Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2018 23:33 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. „Við sjáum hvað gerist,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, nú í kvöld. Hann segði einnig og enn og aftur að um nornaveiðar væri að ræða og rannsóknin væri runnin undan rifjum Demókrata vegna taps þeirra í kosningunum. Staðreyndin er þó sú að Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsóknina áður en kosningarnar voru haldnar og að minnst tveir aðilar sem komu að framboði Trump hafa játað á sig glæpi. Meðal annars að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti þeirra við rússneska embættismenn.Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar sem snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey.Sjá einnig: Mueller vill ræða við TrumpÍ byrjun vikunnar bárust fregnir af því að rannsakendur Mueller hefðu sett sig í samband við lögmenn Trump og að þeir væru að ræða leiðir til að koma í veg fyrir viðtal þeirra við Trump eða takmarka það. Meðal þess sem þeir hafa verið að skoða er að hvort Trump gæti mögulega svarað spurningum rannsakenda skriflega. Annar möguleiki er að Trump sendi frá sér eiðsvarna yfirlýsingu í stað þess að setjast niður með rannsakendum. Trump tísti um málið fyrr í dag og sagði að um „umfangsmestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna“ væri að ræða. Framboð hans hefði ekkert samráð haft með yfirvöldum í Rússlandi og að „allir, þar á meðal Demókratar“ vissu það. Rússar og heimurinn allur væri að hlæja að heimskunni sem þær væru að fylgjast með. Þá kallaði forsetinn eftir því að Repúblikanar „tækju loks völdin yfir rannsókninni“.The single greatest Witch Hunt in American history continues. There was no collusion, everybody including the Dems knows there was no collusion, & yet on and on it goes. Russia & the world is laughing at the stupidity they are witnessing. Republicans should finally take control! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 10, 2018 Undanfarnar vikur og mánuði hafa starfsmenn Trump og þingmenn Repúblikana unnið hörðum höndum að því að draga úr trúverðugleika Alríkislögreglunnar og Robert Mueller.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Á meðan leiðtogar Repúblikana lýsa yfir stuðningi við Mueller og störf hans eru þingmenn og aðilar í fjölmiðlum ytra að kalla eftir því þeir sem standa að Rússarannsókninni séu andsnúnir Trump og hafi jafnvel verið það lengi. Einhverjir hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31 Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur birt afrit af samtali þingmanna við stofnanda Fusion GPS. 9. janúar 2018 19:31 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. „Við sjáum hvað gerist,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, nú í kvöld. Hann segði einnig og enn og aftur að um nornaveiðar væri að ræða og rannsóknin væri runnin undan rifjum Demókrata vegna taps þeirra í kosningunum. Staðreyndin er þó sú að Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsóknina áður en kosningarnar voru haldnar og að minnst tveir aðilar sem komu að framboði Trump hafa játað á sig glæpi. Meðal annars að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti þeirra við rússneska embættismenn.Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar sem snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey.Sjá einnig: Mueller vill ræða við TrumpÍ byrjun vikunnar bárust fregnir af því að rannsakendur Mueller hefðu sett sig í samband við lögmenn Trump og að þeir væru að ræða leiðir til að koma í veg fyrir viðtal þeirra við Trump eða takmarka það. Meðal þess sem þeir hafa verið að skoða er að hvort Trump gæti mögulega svarað spurningum rannsakenda skriflega. Annar möguleiki er að Trump sendi frá sér eiðsvarna yfirlýsingu í stað þess að setjast niður með rannsakendum. Trump tísti um málið fyrr í dag og sagði að um „umfangsmestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna“ væri að ræða. Framboð hans hefði ekkert samráð haft með yfirvöldum í Rússlandi og að „allir, þar á meðal Demókratar“ vissu það. Rússar og heimurinn allur væri að hlæja að heimskunni sem þær væru að fylgjast með. Þá kallaði forsetinn eftir því að Repúblikanar „tækju loks völdin yfir rannsókninni“.The single greatest Witch Hunt in American history continues. There was no collusion, everybody including the Dems knows there was no collusion, & yet on and on it goes. Russia & the world is laughing at the stupidity they are witnessing. Republicans should finally take control! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 10, 2018 Undanfarnar vikur og mánuði hafa starfsmenn Trump og þingmenn Repúblikana unnið hörðum höndum að því að draga úr trúverðugleika Alríkislögreglunnar og Robert Mueller.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Á meðan leiðtogar Repúblikana lýsa yfir stuðningi við Mueller og störf hans eru þingmenn og aðilar í fjölmiðlum ytra að kalla eftir því þeir sem standa að Rússarannsókninni séu andsnúnir Trump og hafi jafnvel verið það lengi. Einhverjir hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31 Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur birt afrit af samtali þingmanna við stofnanda Fusion GPS. 9. janúar 2018 19:31 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42
Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert George Papadopoulos virðist hafa vitað af tölvuárásum Rússa gegn Demókrataflokknum minnst tveimur mánuðum áður en það varð opinbert. 31. desember 2017 09:31
Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar hefur birt afrit af samtali þingmanna við stofnanda Fusion GPS. 9. janúar 2018 19:31
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03