Íslenska vegakerfið fær lága einkunn Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 21:00 Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum. Samgöngur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum.
Samgöngur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira