Árangur af heilbrigðiskerfi Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvernig á að meta árangur af heilbrigðiskerfi? Mér hefur orðið það ljóst á mínum fyrstu dögum í embætti að hugsanlegir mælikvarðar eru fjölmargir og enginn hafinn yfir vafa. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að við séum sem mest sammála um það hvaða mælikvarða skuli leggja til grundvallar í því mati. Aukin útgjöld úr ríkissjóði til kerfisins duga ekki ein og sér sem mælikvarði heldur eru þeir miklu fleiri og margþættari. Í samanburði OECD-ríkja kemur fram að langmest fjármagn rennur til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum en þar ríkir jafnframt mikill ójöfnuður og stór hluti þjóðarinnar hefur tæpast aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mælikvarðar sem má líta til eru til að mynda mælikvarðar sem taka á gæðum þjónustunnar, árangri hennar, samsetningu starfsfólksins, aðstæðum þess, kjörum og möguleikum til starfsþróunar. Málefni sem lúta að mönnun heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru kannski þau sem oftast eru nefnd þegar áskoranir eru ræddar til framtíðar. Einnig má nefna stöðuna að því er varðar aðgengi að þjónustu, þ.e. jafnræði að því er varðar búsetu. Mér er þó efst í huga einmitt núna sú þróun í íslenska heilbrigðiskerfinu sem hefur aldrei verið tekin ein stór ákvörðun um. Það er sú staðreynd að það hefur orðið ákveðin gliðnun á milli opinbera kerfisins annars vegar og hins vegar eins og sjálfkrafa flæðis út úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins án þess að um það hafi beinlínis verið tekin ákvörðun. Það eru tilteknar minni ákvarðanir á undanförnum árum og áratugum sem hafa leitt okkur í þær áttir. Kjarni málsins er sá að nú stendur vilji stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn í þágu opinbera kerfisins. Við viljum styrkja innviði þess með jöfnuð að leiðarljósi. Það er mín von að við getum, í nýrri heilbrigðisstefnu, sett saman skýra framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki til lengri framtíðar og fengið slíka sýn rædda og samþykkta á Alþingi áður en langt um líður. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hvernig á að meta árangur af heilbrigðiskerfi? Mér hefur orðið það ljóst á mínum fyrstu dögum í embætti að hugsanlegir mælikvarðar eru fjölmargir og enginn hafinn yfir vafa. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að við séum sem mest sammála um það hvaða mælikvarða skuli leggja til grundvallar í því mati. Aukin útgjöld úr ríkissjóði til kerfisins duga ekki ein og sér sem mælikvarði heldur eru þeir miklu fleiri og margþættari. Í samanburði OECD-ríkja kemur fram að langmest fjármagn rennur til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum en þar ríkir jafnframt mikill ójöfnuður og stór hluti þjóðarinnar hefur tæpast aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mælikvarðar sem má líta til eru til að mynda mælikvarðar sem taka á gæðum þjónustunnar, árangri hennar, samsetningu starfsfólksins, aðstæðum þess, kjörum og möguleikum til starfsþróunar. Málefni sem lúta að mönnun heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru kannski þau sem oftast eru nefnd þegar áskoranir eru ræddar til framtíðar. Einnig má nefna stöðuna að því er varðar aðgengi að þjónustu, þ.e. jafnræði að því er varðar búsetu. Mér er þó efst í huga einmitt núna sú þróun í íslenska heilbrigðiskerfinu sem hefur aldrei verið tekin ein stór ákvörðun um. Það er sú staðreynd að það hefur orðið ákveðin gliðnun á milli opinbera kerfisins annars vegar og hins vegar eins og sjálfkrafa flæðis út úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins án þess að um það hafi beinlínis verið tekin ákvörðun. Það eru tilteknar minni ákvarðanir á undanförnum árum og áratugum sem hafa leitt okkur í þær áttir. Kjarni málsins er sá að nú stendur vilji stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn í þágu opinbera kerfisins. Við viljum styrkja innviði þess með jöfnuð að leiðarljósi. Það er mín von að við getum, í nýrri heilbrigðisstefnu, sett saman skýra framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki til lengri framtíðar og fengið slíka sýn rædda og samþykkta á Alþingi áður en langt um líður. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar