að setja virðisaukaskatt á fjölmiðla í neðra þrep. „Að sjálfsögðu verður gætt jafnræðis. Allt annað er útilokað. Ég kalla eftir samstöðu þingmanna og að umræðan verði ekki til að skapa tortryggni. Það er alveg ljóst að til að ná sátt um þetta verða leikreglur að vera skýrar og almennar,“ sagði Lilja Dögg. Hún benti á að staða hins íslenska ríkisútvarp væri einstök þá varðandi sterka stöðu á auglýsingamarkaði. „En, við viljum halda í öflugt ríkisútvarp,“ sagði ráðherra og hvatti til aukinnar umræðu.Sérstakur sjóður fyrir rannsóknarblaðamenn Margir þingmenn stigu í pontu. Til að mynda Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, sem lagði til að komið yrði á fót sjóð fyrir rannsóknarblaðamenn að sækja fjármagn í. Fyrirkomulagið yrði svipað því sem þekktist varðandi listamannalaun.Una Hildardóttir leggur til að efnt verði til sérstaks sjóðs fyrir rannsóknarblaðamenn.Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði að mjög vel yrði fylgst með því í hvaða farveg málið færi með almannahagsmuni í húfi. Beindi hún orðum sínum til menntamálaráðherra.RÚV á auglýsingamarkaði brýtur í bága við samkeppnissjónarmið Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði að vera RÚV á auglýsingamarkaði bryti í bága við öll samkeppnissjónarmið. Hann sagði skýrsluna mikilvæga og vænti þess að hún yrði grundvöllur að ítarlegri stefnumörkun fyrir fjölmiðla á Íslandi. Þá steig Þorsteinn Víglundsson Viðreisn í pontu og flutti ræðu sem hugnaðist málshefjanda, Óla Birni, afar vel. Þorsteinn sagði að frjáls og óháð öflug fjölmiðlun væri undirstaða lýðræðissamfélags. Og hvatti til þess að horft yrði til meginefnis máls: „Ástæðan fyrir skakkri samkeppnisstöðu eru inngrip ríkisins á þennan markað. Mikill stuðningur við einn aðila á markaði, RÚV.“Ríkið skekkir samkeppnisstöðu Þorsteinn sagði þetta algerlega burtséð frá því hvaða skoðanir menn kunni að hafa á mikilvægi RÚV. Hann veltir hins vegar fyrir sér hvort leita megi annarra leiða til að stuðla að gerð hágæða íslensks efnis fyrir sjónvarp og þar gæti stofnun samkeppnissjóða verið ein leið, sem allir fjölmiðlar gætu sótt í á jafnræðisgrunni. „Allir fjölmiðlar ættu að sitja við sama borð við aðgengi að slíku fjármagni. Þetta eru áhugaverðar tillögur, að taka RÚV af auglýsingamarkaði, sem ég styð,“ sagði Þorsteinn og talaði fyrir heilbrigðu samkeppnisumhverfi: „Vandamálið er að ríkið skekkir samkeppnisstöðu á markaði og það útskýrir rekstrarvandræði frjálsra fjölmiðla.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Í morgun var lögð fram skýrsla nefndar um stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nefndin gerir meðal annars þá tillögu að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar.Þessi skýrsla var til umræðu á Alþingi nú áðan en málshefjandi var Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og reifuðu efni skýrslunnar. Sitt sýndist hverjum en almennt voru stjórnarliðar, sem og þingmenn Viðreisnar og Flokks fólksins, þeirrar skoðunar að algert lykilatriði væri að jafnræði væri með fjölmiðlum á markaði. Og þar skiptir staða RÚV ofh. öllu máli. „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið,“ sagði Óli Björn. Hann sagðist hafa á því skoðun hvort ríkið ætti yfirleitt að vera að standa í fjölmiðlarekstri. En, það væri ekki til umræðu nú. Samkeppnissjóðir hugnast Óla Birni ágætlega og hann þakkaði Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra fyrir þátttöku í umræðunni. „Við eigum að efna til ítarlegrar umræðu í þessum sal um hlutverk ríkisútvarpsins, hvernig við getum bætt stöðu einkarekinna fjölmiðla og styrkt lýðræðið og frjálsa umræðu í þessu landi.“Ráðherra vill þegar grípa til aðgerða Lilja Dögg var ánægð með umræðurnar og taldi þær til marks um að á þinginu ríkti skilningur á mikilvægi frjálsra og öflugra fjölmiðla. Hún vill þegar hefjast handa við að móta fjölmiðlastefnu og fara í aðgerðir sem hægt er að fara í, sem eru að setja virðisaukaskatt á fjölmiðla í neðra þrep. „Að sjálfsögðu verður gætt jafnræðis. Allt annað er útilokað. Ég kalla eftir samstöðu þingmanna og að umræðan verði ekki til að skapa tortryggni. Það er alveg ljóst að til að ná sátt um þetta verða leikreglur að vera skýrar og almennar,“ sagði Lilja Dögg. Hún benti á að staða hins íslenska ríkisútvarp væri einstök þá varðandi sterka stöðu á auglýsingamarkaði. „En, við viljum halda í öflugt ríkisútvarp,“ sagði ráðherra og hvatti til aukinnar umræðu.Sérstakur sjóður fyrir rannsóknarblaðamenn Margir þingmenn stigu í pontu. Til að mynda Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, sem lagði til að komið yrði á fót sjóð fyrir rannsóknarblaðamenn að sækja fjármagn í. Fyrirkomulagið yrði svipað því sem þekktist varðandi listamannalaun.Una Hildardóttir leggur til að efnt verði til sérstaks sjóðs fyrir rannsóknarblaðamenn.Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði að mjög vel yrði fylgst með því í hvaða farveg málið færi með almannahagsmuni í húfi. Beindi hún orðum sínum til menntamálaráðherra.RÚV á auglýsingamarkaði brýtur í bága við samkeppnissjónarmið Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði að vera RÚV á auglýsingamarkaði bryti í bága við öll samkeppnissjónarmið. Hann sagði skýrsluna mikilvæga og vænti þess að hún yrði grundvöllur að ítarlegri stefnumörkun fyrir fjölmiðla á Íslandi. Þá steig Þorsteinn Víglundsson Viðreisn í pontu og flutti ræðu sem hugnaðist málshefjanda, Óla Birni, afar vel. Þorsteinn sagði að frjáls og óháð öflug fjölmiðlun væri undirstaða lýðræðissamfélags. Og hvatti til þess að horft yrði til meginefnis máls: „Ástæðan fyrir skakkri samkeppnisstöðu eru inngrip ríkisins á þennan markað. Mikill stuðningur við einn aðila á markaði, RÚV.“Ríkið skekkir samkeppnisstöðu Þorsteinn sagði þetta algerlega burtséð frá því hvaða skoðanir menn kunni að hafa á mikilvægi RÚV. Hann veltir hins vegar fyrir sér hvort leita megi annarra leiða til að stuðla að gerð hágæða íslensks efnis fyrir sjónvarp og þar gæti stofnun samkeppnissjóða verið ein leið, sem allir fjölmiðlar gætu sótt í á jafnræðisgrunni. „Allir fjölmiðlar ættu að sitja við sama borð við aðgengi að slíku fjármagni. Þetta eru áhugaverðar tillögur, að taka RÚV af auglýsingamarkaði, sem ég styð,“ sagði Þorsteinn og talaði fyrir heilbrigðu samkeppnisumhverfi: „Vandamálið er að ríkið skekkir samkeppnisstöðu á markaði og það útskýrir rekstrarvandræði frjálsra fjölmiðla.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10