Litlar væntingar en möguleikar fyrir hendi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Varnarleikur Íslands þarf að vera góður á EM. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á tíunda Evrópumótinu í röð á morgun. Þá mæta strákarnir okkar Svíum sem Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar. Auk Svíþjóðar er Ísland í riðli með Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin komast í milliriðla. Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta leiknum fyrir EM en tapaði svo tveimur leikjum gegn Evrópumeisturum Þýskalands með samtals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt til afreka á EM. Þrátt fyrir það olli frammistaða Íslendinga í leikjunum tveimur vonbrigðum. Vörnin var slök í fyrri leiknum en í þeim seinni brást sóknin. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir að væntingastuðullinn fyrir EM í Króatíu sé ekkert rosalega hár. „Það eru ekki miklar væntingar til liðsins. En stundum hefur gengið vel í undirbúningsleikjunum en svo allt annað verið uppi á teningnum í mótinu sjálfu. Og svo öfugt,“ sagði Stefán en skemmst er að minnast þess að Ísland vann Þýskaland á útivelli í undirbúningnum fyrir EM 2016. Íslendingar komust svo ekki upp úr sínum riðli á EM á meðan Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Það er erfitt verkefni fyrir höndum en það er alveg möguleiki að gera eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn gegn Svíum sé galopinn og okkar menn munu mæta gríðarlega vel stemmdir.“ Aron Pálmarsson lék ekki með Íslandi í seinni leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla í baki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Aron verður með á EM en líkurnar á því þykja meiri en minni. „Það breytir öllu að hann sé með. Það er einn dagur á milli leikja í riðlakeppninni og það hjálpar,“ sagði Stefán en án Arons er skotógnin fyrir utan hjá Íslandi ekki jafn mikil og þegar hans nýtur við. „Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega gegn okkur í seinni leiknum og stigu ekkert út. Skotógnin fyrir utan var ekki nægilega mikil. Án Arons verður þetta brekka en með hann getum við unnið alla, ef allt gengur upp.“ Síðan Geir Sveinsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir tæpum tveimur árum hefur varnarleikur þess verið nokkuð sterkur. Það voru hins vegar miklar brotalamir í honum í leiknum gegn Þjóðverjum. „Það er algjört lykilatriði að við höfum vörn og markvörslu til að byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar líkur á því að Ísland byrji í sinni hefðbundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað með ágætum árangri að undanförnu, ef þörf krefur. Stefán telur að möguleikar Íslands liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og Serbíu. „Króatarnir verða gífurlega erfiðir á heimavelli og ég held að það sé klárt að þeir fari í það minnsta í undanúrslit,“ sagði Stefán sem var hrifinn af sænska liðinu á HM í fyrra. „Það eru ekkert rosalega margir þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru vel spilandi og með sitt á hreinu. En ég held að það sé ekkert verra að mæta þeim í fyrsta leik. Það er mikil hvatning fyrir okkur og það er gaman að spila gegn Svíunum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á tíunda Evrópumótinu í röð á morgun. Þá mæta strákarnir okkar Svíum sem Íslendingurinn Kristján Andrésson þjálfar. Auk Svíþjóðar er Ísland í riðli með Króatíu og Serbíu. Þrjú efstu liðin komast í milliriðla. Ísland rúllaði yfir Japan, 42-25, í fyrsta leiknum fyrir EM en tapaði svo tveimur leikjum gegn Evrópumeisturum Þýskalands með samtals 16 mörkum. Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt lið sem þykir líklegt til afreka á EM. Þrátt fyrir það olli frammistaða Íslendinga í leikjunum tveimur vonbrigðum. Vörnin var slök í fyrri leiknum en í þeim seinni brást sóknin. Stefán Árnason, þjálfari KA, segir að væntingastuðullinn fyrir EM í Króatíu sé ekkert rosalega hár. „Það eru ekki miklar væntingar til liðsins. En stundum hefur gengið vel í undirbúningsleikjunum en svo allt annað verið uppi á teningnum í mótinu sjálfu. Og svo öfugt,“ sagði Stefán en skemmst er að minnast þess að Ísland vann Þýskaland á útivelli í undirbúningnum fyrir EM 2016. Íslendingar komust svo ekki upp úr sínum riðli á EM á meðan Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. „Það er erfitt verkefni fyrir höndum en það er alveg möguleiki að gera eitthvað. Ég held að fyrsti leikurinn gegn Svíum sé galopinn og okkar menn munu mæta gríðarlega vel stemmdir.“ Aron Pálmarsson lék ekki með Íslandi í seinni leiknum gegn Þýskalandi vegna meiðsla í baki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Aron verður með á EM en líkurnar á því þykja meiri en minni. „Það breytir öllu að hann sé með. Það er einn dagur á milli leikja í riðlakeppninni og það hjálpar,“ sagði Stefán en án Arons er skotógnin fyrir utan hjá Íslandi ekki jafn mikil og þegar hans nýtur við. „Þjóðverjarnir voru mjög aftarlega gegn okkur í seinni leiknum og stigu ekkert út. Skotógnin fyrir utan var ekki nægilega mikil. Án Arons verður þetta brekka en með hann getum við unnið alla, ef allt gengur upp.“ Síðan Geir Sveinsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir tæpum tveimur árum hefur varnarleikur þess verið nokkuð sterkur. Það voru hins vegar miklar brotalamir í honum í leiknum gegn Þjóðverjum. „Það er algjört lykilatriði að við höfum vörn og markvörslu til að byggja á,“ sagði Stefán sem telur allar líkur á því að Ísland byrji í sinni hefðbundnu 6-0 vörn en geti breytt yfir í 5-1 vörnina, sem liðið hefur spilað með ágætum árangri að undanförnu, ef þörf krefur. Stefán telur að möguleikar Íslands liggi í leikjunum gegn Svíþjóð og Serbíu. „Króatarnir verða gífurlega erfiðir á heimavelli og ég held að það sé klárt að þeir fari í það minnsta í undanúrslit,“ sagði Stefán sem var hrifinn af sænska liðinu á HM í fyrra. „Það eru ekkert rosalega margir þekktir leikmenn hjá þeim. Þeir eru vel spilandi og með sitt á hreinu. En ég held að það sé ekkert verra að mæta þeim í fyrsta leik. Það er mikil hvatning fyrir okkur og það er gaman að spila gegn Svíunum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira