Zeman líklegastur til að vinna tékknesku forsetakosningarnar Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2018 10:32 Milos Zeman forseti og helsti keppinautur hans, Jiri Drahos. Vísir/AFP Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun til að kjósa sér forseta. Kannanir benda til að líklegt sé að núverandi forseti, Milos Zeman, muni bera sigur úr býtum. Ólíklegt þykir að hann nái hreinum meirihluta í fyrri umferð kosninganna og þurfi því að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið verður á milli tveggja efstu úr þeirri fyrri. Alls eru níu manns í framboði. Helsti keppinautur hins 73 ára fyrrverandi kommúnista, Zeman, er Jiri Drahos, óháður frambjóðandi og efnafræðingur sem áður gegndi stöðu forseta tékknesku vísindaakademíunnar.Talar fyrir harðri innflytjendastefnu Zeman tók við forsetaembættinu árið 2013 og hefur hann í kosningabaráttunni talað fyrir harðri innflytjendastefnu og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Tékklands í Evrópusambandinu. Sjálfur styður hann þó aðild landsins að sambandinu. Orðræða Zeman þykir svipa til fjölda leiðtoga í öðrum austurevrópskum ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Hann hefur verið harðorður í garð múslima og kallað straum flóttafólks til álfunnar sem „skipulagða innrás“ inn í Evrópu og að „ómögulegt“ sé fyrir múslima að aðlagast.Nýtur stuðnings Babis Zeman nýtur stuðnings forsætisráðherrans Andrej Babis sem hefur kallað Zeman „eina merkustu persónu“ sem hafi komið fram frá falli kommúnismans árið 1989. Babis tók við sínu embætti í lok síðasta árs. Komi til síðari umferðar fer hún fram dagana 26. og 27. janúar. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Tékkar ganga að kjörborðinu í dag og á morgun til að kjósa sér forseta. Kannanir benda til að líklegt sé að núverandi forseti, Milos Zeman, muni bera sigur úr býtum. Ólíklegt þykir að hann nái hreinum meirihluta í fyrri umferð kosninganna og þurfi því að grípa til annarrar umferðar þar sem kosið verður á milli tveggja efstu úr þeirri fyrri. Alls eru níu manns í framboði. Helsti keppinautur hins 73 ára fyrrverandi kommúnista, Zeman, er Jiri Drahos, óháður frambjóðandi og efnafræðingur sem áður gegndi stöðu forseta tékknesku vísindaakademíunnar.Talar fyrir harðri innflytjendastefnu Zeman tók við forsetaembættinu árið 2013 og hefur hann í kosningabaráttunni talað fyrir harðri innflytjendastefnu og að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framtíð Tékklands í Evrópusambandinu. Sjálfur styður hann þó aðild landsins að sambandinu. Orðræða Zeman þykir svipa til fjölda leiðtoga í öðrum austurevrópskum ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Hann hefur verið harðorður í garð múslima og kallað straum flóttafólks til álfunnar sem „skipulagða innrás“ inn í Evrópu og að „ómögulegt“ sé fyrir múslima að aðlagast.Nýtur stuðnings Babis Zeman nýtur stuðnings forsætisráðherrans Andrej Babis sem hefur kallað Zeman „eina merkustu persónu“ sem hafi komið fram frá falli kommúnismans árið 1989. Babis tók við sínu embætti í lok síðasta árs. Komi til síðari umferðar fer hún fram dagana 26. og 27. janúar.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira