Í svartnætti fátæktarinnar Ellert B. Schram skrifar 15. janúar 2018 07:00 Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. Ferillinn er þessi: Eins og við öll vitum, greiða Almannatryggingar ellilífeyri til eldri borgara. Þær voru hæstar 280 þús. kr. pr. mánuð á síðasta ári. Hækkanir á ellilífeyri eru í samræmi við neysluvísitölu samkvæmt lögum þar að lútandi. Fyrir tveim árum þótti ljóst að ellilífeyrir væri of lágur og síðasta ríkisstjórn setti lög um að hækka ellilífeyri TR í áföngum, allt upp í 300 þú.s kr. pr. mánuð án tillits til neysluvísitölunnar. Lokahækkunin átti að eiga sér stað um áramótin núna. Svo er stofnað til nýrrar ríkisstjórnar í desember og hvað gerist? Jú, staðið er við gildandi lög um 20 þús. kr. hækkunina, úr 280 þús. í 300 þús. kr. en með þeirri aðferð að fella hækkun neysluvísitölunnar (4,7%) inn í þá upphæð. Gefa með vinstri, til að taka með hægri. Ríkisútgjöldin er notuð til að borga sig sjálf. Þetta gerist á þeim tíma, þegar upplýst er um ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir hjá margvíslegum stéttum og starfsmönnum, um tugi prósenta og afturvirkar til margra mánaða. Samfélagið virðist hafa efni á að stórhækka kjör fólks hér og þar í kerfinu, en síðan er notuð sú aðferð hjá ríkinu, gagnvart eldri borgurum, að láta þá borga sína litlu hækkun með fé úr sínum eigin vasa. Og við erum ekki að tala um milljónir eða milljarða. Við erum að tala um fátækustu eldri borgarana, sem verða að lifa af greiðslum frá TR. Hverjar tuttugu þúsund krónur skipta þennan hóp miklu máli og þessi vinnubrögð eru fyrir neðan alla virðingu og réttlæti. Fólk, sem hefur ekki meira til framfærslu en hér hefur verið rakið, er fólkið, sem við skiljum eftir í svartnætti fátæktarinnar.Höfundur er form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það gengur á ýmsu að því er varðar málefni eldri borgara. Ég held samt að stjórnvöld hafi toppað allar aðgerðir sínar, þegar fjárlög voru samþykkt í lok ársins. Ferillinn er þessi: Eins og við öll vitum, greiða Almannatryggingar ellilífeyri til eldri borgara. Þær voru hæstar 280 þús. kr. pr. mánuð á síðasta ári. Hækkanir á ellilífeyri eru í samræmi við neysluvísitölu samkvæmt lögum þar að lútandi. Fyrir tveim árum þótti ljóst að ellilífeyrir væri of lágur og síðasta ríkisstjórn setti lög um að hækka ellilífeyri TR í áföngum, allt upp í 300 þú.s kr. pr. mánuð án tillits til neysluvísitölunnar. Lokahækkunin átti að eiga sér stað um áramótin núna. Svo er stofnað til nýrrar ríkisstjórnar í desember og hvað gerist? Jú, staðið er við gildandi lög um 20 þús. kr. hækkunina, úr 280 þús. í 300 þús. kr. en með þeirri aðferð að fella hækkun neysluvísitölunnar (4,7%) inn í þá upphæð. Gefa með vinstri, til að taka með hægri. Ríkisútgjöldin er notuð til að borga sig sjálf. Þetta gerist á þeim tíma, þegar upplýst er um ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir hjá margvíslegum stéttum og starfsmönnum, um tugi prósenta og afturvirkar til margra mánaða. Samfélagið virðist hafa efni á að stórhækka kjör fólks hér og þar í kerfinu, en síðan er notuð sú aðferð hjá ríkinu, gagnvart eldri borgurum, að láta þá borga sína litlu hækkun með fé úr sínum eigin vasa. Og við erum ekki að tala um milljónir eða milljarða. Við erum að tala um fátækustu eldri borgarana, sem verða að lifa af greiðslum frá TR. Hverjar tuttugu þúsund krónur skipta þennan hóp miklu máli og þessi vinnubrögð eru fyrir neðan alla virðingu og réttlæti. Fólk, sem hefur ekki meira til framfærslu en hér hefur verið rakið, er fólkið, sem við skiljum eftir í svartnætti fátæktarinnar.Höfundur er form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun