Aron: Voru ekki betri en við fannst mér Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2018 21:38 Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. „Fyrstu tíu mínúturnar voru svekkjandi. Við spilum mjög vel, en náum ekki að klára sóknirnar. Okkur er refsað fyrir það,” sagði Aron aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis í síðari hálfleik. „Við náðum að opna þá og koma okkur í færi, en náum ekki að klára með marki. Við vorum að fá góða sénsa og það er rosalega svekkjandi.” Fyrri hálfleikurinn var ansi góður, en Aron segir ekki að íslenska liðinu hafi liðið eitthvað alltof vel í hálfleik.Umfjöllun:Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik „Tilfinningin var auðvitað góð í hálfleik, en samt sem áður bara á pari við það sem við ætluðum að gera. Tapa með einu í hálfleik, jafn leikur og þetta var í fínu standi, þess vegna er þetta rosalega svekkjandi.” „Við spiluðum áfram vel, en vorum ekki að ná að klára færin. Það er ástæða fyrir því að þeir ná þessu góða forskoti og halda því bara út allan leikinn. Þeir eru bestir í því.” Dómararnir voru oft á tíðum nokkuð skrautlegir, en Aron segir að það hafi verið vitað enda ellefu þúsund Króatar í höllinni og þeir á heimavelli. „Auðvitað fá þeir 50-50 boltana til sín og það vissum við fyrir leikinn. Ég gæti farið út í þá sálma og það var vitað. Maður pirraði sig einu sinni eða tvisvar, en ég er ekki að fara kenna því um.” Hvað pirrar Aron mest í leikslok? „Það eru þessar tíu mínútur í síðari hálfleik þar sem við spilum vel, en erum ekki að ná að klára; síðasta sendingin eða skot. Það er mest svekkjandi af því að þeir voru ekki betri en við fannst mér. Að þeir hafi náð þessu forskoti þar fer í mig,” sagði Aron að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31 HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15 Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. „Fyrstu tíu mínúturnar voru svekkjandi. Við spilum mjög vel, en náum ekki að klára sóknirnar. Okkur er refsað fyrir það,” sagði Aron aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis í síðari hálfleik. „Við náðum að opna þá og koma okkur í færi, en náum ekki að klára með marki. Við vorum að fá góða sénsa og það er rosalega svekkjandi.” Fyrri hálfleikurinn var ansi góður, en Aron segir ekki að íslenska liðinu hafi liðið eitthvað alltof vel í hálfleik.Umfjöllun:Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik „Tilfinningin var auðvitað góð í hálfleik, en samt sem áður bara á pari við það sem við ætluðum að gera. Tapa með einu í hálfleik, jafn leikur og þetta var í fínu standi, þess vegna er þetta rosalega svekkjandi.” „Við spiluðum áfram vel, en vorum ekki að ná að klára færin. Það er ástæða fyrir því að þeir ná þessu góða forskoti og halda því bara út allan leikinn. Þeir eru bestir í því.” Dómararnir voru oft á tíðum nokkuð skrautlegir, en Aron segir að það hafi verið vitað enda ellefu þúsund Króatar í höllinni og þeir á heimavelli. „Auðvitað fá þeir 50-50 boltana til sín og það vissum við fyrir leikinn. Ég gæti farið út í þá sálma og það var vitað. Maður pirraði sig einu sinni eða tvisvar, en ég er ekki að fara kenna því um.” Hvað pirrar Aron mest í leikslok? „Það eru þessar tíu mínútur í síðari hálfleik þar sem við spilum vel, en erum ekki að ná að klára; síðasta sendingin eða skot. Það er mest svekkjandi af því að þeir voru ekki betri en við fannst mér. Að þeir hafi náð þessu forskoti þar fer í mig,” sagði Aron að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31 HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15 Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31
HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15
Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30