Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Baldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það forgangsmál að endurskoða skattaumhverfi fjölmiðla í landinu. vísir/Ernir Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira