Veldur kúamjólk brjóstakrabbameini? Álfheiður Haraldsdóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 11. janúar 2018 07:00 Í sérblaði Fréttablaðsins um vegan fæði þann 1. nóvember 2017 var því haldið fram að kúamjólk væri einn helsti áhættuþáttur fyrir hormónatengdum krabbameinum á borð við brjóstakrabbamein. Þessi staðhæfing á sér enga stoð samkvæmt þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið til að kanna hvort neysla á mjólk og mjólkurvörum sé áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Árið 2011 var birt safngreining (meta-analysis) þar sem teknar voru saman niðurstöður 18 ferilrannsókna með alls um milljón þátttakendum. Niðurstaðan var sú að ekkert samband fannst á milli mjólkurneyslu og brjóstakrabbameins og í raun mátti sjá vísbendingar um lækkaða áhættu hjá konum með aukinni neyslu mjólkurafurða. Svipaðar niðurstöður komu fram í safngreiningu frá árinu 2015 þegar skoðaðar voru 27 rannsóknir, með alls um 1,5 milljón þátttakendum. Aftur bentu niðurstöður til minnkandi áhættu á brjóstakrabbameini með aukinni neyslu mjólkurafurða, sérstaklega meðal asískra kvenna.Laufey ?Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsÞess ber einnig að geta að bæði Bandaríska krabbameinsrannsóknastofnunin og Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðurinn (American Institute of Cancer Research og World Cancer Research Fund) gefa reglulega út ítarlegar skýrslur um tengsl mataræðis, hreyfingar og krabbameins þar sem farið er yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Í skýrslu sem gefin var út á árinu 2017 var það mat þeirra að neysla á mjólkurvörum væri ekki áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Þvert á móti fundust vísbendingar um að neysla á mjólkurvörum gæti dregið úr hættu á brjóstakrabbameini sem greinist fyrir tíðahvörf. Mun minna hefur verið rannsakað hvort neysla mjólkurafurða eftir greiningu á brjóstakrabbameini hafi áhrif á framgang sjúkdómsins og gefa þær örfáu rannsóknir sem til eru misvísandi niðurstöður. Árið 2013 birtist bandarísk rannsókn sem benti til þess að neysla á fituríkum mjólkurafurðum, smjöri og eftirréttum með rjóma, hefði tengingu við verri horfur kvenna með brjóstakrabbamein, auk þess sem tenging við aukna dánartíðni af öðrum orsökum en brjóstakrabbameini sást samhliða neyslu fituríkra mjólkurvara eftir greiningu. Engin tengsl fundust hins vegar milli neyslu á fituminni mjólkurafurðum og lífshorfa kvennanna. Í sambærilegri ítalskri rannsókn fannst hins vegar ekki samband á milli neyslu fituríkra mjólkurafurða og verri lífshorfa eftir greiningu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum mjólkurneyslu á framgang brjóstakrabbameins. Almennar ráðleggingar varðandi áherslur í mataræði má finna hjá Embætti landlæknis. Þar er ráðlagt að velja fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er talið vera tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurvörum á dag (500 ml).Álfheiður Haraldsdóttir er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í sérblaði Fréttablaðsins um vegan fæði þann 1. nóvember 2017 var því haldið fram að kúamjólk væri einn helsti áhættuþáttur fyrir hormónatengdum krabbameinum á borð við brjóstakrabbamein. Þessi staðhæfing á sér enga stoð samkvæmt þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið til að kanna hvort neysla á mjólk og mjólkurvörum sé áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Árið 2011 var birt safngreining (meta-analysis) þar sem teknar voru saman niðurstöður 18 ferilrannsókna með alls um milljón þátttakendum. Niðurstaðan var sú að ekkert samband fannst á milli mjólkurneyslu og brjóstakrabbameins og í raun mátti sjá vísbendingar um lækkaða áhættu hjá konum með aukinni neyslu mjólkurafurða. Svipaðar niðurstöður komu fram í safngreiningu frá árinu 2015 þegar skoðaðar voru 27 rannsóknir, með alls um 1,5 milljón þátttakendum. Aftur bentu niðurstöður til minnkandi áhættu á brjóstakrabbameini með aukinni neyslu mjólkurafurða, sérstaklega meðal asískra kvenna.Laufey ?Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsÞess ber einnig að geta að bæði Bandaríska krabbameinsrannsóknastofnunin og Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðurinn (American Institute of Cancer Research og World Cancer Research Fund) gefa reglulega út ítarlegar skýrslur um tengsl mataræðis, hreyfingar og krabbameins þar sem farið er yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Í skýrslu sem gefin var út á árinu 2017 var það mat þeirra að neysla á mjólkurvörum væri ekki áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Þvert á móti fundust vísbendingar um að neysla á mjólkurvörum gæti dregið úr hættu á brjóstakrabbameini sem greinist fyrir tíðahvörf. Mun minna hefur verið rannsakað hvort neysla mjólkurafurða eftir greiningu á brjóstakrabbameini hafi áhrif á framgang sjúkdómsins og gefa þær örfáu rannsóknir sem til eru misvísandi niðurstöður. Árið 2013 birtist bandarísk rannsókn sem benti til þess að neysla á fituríkum mjólkurafurðum, smjöri og eftirréttum með rjóma, hefði tengingu við verri horfur kvenna með brjóstakrabbamein, auk þess sem tenging við aukna dánartíðni af öðrum orsökum en brjóstakrabbameini sást samhliða neyslu fituríkra mjólkurvara eftir greiningu. Engin tengsl fundust hins vegar milli neyslu á fituminni mjólkurafurðum og lífshorfa kvennanna. Í sambærilegri ítalskri rannsókn fannst hins vegar ekki samband á milli neyslu fituríkra mjólkurafurða og verri lífshorfa eftir greiningu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum mjólkurneyslu á framgang brjóstakrabbameins. Almennar ráðleggingar varðandi áherslur í mataræði má finna hjá Embætti landlæknis. Þar er ráðlagt að velja fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er talið vera tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurvörum á dag (500 ml).Álfheiður Haraldsdóttir er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar