Á ekki að þurfa banaslys til að koma í veg fyrir þau Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2018 11:00 Banaslys varð á Kjalarnesi í síðustu viku þar sem 37 ára karlmaður, búsettur á Akranesi, lét lífið. Vísir/Ernir „Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þá áhættu að keyra þennan veg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Bæjarstjórn Akraness lagði á þriðjudag fram kröftuga ályktun þar sem krafist er úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og skorað á samgönguyfirvöld að veita frekari fjármuna til tvöföldunar vegkaflans. Skagamenn hafa fengið nóg. Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að settar yrðu 700 milljónir í að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Eins og staðan er í dag verður ekki staðið við það. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 4. janúar að Kjalarnesið væri hættulegur vegur og að alvarleg slys þar ættu ekki að koma á óvart. Degi áður hafði 37 ára karlmaður látið þar lífið í bílslysi.Viðtalið við vegamálastjóra má sjá hér að neðan.Sævar Freyr tekur undir orð vegamálastjóra. Bæjarstjórinn þekkir vegkaflann vel enda var hann um árabil einn þeirra fjölmörgu íbúa Akraness og nágrennis sem keyra Kjalarnesið daglega vegna vinnu eða náms. Það þarf ekki margar ferðir til að sjá hversu oft liggur við stórslysi. Að meðaltali fóru á bilinu 6.400 til 8.100 bílar vegkaflann frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum á degi hverjum á síðasta ári en á undanförnum áratugum hafa orðið þar banaslys og ótal alvarleg slys. Þeir sem til þekkja segja það nánast með ólíkindum að ekki hafi orðið fleiri banaslys á vegkaflanum, miðað við umferðarþunga. Eitt sé þó einu of mikið. „Það hafa blessunarlega, miðað við allt, verið færri slys á þessum vegi en ýmsum öðrum. En þegar slys voru tíð á vegum út úr Reykjavík til Hveragerðis og Reykjaness sýndum við því skilning að það yrði að forgangsraða þeim vegum, á þeim tíma. Nú eru einfaldlega komnar upp aðstæður sem eru farnar að líkjast því sem ýtti við mönnum þegar farið var í þær og frekari bið er bara of mikil áhætta,“ segir Sævar. Það eigi þó ekki að þurfa fjölda banaslysa til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni með sjálfsögðum úrbótum. Boðað er til íbúafundar á Akranesi 24. janúar næstkomandi með samgönguráðherra. Sævar segir ráðherra hafa tjáð honum á fundi nýverið að ekkert væri endanlega ákveðið varðandi samgönguáætlunina og því vilji íbúar eiga samtal við ráðherra. Bæjarstjórinn býst við fjölmennum fundi en nú þegar hafa ríflega tvö þúsund manns skrifað nafn sitt á undirskriftalista sem gengur á netinu, þar sem úrbóta er krafist. „Enda gríðarlega mikilvægt mál, ekki bara fyrir Akranes heldur Vesturland allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
„Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á þá áhættu að keyra þennan veg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Bæjarstjórn Akraness lagði á þriðjudag fram kröftuga ályktun þar sem krafist er úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og skorað á samgönguyfirvöld að veita frekari fjármuna til tvöföldunar vegkaflans. Skagamenn hafa fengið nóg. Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að settar yrðu 700 milljónir í að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Eins og staðan er í dag verður ekki staðið við það. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 þann 4. janúar að Kjalarnesið væri hættulegur vegur og að alvarleg slys þar ættu ekki að koma á óvart. Degi áður hafði 37 ára karlmaður látið þar lífið í bílslysi.Viðtalið við vegamálastjóra má sjá hér að neðan.Sævar Freyr tekur undir orð vegamálastjóra. Bæjarstjórinn þekkir vegkaflann vel enda var hann um árabil einn þeirra fjölmörgu íbúa Akraness og nágrennis sem keyra Kjalarnesið daglega vegna vinnu eða náms. Það þarf ekki margar ferðir til að sjá hversu oft liggur við stórslysi. Að meðaltali fóru á bilinu 6.400 til 8.100 bílar vegkaflann frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum á degi hverjum á síðasta ári en á undanförnum áratugum hafa orðið þar banaslys og ótal alvarleg slys. Þeir sem til þekkja segja það nánast með ólíkindum að ekki hafi orðið fleiri banaslys á vegkaflanum, miðað við umferðarþunga. Eitt sé þó einu of mikið. „Það hafa blessunarlega, miðað við allt, verið færri slys á þessum vegi en ýmsum öðrum. En þegar slys voru tíð á vegum út úr Reykjavík til Hveragerðis og Reykjaness sýndum við því skilning að það yrði að forgangsraða þeim vegum, á þeim tíma. Nú eru einfaldlega komnar upp aðstæður sem eru farnar að líkjast því sem ýtti við mönnum þegar farið var í þær og frekari bið er bara of mikil áhætta,“ segir Sævar. Það eigi þó ekki að þurfa fjölda banaslysa til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni með sjálfsögðum úrbótum. Boðað er til íbúafundar á Akranesi 24. janúar næstkomandi með samgönguráðherra. Sævar segir ráðherra hafa tjáð honum á fundi nýverið að ekkert væri endanlega ákveðið varðandi samgönguáætlunina og því vilji íbúar eiga samtal við ráðherra. Bæjarstjórinn býst við fjölmennum fundi en nú þegar hafa ríflega tvö þúsund manns skrifað nafn sitt á undirskriftalista sem gengur á netinu, þar sem úrbóta er krafist. „Enda gríðarlega mikilvægt mál, ekki bara fyrir Akranes heldur Vesturland allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira