Veginum um Hellisheiði hefur verið lokað í vegna umferðaróhapps en fært er um Þrengsli að því kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Enn er vegurinn er yfir Öxnadalsheiði lokaður vegna veðurs en verið er að kanna aðstæður þar.


Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði.
Víða veður stormur og hríðarbylur norðanlands í dag. Gera má ráð fyrir stórvarasömum hviðum á sama tíma í vestanverðum Eyjafirði, allt að 45-50 m/s.
Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs.