Zeman líklegastur til að vinna tékknesku forsetakosningarnar Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2018 10:32 Milos Zeman forseti og helsti keppinautur hans, Jiri Drahos. Vísir/AFP Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun til að kjósa sér forseta. Kannanir benda til að líklegt sé að núverandi forseti, Milos Zeman, muni bera sigur úr býtum. Ólíklegt þykir að hann nái hreinum meirihluta í fyrri umferð kosninganna og þurfi því að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið verður á milli tveggja efstu úr þeirri fyrri. Alls eru níu manns í framboði. Helsti keppinautur hins 73 ára fyrrverandi kommúnista, Zeman, er Jiri Drahos, óháður frambjóðandi og efnafræðingur sem áður gegndi stöðu forseta tékknesku vísindaakademíunnar.Talar fyrir harðri innflytjendastefnu Zeman tók við forsetaembættinu árið 2013 og hefur hann í kosningabaráttunni talað fyrir harðri innflytjendastefnu og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Tékklands í Evrópusambandinu. Sjálfur styður hann þó aðild landsins að sambandinu. Orðræða Zeman þykir svipa til fjölda leiðtoga í öðrum austurevrópskum ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Hann hefur verið harðorður í garð múslima og kallað straum flóttafólks til álfunnar sem „skipulagða innrás“ inn í Evrópu og að „ómögulegt“ sé fyrir múslima að aðlagast.Nýtur stuðnings Babis Zeman nýtur stuðnings forsætisráðherrans Andrej Babis sem hefur kallað Zeman „eina merkustu persónu“ sem hafi komið fram frá falli kommúnismans árið 1989. Babis tók við sínu embætti í lok síðasta árs. Komi til síðari umferðar fer hún fram dagana 26. og 27. janúar. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun til að kjósa sér forseta. Kannanir benda til að líklegt sé að núverandi forseti, Milos Zeman, muni bera sigur úr býtum. Ólíklegt þykir að hann nái hreinum meirihluta í fyrri umferð kosninganna og þurfi því að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið verður á milli tveggja efstu úr þeirri fyrri. Alls eru níu manns í framboði. Helsti keppinautur hins 73 ára fyrrverandi kommúnista, Zeman, er Jiri Drahos, óháður frambjóðandi og efnafræðingur sem áður gegndi stöðu forseta tékknesku vísindaakademíunnar.Talar fyrir harðri innflytjendastefnu Zeman tók við forsetaembættinu árið 2013 og hefur hann í kosningabaráttunni talað fyrir harðri innflytjendastefnu og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Tékklands í Evrópusambandinu. Sjálfur styður hann þó aðild landsins að sambandinu. Orðræða Zeman þykir svipa til fjölda leiðtoga í öðrum austurevrópskum ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Hann hefur verið harðorður í garð múslima og kallað straum flóttafólks til álfunnar sem „skipulagða innrás“ inn í Evrópu og að „ómögulegt“ sé fyrir múslima að aðlagast.Nýtur stuðnings Babis Zeman nýtur stuðnings forsætisráðherrans Andrej Babis sem hefur kallað Zeman „eina merkustu persónu“ sem hafi komið fram frá falli kommúnismans árið 1989. Babis tók við sínu embætti í lok síðasta árs. Komi til síðari umferðar fer hún fram dagana 26. og 27. janúar.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira