Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 14:30 Greta Gerwig, hér önnur frá hægri, vann á sunnudag Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird sem valin var besta gamanmyndin á hátíðinni. vísir/getty Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. Kveðst hún sjá mjög eftir því og ætlar aldrei að vinna fyrir Allen aftur. Yfirlýsing hennar kemur í kjölfar þess að dóttir Allen, Dylan Farrow, kvaðst hafa fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar. Farrow, sem var ættleidd af Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014 en Allen hefur alltaf neitað ásökunum dóttur sinnar. Engu að síður komst dómari í forræðisdeilu þeirra Allen og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Dylan Farrow hefur látið í sér heyra þar sem henni finnst þær Hollywood-stjörnur sem kjósa að vinna með föður hennar sýna hræsni þegar þær styðja við byltingar á borð við MeToo og herferðina Time‘s Up sem hefur það markmið að að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt í Hollywood sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. I asked Greta Gerwig how she feels about her decision to work with Woody Allen. She said this: pic.twitter.com/W9bngQqY5V— Susan Cheng (@scheng_) January 8, 2018 Á meðal þeirra stjarna sem Farrow hefur sakað um hræsni eru Justin Timberlake og Blake Lively en Greta Gerwig var spurð að því á Golden Globe-hátíðinni hvernig henni liði með það að hafa unnið með Allen. Gerwig, sem fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir mynd sína Lady Bird, svaraði spurningunni ekki en í viðtali við New York Times í vikunni sagðist hún sjá eftir því að hafa leikið í To Rome with Love. „Mig langar að tala sérstaklega um það sem snýr að Woody Allen sem ég hef verið spurð nokkrum sinnum að undanfarið. [...] Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega og hef hugsað mikið um. Það hefur tekið mig tíma að ná utan um hugsanir mínir og segja það sem ég vil segja. Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
Golden Globes MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18