Nýfæddar stjörnur í glóandi gasskýi í nýju myndbandi NASA Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 14:30 Nýfæddar stjörnur, glóandi gas og rykskífur sem eru að mynda ný sólkerfi eru á meðal þess sem ber fyrir augu í myndbandinu af Sverðþokunni. NASA, ESA, F. Summers, G. Bacon, Z. Levay, J. DePasquale, L. Frattare, M. Robberto and M. Gennaro (STScI), and R. Hurt (Caltech/IPAC) Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur sameinað myndir frá tveimur geimsjónaukum til þess að búa til þrívíddarlíkan af Sverðþokunni, skærustu stjörnuþokunni á næturhimninum, í nýju myndbandi. Með því geta áhorfendur skoðað fæðingarstað stjarna í þokunni. Sverðþokan, einnig þekkt sem Messier 42, er það stjörnumyndunarsvæði í Vetrarbrautinni sem er næst jörðinni. Hún er jafnframt eitt bjartasta fyrirbærið á næturhiminum og þekur fjórfalt stærra svæði en fullt tungl, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Hún er um 24 ljósár að þvermáli og sést jafnvel með berum augum frá jörðinni. Hana má finna sunnan Fjósakvennanna í stjörnumerkinu Óríon. Augu manna geta þó ekki greint Sverðþokuna í öllu sínu veldi. Því skeyttu sérfræðingar NASA saman myndum frá Hubble-geimsjónaukanum, sem tekur myndir á sýnilega hluta litrófsins auk útfjólublá og nærinnrauða hlutans, við myndir frá Spitzer-geimsjónaukanum, sem er næmur fyrir innrauðu ljósi. Með hjálp þess sem þeir kalla „Hollywood-brellur“ bjuggu þeir til myndband af flugi í gegnum Sverðþokuna í þrívídd. „Að geta flogið í gegnum vefnað stjörnuþokunnar í þremur víddum gefur fólki miklu betri tilfinningu fyrir því hvernig alheimurinn er í raun og veru,“ segir Frank Summers frá Geimsjónaukavísindastofnuninni (STScI) sem leiddi hópinn sem setti saman myndbandið hjá NASA. Tækni Vísindi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur sameinað myndir frá tveimur geimsjónaukum til þess að búa til þrívíddarlíkan af Sverðþokunni, skærustu stjörnuþokunni á næturhimninum, í nýju myndbandi. Með því geta áhorfendur skoðað fæðingarstað stjarna í þokunni. Sverðþokan, einnig þekkt sem Messier 42, er það stjörnumyndunarsvæði í Vetrarbrautinni sem er næst jörðinni. Hún er jafnframt eitt bjartasta fyrirbærið á næturhiminum og þekur fjórfalt stærra svæði en fullt tungl, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Hún er um 24 ljósár að þvermáli og sést jafnvel með berum augum frá jörðinni. Hana má finna sunnan Fjósakvennanna í stjörnumerkinu Óríon. Augu manna geta þó ekki greint Sverðþokuna í öllu sínu veldi. Því skeyttu sérfræðingar NASA saman myndum frá Hubble-geimsjónaukanum, sem tekur myndir á sýnilega hluta litrófsins auk útfjólublá og nærinnrauða hlutans, við myndir frá Spitzer-geimsjónaukanum, sem er næmur fyrir innrauðu ljósi. Með hjálp þess sem þeir kalla „Hollywood-brellur“ bjuggu þeir til myndband af flugi í gegnum Sverðþokuna í þrívídd. „Að geta flogið í gegnum vefnað stjörnuþokunnar í þremur víddum gefur fólki miklu betri tilfinningu fyrir því hvernig alheimurinn er í raun og veru,“ segir Frank Summers frá Geimsjónaukavísindastofnuninni (STScI) sem leiddi hópinn sem setti saman myndbandið hjá NASA.
Tækni Vísindi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira