Björn Teitsson vill 3. sæti á lista VG í borginni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 09:09 Björn hefur verið formaður Félags um bíllausan lífsstíl. Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira