Ráðist verði í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, afhenti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, skýrsluna í morgun. Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.” Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Yfirvöld ætla að ráðast í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi enda staða einkarekinna fjölmiðla mjög erfið að sögn menntamálaráðherra. Kynntar voru tillögur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla í dag en þar er meðal annars lagt til að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar segir enga töfralausn á rekstrarvandanum vera í sjónmáli en margt sé hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið. Tillögurnar eru í sjö liðum og snúa meðal annars að stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, skattaumhverfi, regluverki um textun og talsetningu og lagt er til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar svo fátt eitt sé nefnt. „Helsta tillagan þarna sem nefnd er fyrst er að hluti af kostnaði við gerð frétta og fréttatengds efnis verði endurgreiddur,” segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar sem falið var það verkefni að kanna hvernig bæta mætti rekstrarumhverfi fjölmiðla. Líkt og fjallað hefur verið um í dag er meðal annars lagt til að Rúv verði tekið af auglýsingamarkaði en hlutdeild ríkisútvarps á auglýsingamarkaði hvergi jafn mikil og hér á landi. „Þá myndi hluti af þeim tekjum sem Rúv hefur núna af auglýsingum renna til einkarekinna fjölmiðla og síðan er það pólitísk spurning hvort að Rúv og með hvaða hætti, þeim verði bætt það tekjutap,” segir Björgvin. Engin töfralausn á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er þó boðuð með tillögunum enda er erfið staða fjölmiðla ekkert einsdæmi hér á landi. „Það er erfitt að fá fólk til að greiða fyrir fréttir og eins eru stórfyrirtæki á borð við Google og Facebook að taka til sín stærri hluta af auglýsingamarkaði, þannig að tekjumódelin eru úreld af einhverju leiti og það þarf að finna hvaða leiðir fjölmiðlar geta farið til þess að styrkja tekjugrundvöllinn í rekstrinum,” segir Björgvin.Stefnumótun næsta skref Skýrsla nefndarinnar var til umræðu á Alþingi í dag en Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur þegar boðað að virðisaukaskattur áskrifta verði lækkaður í 11%. „Það er alveg ljóst að það verður hægt að fara í þetta varðandi virðisaukaskattinn, annað þurfum við að meta betur og kostnaðarmeta, vegna þess að það sem nefndin gerði ekki og hún þarf aukna aðstoð við, það er að kostnaðarmeta tillögurnar þannig að ég tel að það sé ekki skynsamlegt að taka ákvörðun um tillögur fyrr en við vitum umfang kostnaðar þess fyrir ríkissjóð Íslands,“ segir Lilja. Næst á dagskrá sé að hefja stefnumótun og vinna áfram úr niðurstöðum skýrslunnar. „Nú munum við fara í stefnumótun um fjölmiðlun á Íslandi vegna þess að það sem hefur verið að gerast á síðustu misserum er að samkeppni hefur verið að aukast alveg gríðarlega, sérstaklega erlendisfrá og staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, hún er mjög erfið,” bætir Lilja við. „Við munum skoða hvaða áhrif það mun hafa á markaðinn ef Ríkisútvarpið verður tekið út en ef við förum í slíkar aðgerðir þá mun það líka þýða að við þurfum að fara í mótvægisaðgerðir vegna þess að við viljum líka hafa útvarp í almenningseigu sem er öflugur miðill.”
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent