Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður. MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og að allir þurfi að taka sig taki í þeim efnum. 97 konur af erlendum uppruna undirrituðu yfirlýsingu sem birtist í Kjarnanum í morgun ásamt 34 nafnlausum reynslusögum. Konurnar sem að yfirlýsingunni standa segja að íslensk stjórnvöld þurfi að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína og skora á landsmenn að kynna sér sögur þeirra. Þær skora á samfélagið að sameinast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi og stuðlað verði að valdeflingu kvenna af erlendum uppruna. Undir þetta tekur framkvæmdastjóri kvennaathvarfsins en stór hluti kvenna sem þangað sækja eru af erlendum uppruna. „Rúmlega helmingur kvennanna sem dvelja í atkvarfinu eru konur af erlendum uppruna, þær eru svona um þriðjungur allra kvenna sem sækja einhverja þjónustu þar en dvalarkonurnar sem eru oft þær sem einmitt koma úr erfiðustu aðstæðunum og eru að flýja kannski hættulegra ofbeldi, þær eru einmitt í fyrra 54% dvalarkvenna,” segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sögurnar eru átakanlegar en þar segir meðal annars frá áreitni og mismunun, grófu kynferðis-, og heimilisofbeldi og jafnvel mansali. Sögurnar eru eins misjafnar og þær eru margar og segja frá reynslu kvenna af erlendum uppruna í ýmsum kimum íslensks samfélags. „Ég held að þessar sögur sem hafa verið að birtast núna og ég held að verðum öll að lesa þó að það verði okkur mjög sársaukafullt, segi okkur svolítið mikið um skeitingarleysi samfélagsins þegar það kemur að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna og þar getum við öll tekið okkur á,” segir Sigþrúður.
MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08