Íslenski boltinn

Guðmundur Böðvar í Breiðablik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Gylfason og Guðmundur Böðvar unnu saman hjá Fjölni og eru nú sameinaðir á ný
Ágúst Gylfason og Guðmundur Böðvar unnu saman hjá Fjölni og eru nú sameinaðir á ný mynd/breiðablik
Guðmundur Böðvar Guðjónsson mun spila með Breiðabliki í Pepsi deild karla í knattspyrnu næsta sumar, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag.

Guðmundur kemur í Kópavoginn frá ÍA, en hann hefur æft með Blikum að undanförnu og spilaði með þeim í BOSE mótinu.

Hinn 28 ára Guðmundur hefur helst leikið sem miðjumaður en á einnig leiki að baki sem varnarmaður. Hann er uppalinn á Akranesi en lék með Fjölni frá 2013 fram á mitt sumar 2016 þegar hann snéri heim á Skagann.

Guðmundur spilaði 10 leiki með ÍA í Pepsi deildinni á síðasta tímabili, en liðið féll úr efstu deild í haust. Hann á að baki 182 meistaraflokksleiki sem hann hefur skorað fimm mörk í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×