Opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum lausn á vanda foreldra Baldur Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Skúli Helgason segir að vel hafi gengið að bæta úr manneklu á leikskólum eða rót vandans. vísir/anton brink Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dagforeldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgarsvæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingarorlofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leikskólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgarinnar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgarinnar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagforeldrakerfið. „Hann á að fara heildstætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til framtíðar. Það sé ekki endilega heppilegasta fyrirkomulagið að ein manneskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum markmiðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarnadeildir á allra næstu vikum og lokaskýrslu í mars.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira