Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 23:29 Mótmælandi heldur á mynd sem sýnir Frelsisstyttuna faðma að sér innflytjanda fyrir utan þinghús Bandaríkjanna. Almennur stuðningur er fyrir því að fólk sem var flutt til landsins ólöglega sem börn fái að búa þar áfram. Vísir/AFP Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don]. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don].
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent