Bönnuðu framsögu Áslaugar á síðustu stundu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2018 15:45 Áslaug Friðriksdóttir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins fékk ekki að halda erindi á fundi félags sjálfstæðiskvenna í dag vegna kvörtunar frá mótframbjóðanda. Í samtali við Vísi segir Áslaug að hún sé mjög ósátt með að kosningabaráttan sé komin niður á þetta plan. „Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík heldur fundinn og auglýsir hann. Ég var mætt og tilbúin með mitt erindi. Fundurinn er að fara að hefjast og þá fær formaður Hvatar símhringingu frá yfirkjörstjórn um það að einhver frambjóðandi hefði gert athugasemd við þennan fund, að ég megi ekki taka til máls.“Gert fyrir allar kosningar Áslaug er mjög ósátt við að hafa ekki fengið að halda erindið sem hún hafði undirbúið. „Mér finnst þetta bara fáránlegt, ég skil þetta ekki.“ Áslaug bendir á að fundurinn hafi verið auglýstur í nokkra daga og kom þar skýrt fram að Áslaug myndi þar vera frummæli og halda erindi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, rithöfundur og stofnandi og einn af eigendum Sinnum ehf fengu að halda sitt erindi en Áslaug gat ekki flutt sitt. „Hvöt hefur haldið fundi með kvenframbjóðendum þar sem þær eru kynntar, svo lengi sem ég man eftir mér. Margar kosningabaráttur aftur í tímann hefur þetta verið gert. Nú er auðvitað þannig að það er ein kona í framboði en við þetta hefur aldrei verið gerð athugasemd áður, aldrei. Í öllum kosningum í Reykjavík, hvort sem það hefur verið til þings eða borgar, hefur verið svona fundur frá því að ég man eftir mér.“Einhver frambjóðandi að fara á taugum Áslaug er eina konan í framboði í leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins en fjórir karlmenn eru í framboði, þeir Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen. Kosningin fer fram um helgina, nánar tiltekið laugardaginn 27. Janúar. „Það er stórundarlegt að einhver mótframbjóðenda minna núna geri athugasemdir við þennan fund og að yfirkjörstjórn taki það í mál að banna mér að vera með mitt erindi.“ Hádegisfundurinn í dag var haldinn í Valhöll en yfirskrift fundarins var Nýsköpun í opinberri þjónustu. Áslaug segir að uppákoman í dag hafi verið virkilega hallærisleg. Fram að þessu fannst henni kosningabaráttan fara vel fram og er ánægð með þann mikla meðbyr sem framboðið hefur fengið. „Kannski er það þess vegna sem þeir eru orðnir svona stressaðir.“ Hún sagðist ekki vita hvaða frambjóðandi hafi lagt fram kvörtunina. „Mér finnst bara ótrúlega leiðinlegt að kosningabaráttan sé komin niður á þetta stig.“ Áslaug segir að það sé erfitt að átta sig á þessu öllu saman, þetta hafi aldrei gerst áður. Hún segir að það sé eitthvað mjög skrítið í gangi. „Það er einn af körlunum sem er greinilega að fara á taugum held ég.“Fimm berjast um leiðtogasæti Sjálfstæðismanna í borginni.„Sérstakt“ að halda fundinn á kjörstað „Hvöt getur gert það sem það vill en þetta er náttúrulega kjörstaður þannig að mönnum fannst þetta sérstakt,“ segir Eyþór Arnalds frambjóðandi í samtali við Vísi. Hann sagðist þó ekki hafa lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Hann hafði ekki frétt af því að Áslaugu hafi verið bannað að halda sitt erindi þegar blaðamaður hafði samband við hann. „Það vakti athygli af því að þetta er kjörstaður, að fundurinn væri þarna í húsinu.“ Eyþór segir að það hafi verið rætt á göngum Valhallar að þetta væri sérstakt að það hafi bara verið einn frambjóðandi sem ætti að tala á fundinum, á öðrum fundum hefðu allir frambjóðendur verið. „Menn voru bara að ræða það sín á milli.“Skiptir sér ekki af öðrum frambjóðendum Vilhjálmur Bjarnason frambjóðandi segir að hann hafi ekki komið með ábendingu vegna erindis Áslaugar. „Ég skipti mér ekki af því hvað aðrir frambjóðendur eru að gera.“ Kjartan Magnússon frambjóðandi segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki gagnrýnt að Áslaug ætti að halda erindi í dag og vissi ekki að hún hefði ekki fengið að halda það, þegar blaðamaður ræddi við hann. Ekki náðist í Viðar Gudjohnsen við vinnslu þessar fréttar. Einkennileg vinnubrögðArndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, segir vinnubrögð yfirkjörstjórnar mjög einkennileg. Yfirkjörstjórn hafi borist kvörtun og brugðist svona við. Hún þekki ekki nánar til þess hvaðan kvörtunin barst.„Okkur var tilkynnt það fimm mínútum fyrir fundinn að þetta þætti vera áróður á kjörstað, að hún fengi að hafa framsögu,“ segir Arndís í samtali við Vísi.Hún segir að fundurinn hafi verið auglýstur fyrir viku. Hann hafi snúist að nýsköpun í opinberum rekstri þar sem Ásdís Halla Bragadóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra flokksins, voru frummælendur auk Áslaugar. Á bilinu 30-50 hafi verið á fundinum.„Hvöt heldur alltaf fundi með kvenkynsframbjóðendum en Hvöt styður alltaf við framboð kvenna,“ segir Arndís. Kosið er utankjörfundar í Valhöll í vikunni en kosningu lýkur á laugardag.Vísir/PjeturHefði flokkast sem áróður á kjörstaðHalldór Frímannsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins staðfesti í samtali við Vísi að það hafi verið yfirkjörstjórnin sem hafi tekið ákvörðunina um erindi Áslaugar á fundinum. „Það var raunverulega bara komið í veg fyrir að það væri áróður á kjörstað af því að það er opinn kjörstaður í Valhöll á meðan utankjörfundaratkvæðagreiðslan stendur, hún er þarna frá níu til fimm alla daga,“ segir Halldór. „Meðan svo er viljum við ekki fundi með einstaka frambjóðendum.“ Halldór segir að einum í yfirkjörstjórn flokksins hafi borist ábending snemma í morgun um að auglýst væri að Áslaug væri að halda erindi á kjörstað í dag. „Þegar við urðum þess áskynja að þetta væri á tíma á meðan utankjörfundaratkvæðagreiðslu stóð að þá þetta féll í raun og veru undir þessar reglur að það mætti ekki vera með neitt sem gæti talist áróður á kjörstað.“ Hann segir að ástæða þess að ekki var tilkynnt um þessa ákvörðun fyrr en rétt áður en hann átti að hefjast hafi verið að „málið var í vinnslu.“ Halldór vildi ekki svara því hvort ábendingin hefði komið frá öðrum frambjóðanda í leiðtogakjörinu. „Í raun og veru breytir það ekki neinu og það eiginlega bara liggur á milli hluta, því verður ekki svarað. Það þarf ekki annað en að lesa auglýsinguna til að sjá að þar er einn frambjóðandi kynntur þar sem frambjóðandi í leiðtogaprófkjörinu til að vera á fundi þar sem er opinn kjörstaður og það má ekki.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Telur sig þurfa að losna undan eignarhaldi í Morgunblaðinu Þá bendir Eyþór þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. 21. janúar 2018 13:32 Vilji til lausna í leikskólamálum Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. 25. janúar 2018 10:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins fékk ekki að halda erindi á fundi félags sjálfstæðiskvenna í dag vegna kvörtunar frá mótframbjóðanda. Í samtali við Vísi segir Áslaug að hún sé mjög ósátt með að kosningabaráttan sé komin niður á þetta plan. „Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík heldur fundinn og auglýsir hann. Ég var mætt og tilbúin með mitt erindi. Fundurinn er að fara að hefjast og þá fær formaður Hvatar símhringingu frá yfirkjörstjórn um það að einhver frambjóðandi hefði gert athugasemd við þennan fund, að ég megi ekki taka til máls.“Gert fyrir allar kosningar Áslaug er mjög ósátt við að hafa ekki fengið að halda erindið sem hún hafði undirbúið. „Mér finnst þetta bara fáránlegt, ég skil þetta ekki.“ Áslaug bendir á að fundurinn hafi verið auglýstur í nokkra daga og kom þar skýrt fram að Áslaug myndi þar vera frummæli og halda erindi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, rithöfundur og stofnandi og einn af eigendum Sinnum ehf fengu að halda sitt erindi en Áslaug gat ekki flutt sitt. „Hvöt hefur haldið fundi með kvenframbjóðendum þar sem þær eru kynntar, svo lengi sem ég man eftir mér. Margar kosningabaráttur aftur í tímann hefur þetta verið gert. Nú er auðvitað þannig að það er ein kona í framboði en við þetta hefur aldrei verið gerð athugasemd áður, aldrei. Í öllum kosningum í Reykjavík, hvort sem það hefur verið til þings eða borgar, hefur verið svona fundur frá því að ég man eftir mér.“Einhver frambjóðandi að fara á taugum Áslaug er eina konan í framboði í leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins en fjórir karlmenn eru í framboði, þeir Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen. Kosningin fer fram um helgina, nánar tiltekið laugardaginn 27. Janúar. „Það er stórundarlegt að einhver mótframbjóðenda minna núna geri athugasemdir við þennan fund og að yfirkjörstjórn taki það í mál að banna mér að vera með mitt erindi.“ Hádegisfundurinn í dag var haldinn í Valhöll en yfirskrift fundarins var Nýsköpun í opinberri þjónustu. Áslaug segir að uppákoman í dag hafi verið virkilega hallærisleg. Fram að þessu fannst henni kosningabaráttan fara vel fram og er ánægð með þann mikla meðbyr sem framboðið hefur fengið. „Kannski er það þess vegna sem þeir eru orðnir svona stressaðir.“ Hún sagðist ekki vita hvaða frambjóðandi hafi lagt fram kvörtunina. „Mér finnst bara ótrúlega leiðinlegt að kosningabaráttan sé komin niður á þetta stig.“ Áslaug segir að það sé erfitt að átta sig á þessu öllu saman, þetta hafi aldrei gerst áður. Hún segir að það sé eitthvað mjög skrítið í gangi. „Það er einn af körlunum sem er greinilega að fara á taugum held ég.“Fimm berjast um leiðtogasæti Sjálfstæðismanna í borginni.„Sérstakt“ að halda fundinn á kjörstað „Hvöt getur gert það sem það vill en þetta er náttúrulega kjörstaður þannig að mönnum fannst þetta sérstakt,“ segir Eyþór Arnalds frambjóðandi í samtali við Vísi. Hann sagðist þó ekki hafa lagt fram formlega kvörtun vegna málsins. Hann hafði ekki frétt af því að Áslaugu hafi verið bannað að halda sitt erindi þegar blaðamaður hafði samband við hann. „Það vakti athygli af því að þetta er kjörstaður, að fundurinn væri þarna í húsinu.“ Eyþór segir að það hafi verið rætt á göngum Valhallar að þetta væri sérstakt að það hafi bara verið einn frambjóðandi sem ætti að tala á fundinum, á öðrum fundum hefðu allir frambjóðendur verið. „Menn voru bara að ræða það sín á milli.“Skiptir sér ekki af öðrum frambjóðendum Vilhjálmur Bjarnason frambjóðandi segir að hann hafi ekki komið með ábendingu vegna erindis Áslaugar. „Ég skipti mér ekki af því hvað aðrir frambjóðendur eru að gera.“ Kjartan Magnússon frambjóðandi segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki gagnrýnt að Áslaug ætti að halda erindi í dag og vissi ekki að hún hefði ekki fengið að halda það, þegar blaðamaður ræddi við hann. Ekki náðist í Viðar Gudjohnsen við vinnslu þessar fréttar. Einkennileg vinnubrögðArndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, segir vinnubrögð yfirkjörstjórnar mjög einkennileg. Yfirkjörstjórn hafi borist kvörtun og brugðist svona við. Hún þekki ekki nánar til þess hvaðan kvörtunin barst.„Okkur var tilkynnt það fimm mínútum fyrir fundinn að þetta þætti vera áróður á kjörstað, að hún fengi að hafa framsögu,“ segir Arndís í samtali við Vísi.Hún segir að fundurinn hafi verið auglýstur fyrir viku. Hann hafi snúist að nýsköpun í opinberum rekstri þar sem Ásdís Halla Bragadóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra flokksins, voru frummælendur auk Áslaugar. Á bilinu 30-50 hafi verið á fundinum.„Hvöt heldur alltaf fundi með kvenkynsframbjóðendum en Hvöt styður alltaf við framboð kvenna,“ segir Arndís. Kosið er utankjörfundar í Valhöll í vikunni en kosningu lýkur á laugardag.Vísir/PjeturHefði flokkast sem áróður á kjörstaðHalldór Frímannsson formaður yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins staðfesti í samtali við Vísi að það hafi verið yfirkjörstjórnin sem hafi tekið ákvörðunina um erindi Áslaugar á fundinum. „Það var raunverulega bara komið í veg fyrir að það væri áróður á kjörstað af því að það er opinn kjörstaður í Valhöll á meðan utankjörfundaratkvæðagreiðslan stendur, hún er þarna frá níu til fimm alla daga,“ segir Halldór. „Meðan svo er viljum við ekki fundi með einstaka frambjóðendum.“ Halldór segir að einum í yfirkjörstjórn flokksins hafi borist ábending snemma í morgun um að auglýst væri að Áslaug væri að halda erindi á kjörstað í dag. „Þegar við urðum þess áskynja að þetta væri á tíma á meðan utankjörfundaratkvæðagreiðslu stóð að þá þetta féll í raun og veru undir þessar reglur að það mætti ekki vera með neitt sem gæti talist áróður á kjörstað.“ Hann segir að ástæða þess að ekki var tilkynnt um þessa ákvörðun fyrr en rétt áður en hann átti að hefjast hafi verið að „málið var í vinnslu.“ Halldór vildi ekki svara því hvort ábendingin hefði komið frá öðrum frambjóðanda í leiðtogakjörinu. „Í raun og veru breytir það ekki neinu og það eiginlega bara liggur á milli hluta, því verður ekki svarað. Það þarf ekki annað en að lesa auglýsinguna til að sjá að þar er einn frambjóðandi kynntur þar sem frambjóðandi í leiðtogaprófkjörinu til að vera á fundi þar sem er opinn kjörstaður og það má ekki.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Telur sig þurfa að losna undan eignarhaldi í Morgunblaðinu Þá bendir Eyþór þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. 21. janúar 2018 13:32 Vilji til lausna í leikskólamálum Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. 25. janúar 2018 10:12 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Telur sig þurfa að losna undan eignarhaldi í Morgunblaðinu Þá bendir Eyþór þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. 21. janúar 2018 13:32
Vilji til lausna í leikskólamálum Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. 25. janúar 2018 10:12