Fleiri leita til Stígamóta eftir gróft kynferðisofbeldi í samböndum á unglingsárum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:15 Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Starfsmenn Stígamóta hafa tekið eftir því að undanförnu að fleiri ungar konur leiti til þeirra vegna kynferðisofbeldis sem þær hafa orðið fyrir í nánum samböndum á unglingsárum. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, hefur ofbeldi í samböndum alltaf verið til. Þróunin er hins vegar ekki góð. „Það sem að við sjáum er mikið andlegt ofbeldi. Mikil stjórnun, sjúkleg afbrýðisemi og yfirleitt fylgir þessu kynferðisofbeldi. Það sem við erum að sjá núna eru áhrifin frá kláminu og það eru allar þessar kröfur um kynlífsathafnir sem margar eru ekki tilbúnar að taka þátt í og meðal annars það sem við sjáum er fjölgun í endaþarmsnauðgunum,“ segir Steinunn. Hún segir að þannig fari áhrif klámvæðingarinnar beint inn í ástarsambönd unglinga. Þetta rímar við helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu sem kynntar voru á dögunum en þar kom fram að ungt folk horfir mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur og að kynfræðslan snúist fyrst og framst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla unglinga. „Þannig við erum að sjá miklar pressu á ungar stúlkur að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær kæra sig ekki um,“ segir Steinunn. Til Stígamóta geta einstaklingar 18 ára og eldri leitað en Stígamót taka ekki á móti unglinglingum undir átján. Barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þann hóp. Steinunn segir að unglingsstúlkur, sem eru yngri en 18 ára, og eru beittar ofbeldi í samböndum veigri sér við að leita sér hjálpar þar sem þær vilji til að mynda ekki að málið sé tilkynnt til lögreglu. Stígamót reyna nú að vekja athygli yfirvalda á þessum vanda. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ungar konur leita til Stígamóta í meira mæli nú en áður vegna kynferðisofbeldis í samböndum á unglingsárum. Verkefnastýra hjá Stígamótum segir áhrif klámvæðingarinnar gera það að verkum að ofbeldið er að verða grófara. Starfsmenn Stígamóta hafa tekið eftir því að undanförnu að fleiri ungar konur leiti til þeirra vegna kynferðisofbeldis sem þær hafa orðið fyrir í nánum samböndum á unglingsárum. Að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum, hefur ofbeldi í samböndum alltaf verið til. Þróunin er hins vegar ekki góð. „Það sem að við sjáum er mikið andlegt ofbeldi. Mikil stjórnun, sjúkleg afbrýðisemi og yfirleitt fylgir þessu kynferðisofbeldi. Það sem við erum að sjá núna eru áhrifin frá kláminu og það eru allar þessar kröfur um kynlífsathafnir sem margar eru ekki tilbúnar að taka þátt í og meðal annars það sem við sjáum er fjölgun í endaþarmsnauðgunum,“ segir Steinunn. Hún segir að þannig fari áhrif klámvæðingarinnar beint inn í ástarsambönd unglinga. Þetta rímar við helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á upplifun framhaldsskólanemenda á kynlífsmenningu sem kynntar voru á dögunum en þar kom fram að ungt folk horfir mikið á klám, allt niður í ellefu ára aldur og að kynfræðslan snúist fyrst og framst um kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þannig verði klám helsta kynlífsfræðsla unglinga. „Þannig við erum að sjá miklar pressu á ungar stúlkur að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær kæra sig ekki um,“ segir Steinunn. Til Stígamóta geta einstaklingar 18 ára og eldri leitað en Stígamót taka ekki á móti unglinglingum undir átján. Barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þann hóp. Steinunn segir að unglingsstúlkur, sem eru yngri en 18 ára, og eru beittar ofbeldi í samböndum veigri sér við að leita sér hjálpar þar sem þær vilji til að mynda ekki að málið sé tilkynnt til lögreglu. Stígamót reyna nú að vekja athygli yfirvalda á þessum vanda.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira