Svíar fengu silfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Spánverjar fagna fyrsta Evrópumeistaratitlinum. vísir/getty Strákarnir hans Kristjáns Andréssonar í sænska handboltalandsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir tap fyrir Spáni, 29-23, í úrslitaleik EM í Króatíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja sem unnu seinni hálfleikinn 17-9. Svíar voru yfir í hálfleik en leikur þeirra hrundi algjörlega í seinni hálfleik. Kristján hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við þjálfun sænska liðsins haustið 2016. Svíar enduðu í 6. sæti á HM í Frakklandi í fyrra og í ár komust þeir alla leið í úrslitaleik EM þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum á leiðinni þangað. Þetta er besti árangur Svía á EM síðan þeir urðu Evrópumeistarar á heimavelli árið 2002. Svíar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti. Mikael Appelgren var frábær í markinu og Svíþjóð fékk mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Spánverjar tóku völdin í upphafi seinni hálfleiks en 5-1 vörn þeirra sló vopnin úr höndum Svía. Töpuðu boltarnir hrönnuðust upp hjá sænska liðinu og þá gerði markvörðurinn reyndi, Arpad Sterbik, sænsku leikmönnunum lífið leitt. Hann var kallaður inn í spænska hópinn fyrir úrslitahelgina vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas. Sterbik varði þrjú víti í sigrinum á Frökkum í undanúrslitunum og svo átta skot (38%) í úrslitaleiknum. Einstakur markvörður þar á ferð. Svíar fundu engar leiðir í gegnum spænska varnarmúrinn en til marks um það skoruðu þeir bara tvö mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks. Á meðan röðuðu Spánverjar inn mörkum. Úrslitin voru nánast ráðin um miðjan seinni hálfleikinn og á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23. Svekkjandi niðurstaða fyrir Svía en árangurinn á EM verður samt að teljast stórgóður. EM 2018 í handbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Strákarnir hans Kristjáns Andréssonar í sænska handboltalandsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir tap fyrir Spáni, 29-23, í úrslitaleik EM í Króatíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja sem unnu seinni hálfleikinn 17-9. Svíar voru yfir í hálfleik en leikur þeirra hrundi algjörlega í seinni hálfleik. Kristján hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við þjálfun sænska liðsins haustið 2016. Svíar enduðu í 6. sæti á HM í Frakklandi í fyrra og í ár komust þeir alla leið í úrslitaleik EM þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum á leiðinni þangað. Þetta er besti árangur Svía á EM síðan þeir urðu Evrópumeistarar á heimavelli árið 2002. Svíar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti. Mikael Appelgren var frábær í markinu og Svíþjóð fékk mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Spánverjar tóku völdin í upphafi seinni hálfleiks en 5-1 vörn þeirra sló vopnin úr höndum Svía. Töpuðu boltarnir hrönnuðust upp hjá sænska liðinu og þá gerði markvörðurinn reyndi, Arpad Sterbik, sænsku leikmönnunum lífið leitt. Hann var kallaður inn í spænska hópinn fyrir úrslitahelgina vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas. Sterbik varði þrjú víti í sigrinum á Frökkum í undanúrslitunum og svo átta skot (38%) í úrslitaleiknum. Einstakur markvörður þar á ferð. Svíar fundu engar leiðir í gegnum spænska varnarmúrinn en til marks um það skoruðu þeir bara tvö mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks. Á meðan röðuðu Spánverjar inn mörkum. Úrslitin voru nánast ráðin um miðjan seinni hálfleikinn og á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23. Svekkjandi niðurstaða fyrir Svía en árangurinn á EM verður samt að teljast stórgóður.
EM 2018 í handbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira