Þetta snýst um traust Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómaraskipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heilbrigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts forsætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sakborningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvikamálum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einskært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknaraðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta kann að þykja róttæk kenning – en dómaraskipan er ekki einkamál Sjálfstæðismanna. Hún er ekki einu sinni einkamál lögmanna heldur varðar alla landsmenn. Það er ein forsendan fyrir heilbrigðu þjóðlífi að dómstólar séu sjálfstæðir og lausir við íhlutun hins pólitíska valds, klíkuvalds og auðvalds. Það er góðra gjalda vert hjá forsætisráðherra að skipa ágæta nefnd með ágætu fólki um að auka traust á stjórnmálum. En óneitanlega gerir ýmislegt nefndinni erfitt fyrir. Til dæmis þetta: Dómsmálaráðherra hefur fengið á sig dóm Hæstaréttar um að hún hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt – en situr þó enn. Og ekkert fararsnið á henni enda nýtur hún trausts forsætisráðherra. Og enn lætur Sjálfstæðisflokkurinn eins og skipan dómara sé innanflokksmál þar á bæ. Þetta er áhyggjuefni. Það hefur verulega reynt á dómstóla hér á undanförnum árum vegna flókinna fjársvikamála sem komu upp við Hrunið. Auðugir sakborningar berjast um á hæl og hnakka við að ónýta mál á hendur sér og hafa reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir eðlilega málsmeðferð. Þessir aðilar vilja eflaust hafa hönd í bagga með því hverjir dæma í fjársvikamálum sem þeim tengjast. Við vitum líka að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einskært lífsskoðunarfélag heldur rammgert tengslanet auðs og valda og að auðmenn hafa þar mikil ítök. Ráðningar dómara þurfa að vera hafnar yfir vafa og því er afar óheppilegt fyrir dómsvaldið, rannsóknaraðila og þjóðina almennt, að Sjálfstæðismenn skuli hunsa niðurstöður hæfnisnefnda til að koma að þóknanlegri dómurum eða fara að niðurstöðum með hundshaus. Mikilvægt er að standa vörð um þrígreiningu ríkisvaldsins – og sjálfstæði dómstóla gagnvart ásælni hins pólitíska valds og auðmanna sem sjá hag sinn í því að vita af vinsamlegum dómurum að störfum. Þetta snýst nefnilega um traust: Almenningur verður að geta treyst því að dómarar landsins dæmi eftir lögum burtséð frá tengslum við Flokk og fjárplógsmenn. Þó að hitt sé vissulega góðra gjalda vert: að skipa ágætar nefndir með ágætu fólki. Höfundur er alþingismaður.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun