Einkaframkvæmd: Við höfum göngin til góðs Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvalfjarðargöng eru mjög vel heppnuð einkaframkvæmd. Lærdómurinn er sá að það á að nýta markaðslausnir við uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Nýlegar fréttir herma að Spölur muni hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng í sumar. Um svipað leyti mun fyrirtækið afhenda ríkinu göngin til eignar. Þá verða liðin 20 ár frá opnun þeirra. Rekstur ganganna gekk vonum framar og allt stóðst sem að var stefnt. Brýn uppbygging vegakerfisins mun hins vegar ekki verða að veruleika á næstu árum nema til komi ný hugsun og nýjar fjármögnunarleiðir. Sporin heilla í þeim efnum. Því ber að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og reksturs vegakerfisins eins og gert var með Hvalfjarðargöngum.Meiri einkaframkvæmd Gerð og rekstur Hvalfjarðarganga er dæmi um velheppnaða einkaframkvæmd í samgöngum. Samið var við einkafyrirtækið Spöl um gerð, rekstur og fjármögnun ganganna á grundvelli verkáætlunar þar sem gert var ráð fyrir að veggjöld myndu greiða framkvæmda- og rekstrarkostnað á 20 árum. Umferðin hefur verið mun meiri heldur en gert var ráð fyrir en á móti hefur veggjaldið lækkað jafnt og þétt samanborið við verðlag. Í upphafi var gert ráð fyrir að hluti ökumanna kysi að fara fyrir Hvalfjörð. Sú hefur ekki verið raunin. Þeir sem fara fyrir Hvalfjörð gera það sér til yndisauka en ekki af sparnaðarástæðum. Um 7.000 bílar aka á degi hverjum um Hvalfjarðargöng á ári að meðaltali og sú tala fer yfir sumartímann í hátt í 10 þúsund bíla.Rétt forgangsröðun Fátt bendir til annars en að umferð á höfuðvegum aukist umtalsvert á næstu árum. Einungis hluti tekna ríkissjóðs af ökutækjum rennur til Vegagerðarinnar sem annast rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Í tilviki Hvalfjarðarganga hafa hins vegar allir fjármunir sem notendur ganganna hafa innt af hendi runnið í fjármögnun ganganna. Til þess var leikurinn gerður. Framkvæmdir í vegakerfinu eru hins vegar fjármagnaðar af almennum skatttekjum ólíkt því sem áður var. Við ríkisvæðum okkur ekki út úr áskorunum framtíðar. Margar brýnar og kostnaðarsamar framkvæmdir verða ekki fjármagnaðar af almennu ríkisfé á næstu árum. Innviðir munu áfram gjalda fyrir hræðslu stjórnmálamanna við að nýta markaðsöflin og allir tapa. Mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis, menntunar og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið, munu knýja á um hlutdeild í hugsanlegum auknum tekjum ríkissjóðs á komandi árum. Kröfur á ríkissjóð til góðra verka vaxa frá ári til árs. Grunnhugsunin við einkaframkvæmd er að skapa aukinn hvata fyrir framkvæmdaaðila til að skila af sér fullbúnu verki, með lágmarkstilkostnaði og með tilliti til þess að viðhaldskostnaði sé haldið í lágmarki á rekstrartímanum. Hagræði næst fram með því að tvinna saman hagsmuni framkvæmda- og rekstraraðilans. Kostnaður við rekstur vegarins fellur á rekstraraðilana á samningstímanum öfugt við hefðbundnar vegaframkvæmdir, þar sem framkvæmdaaðili er jafnan laus flestra mála við afhendingu.Gerum kröfur Heppilegt fyrirkomulag við einkaframkvæmdir er að útgjöldum vegna framkvæmdar er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður í upphafi eins og annars er gert. Einkaaðilar geta að jafnaði tryggt sér hagstæðari lánakjör í gegnum einkaframkvæmd en ella, þar sem lánveitandi er í raun að lána einkaaðila út á veð í fyrirfram ákveðnu fjárstreymi. Þannig fjármagnaði Spölur Hvalfjarðargöng án ríkisábyrgðar, öfugt við það sem oft er haldið fram í almennri umræðu. Betur má ef duga skal, einkaframkvæmd er kall og svar tímans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvalfjarðargöng eru mjög vel heppnuð einkaframkvæmd. Lærdómurinn er sá að það á að nýta markaðslausnir við uppbyggingu og rekstur vegakerfisins. Nýlegar fréttir herma að Spölur muni hætta að innheimta veggjald í Hvalfjarðargöng í sumar. Um svipað leyti mun fyrirtækið afhenda ríkinu göngin til eignar. Þá verða liðin 20 ár frá opnun þeirra. Rekstur ganganna gekk vonum framar og allt stóðst sem að var stefnt. Brýn uppbygging vegakerfisins mun hins vegar ekki verða að veruleika á næstu árum nema til komi ný hugsun og nýjar fjármögnunarleiðir. Sporin heilla í þeim efnum. Því ber að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og reksturs vegakerfisins eins og gert var með Hvalfjarðargöngum.Meiri einkaframkvæmd Gerð og rekstur Hvalfjarðarganga er dæmi um velheppnaða einkaframkvæmd í samgöngum. Samið var við einkafyrirtækið Spöl um gerð, rekstur og fjármögnun ganganna á grundvelli verkáætlunar þar sem gert var ráð fyrir að veggjöld myndu greiða framkvæmda- og rekstrarkostnað á 20 árum. Umferðin hefur verið mun meiri heldur en gert var ráð fyrir en á móti hefur veggjaldið lækkað jafnt og þétt samanborið við verðlag. Í upphafi var gert ráð fyrir að hluti ökumanna kysi að fara fyrir Hvalfjörð. Sú hefur ekki verið raunin. Þeir sem fara fyrir Hvalfjörð gera það sér til yndisauka en ekki af sparnaðarástæðum. Um 7.000 bílar aka á degi hverjum um Hvalfjarðargöng á ári að meðaltali og sú tala fer yfir sumartímann í hátt í 10 þúsund bíla.Rétt forgangsröðun Fátt bendir til annars en að umferð á höfuðvegum aukist umtalsvert á næstu árum. Einungis hluti tekna ríkissjóðs af ökutækjum rennur til Vegagerðarinnar sem annast rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Í tilviki Hvalfjarðarganga hafa hins vegar allir fjármunir sem notendur ganganna hafa innt af hendi runnið í fjármögnun ganganna. Til þess var leikurinn gerður. Framkvæmdir í vegakerfinu eru hins vegar fjármagnaðar af almennum skatttekjum ólíkt því sem áður var. Við ríkisvæðum okkur ekki út úr áskorunum framtíðar. Margar brýnar og kostnaðarsamar framkvæmdir verða ekki fjármagnaðar af almennu ríkisfé á næstu árum. Innviðir munu áfram gjalda fyrir hræðslu stjórnmálamanna við að nýta markaðsöflin og allir tapa. Mikilvæg verkefni á sviði heilbrigðis, menntunar og félagsþjónustu, svo dæmi sé tekið, munu knýja á um hlutdeild í hugsanlegum auknum tekjum ríkissjóðs á komandi árum. Kröfur á ríkissjóð til góðra verka vaxa frá ári til árs. Grunnhugsunin við einkaframkvæmd er að skapa aukinn hvata fyrir framkvæmdaaðila til að skila af sér fullbúnu verki, með lágmarkstilkostnaði og með tilliti til þess að viðhaldskostnaði sé haldið í lágmarki á rekstrartímanum. Hagræði næst fram með því að tvinna saman hagsmuni framkvæmda- og rekstraraðilans. Kostnaður við rekstur vegarins fellur á rekstraraðilana á samningstímanum öfugt við hefðbundnar vegaframkvæmdir, þar sem framkvæmdaaðili er jafnan laus flestra mála við afhendingu.Gerum kröfur Heppilegt fyrirkomulag við einkaframkvæmdir er að útgjöldum vegna framkvæmdar er jafnað yfir líftíma eignarinnar í stað þess að allur kostnaður sé gjaldfærður í upphafi eins og annars er gert. Einkaaðilar geta að jafnaði tryggt sér hagstæðari lánakjör í gegnum einkaframkvæmd en ella, þar sem lánveitandi er í raun að lána einkaaðila út á veð í fyrirfram ákveðnu fjárstreymi. Þannig fjármagnaði Spölur Hvalfjarðargöng án ríkisábyrgðar, öfugt við það sem oft er haldið fram í almennri umræðu. Betur má ef duga skal, einkaframkvæmd er kall og svar tímans. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun