Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem ræddi við manneskjur sem sóttu fundinn. Þau segja ummæli Trump hafa komið fundargestum á óvart.
Þingmennirnir og Trump eru að reyna að komast að samkomulagi um að tryggja aftur réttindi umræddra innflytjenda, en mörgum þeirra hefur verið gert að yfirgefa Bandaríkin, og á sama ræða mögulega fjárveitingu til þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Trump hefði eitt sinn sagt að allir innflytjendur frá Haítí væru með alnæmi og að innflytjendur frá Afríku myndu aldrei snúa aftur í kofana sína.
Hvíta húsið neitað því ekki að Trump hefði sagt þetta og sendi út yfirlýsingu um að hann væri að berjast fyrir hagsmunum Bandaríkjamanna.
Í fyrstu stóð í fréttinni að fundurinn hefði farið fram í gær. Hið rétta er að hann var í dag og hefur það verið leiðrétt.
White House response to this story here. Went over every comment in the story before it was published: https://t.co/1RPtfAviYZ pic.twitter.com/dViIeW7Q1X
— Josh Dawsey (@jdawsey1) January 11, 2018
The Trump administration habitually denies true stories, but it has officially accepted the "shithole" report. https://t.co/vJO0INjrOe
— Daniel Dale (@ddale8) January 11, 2018