Einkaframkvæmd: Við höfum göngin til góðs Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvalfjarðargöng eru mjög vel heppnuð einkaframkvæmd. Lærdómurinn er sá að það á að nýta markaðslausnir við uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Nýlegar fréttir herma að Spölur muni hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng í sumar. Um svipað leyti mun fyrirtækið afhenda ríkinu göngin til eignar. Þá verða liðin 20 ár frá opnun þeirra. Rekstur ganganna gekk vonum framar og allt stóðst sem að var stefnt. Brýn uppbygging vegakerfisins mun hins vegar ekki verða að veruleika á næstu árum nema til komi ný hugsun og nýjar fjármögnunarleiðir. Sporin heilla í þeim efnum. Því ber að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og reksturs vegakerfisins eins og gert var með Hvalfjarðargöngum.Meiri einkaframkvæmd Gerð og rekstur Hvalfjarðarganga er dæmi um velheppnaða einkaframkvæmd í samgöngum. Samið var við einkafyrirtækið Spöl um gerð, rekstur og fjármögnun ganganna á grundvelli verkáætlunar þar sem gert var ráð fyrir að veggjöld myndu greiða framkvæmda- og rekstrarkostnað á 20 árum. Umferðin hefur verið mun meiri heldur en gert var ráð fyrir en á móti hefur veggjaldið lækkað jafnt og þétt samanborið við verðlag. Í upphafi var gert ráð fyrir að hluti ökumanna kysi að fara fyrir Hvalfjörð. Sú hefur ekki verið raunin. Þeir sem fara fyrir Hvalfjörð gera það sér til yndisauka en ekki af sparnaðarástæðum. Um 7.000 bílar aka á degi hverjum um Hvalfjarðargöng á ári að meðaltali og sú tala fer yfir sumartímann í hátt í 10 þúsund bíla.Rétt forgangsröðun Fátt bendir til annars en að umferð á höfuðvegum aukist umtalsvert á næstu árum. Einungis hluti tekna ríkissjóðs af ökutækjum rennur til Vegagerðarinnar sem annast rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Í tilviki Hvalfjarðarganga hafa hins vegar allir fjármunir sem notendur ganganna hafa innt af hendi runnið í fjármögnun ganganna. Til þess var leikurinn gerður. Framkvæmdir í vegakerfinu eru hins vegar fjármagnaðar af almennum skatttekjum ólíkt því sem áður var. Við ríkisvæðum okkur ekki út úr áskorunum framtíðar. Margar brýnar og kostnaðarsamar framkvæmdir verða ekki fjármagnaðar af almennu ríkisfé á næstu árum. Innviðir munu áfram gjalda fyrir hræðslu stjórnmálamanna við að nýta markaðsöflin og allir tapa. Mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis, menntunar og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið, munu knýja á um hlutdeild í hugsanlegum auknum tekjum ríkissjóðs á komandi árum. Kröfur á ríkissjóð til góðra verka vaxa frá ári til árs. Grunnhugsunin við einkaframkvæmd er að skapa aukinn hvata fyrir framkvæmdaaðila til að skila af sér fullbúnu verki, með lágmarkstilkostnaði og með tilliti til þess að viðhaldskostnaði sé haldið í lágmarki á rekstrartímanum. Hagræði næst fram með því að tvinna saman hagsmuni framkvæmda- og rekstraraðilans. Kostnaður við rekstur vegarins fellur á rekstraraðilana á samningstímanum öfugt við hefðbundnar vegaframkvæmdir, þar sem framkvæmdaaðili er jafnan laus flestra mála við afhendingu.Gerum kröfur Heppilegt fyrirkomulag við einkaframkvæmdir er að útgjöldum vegna framkvæmdar er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður í upphafi eins og annars er gert. Einkaaðilar geta að jafnaði tryggt sér hagstæðari lánakjör í gegnum einkaframkvæmd en ella, þar sem lánveitandi er í raun að lána einkaaðila út á veð í fyrirfram ákveðnu fjárstreymi. Þannig fjármagnaði Spölur Hvalfjarðargöng án ríkisábyrgðar, öfugt við það sem oft er haldið fram í almennri umræðu. Betur má ef duga skal, einkaframkvæmd er kall og svar tímans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvalfjarðargöng eru mjög vel heppnuð einkaframkvæmd. Lærdómurinn er sá að það á að nýta markaðslausnir við uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Nýlegar fréttir herma að Spölur muni hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng í sumar. Um svipað leyti mun fyrirtækið afhenda ríkinu göngin til eignar. Þá verða liðin 20 ár frá opnun þeirra. Rekstur ganganna gekk vonum framar og allt stóðst sem að var stefnt. Brýn uppbygging vegakerfisins mun hins vegar ekki verða að veruleika á næstu árum nema til komi ný hugsun og nýjar fjármögnunarleiðir. Sporin heilla í þeim efnum. Því ber að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og reksturs vegakerfisins eins og gert var með Hvalfjarðargöngum.Meiri einkaframkvæmd Gerð og rekstur Hvalfjarðarganga er dæmi um velheppnaða einkaframkvæmd í samgöngum. Samið var við einkafyrirtækið Spöl um gerð, rekstur og fjármögnun ganganna á grundvelli verkáætlunar þar sem gert var ráð fyrir að veggjöld myndu greiða framkvæmda- og rekstrarkostnað á 20 árum. Umferðin hefur verið mun meiri heldur en gert var ráð fyrir en á móti hefur veggjaldið lækkað jafnt og þétt samanborið við verðlag. Í upphafi var gert ráð fyrir að hluti ökumanna kysi að fara fyrir Hvalfjörð. Sú hefur ekki verið raunin. Þeir sem fara fyrir Hvalfjörð gera það sér til yndisauka en ekki af sparnaðarástæðum. Um 7.000 bílar aka á degi hverjum um Hvalfjarðargöng á ári að meðaltali og sú tala fer yfir sumartímann í hátt í 10 þúsund bíla.Rétt forgangsröðun Fátt bendir til annars en að umferð á höfuðvegum aukist umtalsvert á næstu árum. Einungis hluti tekna ríkissjóðs af ökutækjum rennur til Vegagerðarinnar sem annast rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Í tilviki Hvalfjarðarganga hafa hins vegar allir fjármunir sem notendur ganganna hafa innt af hendi runnið í fjármögnun ganganna. Til þess var leikurinn gerður. Framkvæmdir í vegakerfinu eru hins vegar fjármagnaðar af almennum skatttekjum ólíkt því sem áður var. Við ríkisvæðum okkur ekki út úr áskorunum framtíðar. Margar brýnar og kostnaðarsamar framkvæmdir verða ekki fjármagnaðar af almennu ríkisfé á næstu árum. Innviðir munu áfram gjalda fyrir hræðslu stjórnmálamanna við að nýta markaðsöflin og allir tapa. Mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis, menntunar og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið, munu knýja á um hlutdeild í hugsanlegum auknum tekjum ríkissjóðs á komandi árum. Kröfur á ríkissjóð til góðra verka vaxa frá ári til árs. Grunnhugsunin við einkaframkvæmd er að skapa aukinn hvata fyrir framkvæmdaaðila til að skila af sér fullbúnu verki, með lágmarkstilkostnaði og með tilliti til þess að viðhaldskostnaði sé haldið í lágmarki á rekstrartímanum. Hagræði næst fram með því að tvinna saman hagsmuni framkvæmda- og rekstraraðilans. Kostnaður við rekstur vegarins fellur á rekstraraðilana á samningstímanum öfugt við hefðbundnar vegaframkvæmdir, þar sem framkvæmdaaðili er jafnan laus flestra mála við afhendingu.Gerum kröfur Heppilegt fyrirkomulag við einkaframkvæmdir er að útgjöldum vegna framkvæmdar er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður í upphafi eins og annars er gert. Einkaaðilar geta að jafnaði tryggt sér hagstæðari lánakjör í gegnum einkaframkvæmd en ella, þar sem lánveitandi er í raun að lána einkaaðila út á veð í fyrirfram ákveðnu fjárstreymi. Þannig fjármagnaði Spölur Hvalfjarðargöng án ríkisábyrgðar, öfugt við það sem oft er haldið fram í almennri umræðu. Betur má ef duga skal, einkaframkvæmd er kall og svar tímans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar