Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 14:30 Greta Gerwig, hér önnur frá hægri, vann á sunnudag Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird sem valin var besta gamanmyndin á hátíðinni. vísir/getty Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18