Það verður ekki annað sagt en að það sé heimilisleg og afslöppuð stemning í Paladium-höllinni í Split þó enn eigi eftir að klára mörg verk.
Á viðtalasvæðinu í höllinni má meðal annars finna tvær konur á besta aldri sem eru að sauma merki og auglýsingar á búninga króatíska liðsins.
Þar sitja þær í mestu makindum í litlu herbergi og láta verkin tala. Það var létt yfir þeim er blaðamaður kíkti á þær og bað um mynd. Þær voru svolítið feimnar en gátu ekki hafnað mynd á endanum.
Augljóslega traustar konur og búningar króatíska liðsins í öruggum höndum hjá þeim.
Verið að sauma á búninga Króata í höllinni

Tengdar fréttir

Enn verið að mála keppnishöllina í Split
Það er rétt rúmur sólarhringur í að keppni hefjist í riðli Íslands á EM í Split. Þegar blaðamaður Vísis mætti á svæðið nú undir hádegi sá hann strax að ekki er allt tilbúið.

EM-dagbókin: Svarta síðan setti mig á svarta listann hjá HSÍ
Henry Birgir er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót með strákunum okkar og rifjar hér upp er hann mætti á sitt fyrsta fyrir fjórtán árum síðan. Það mót fór ekki vel.