Trump mærir efnahagsástand Bandaríkjanna og lýsir frati á fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2018 19:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53