Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar reyktir í síðari hálfleik Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 14. janúar 2018 23:45 Janus Daði fær hér óblíðar móttökur hjá króatísku vörninni. vísir/epa Eftir ákaflega lofandi frammistöðu í fyrri hálfleik þá féll strákunum okkar allur ketill í eld í síðari hálfleik og sterkir Króatar reykspóluðu í burtu og skildu þá eftir í reyknum. Þó ekki sígarettureyknum þó svo þeir hafi hreinlega reykt okkar menn í seinni hálfleik og unnið 29-22. Fyrri hálfleikur var stórkostleg skemmtun. Frábær sóknarleikur beggja liða þar sem menn skoruðu að vild. Eldfljótir Króatar voru mjög erfiðir við að eiga en okkar strákar voru óhræddir, settu út kassann og svöruðu alltaf fyrir sig. Geir þjálfari kom svolítið á óvart er hann byrjaði með Janus Daða, Ómar Inga og Bjarka Elísson í sókninni. Bjarki fékk úr engu að moða en mikið mæddi á Janusi og Ómari. Þeir létu ekki ellefu þúsund áhorfendur hræða sig. Mættu grjótharðir til leiks og sölluðu inn mörkum á Króatana ásamt því að búa til. Þvílíkir töffarar. Ekki skemmdi fyrir að Aron Pálmarsson var vel gíraður og ef vörnin hefði staðið í lappirnar framan af fyrri hálfleik þá hefði íslenska liðið náð frumkvæðinu.Óþarfa heimadómgæsla Það kom um miðjan hálfleikinn er Ísland komst yfir, 8-7. Bjöggi byrjaður að verja og sóknarleikurinn frábær. Þá byrjuðu slakir rússneskir dómarar að aðstoða heimamenn. Algjörlega óþolandi. Gott lið eins og Króatía þarf ekki á aðstoð dómara að halda á heimavelli. Strákarnir einnig klaufar og köstuðu boltanum frá sér en þeir voru í vandræðum með 5/1 vörn Króatana þar sem hinn stóri Igor Vori var alltaf að flækjast fyrir. Króatar eldsnöggir að koma sér aftur yfir og þeir litu í raun aldrei til baka. Króatía leiddi með einu marki, 14-13, í hálfleik. Það er geggjuð staðreynd í ljósi þess að króatísku markverðirnir vörðu aðeins eitt skot í fyrri hálfleik! Ísland var aftur á móti með átta tapaða bolta. Blóðugt. Allir leikmenn íslenska liðsins nýttu sín skot í fyrri hálfleik fullkomlega en Aron Pálmarsson klikkaði á tveimur skotum. Það voru einu skotin sem fóru forgörðum. Fáranleg tölfræði.Bjarki Már hefur oft átt betri leik en í kvöld. Hann er hér búinn að missa Karacic fram hjá sér og tekur hann á hálstaki.vísir/epaHerbragðið sem er að drepa handboltann Síðari hálfeikur fór hörmulega af stað. Lino Cervar dró fram gamalt herbragð þar sem honum leist ekki á stöðuna. Fór að spila með sjö í sókn eins og hann gerði allt síðasta HM með Makedóníu. Leiðinlegasta herbragð sögunnar sem getur drepið allt úr leiðindum og er að drepa handboltann. Það gerði þó gæfumuninn fyrir liðið núna. Íslenska liðið æfði sig ekki sérstaklega fyrir sjö manna sókn sem verður að teljast nokkuð sérstakt þar sem líklegt var að Cervar myndi fara í þá taktík. Eftir tíu mínútur af síðari hálfleik voru Króatar komnir með sex marka forskot, 21-15, og leiknum í raun lokið. Sóknarleikurinn ekki góður hjá okkar mönnum. Áræðnin horfin og of oft beðið eftir því að Aron myndi gera eitthvað. Strákarnir komu sér samt í færi en skotin voru léleg. Þegar Guðjón Valur klikkaði síðan í hraðaupphlaupi var alveg ljóst að þetta var ekki okkar dagur. Króatar lönduðu þægilegum sigri en strákarnir fá prik fyrir að hætta aldrei. Það var margt virkilega jákvætt við leik íslenska liðsins í þessum leik og gaman að sjá framlag frá mörgum mönnum á þessu móti. Geir óhræddur við að dreifa leiktímanum og allir leikmenn fá traust frá þjálfaranum. Það voru aftur á móti gæði Króata, frábærir áhorfendur, lélegir dómarar og klaufaskapur íslenska liðsins sem varð þess valdandi að íslenska liðið sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Það var tækifæri miðað við stöðuna í hálfleik og auðvitað svekkjandi að sá síðari hafi ekki verið betri. Vörnin var ekki nógu góð og markvarslan þar af leiðandi ekki heldur. Sóknarleikurinn flottur lengstum en strákarnir á línunni verða að fara að grípa boltann. Einn besti sendingamaður heims er að mata þá. Það var svo sem aldrei búist við því að liðið myndi vinna Króata og því verður að taka það jákvæða með úr þessum leik og taka það með í leikinn mikilvæga gegn Serbum. Strákarnir eru enn í stöðu til þess að fara inn í milliriðil í fínum málum og því er engin ástæða til þess að fara á taugum eftir þetta tap í kvöld. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31 HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15 Aron: Voru ekki betri en við fannst mér Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. 14. janúar 2018 21:38 Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30 Janus Daði: Höfðum bullandi trú á sigri "Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:44 Einkunnir Íslands: Ólafur og Aron bestu menn íslenska liðsins Ólafur Guðmundsson og Aron Pálmarsson voru bestu menn íslenska landsliðsins í tapinu á móti Króatíu samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Íslendingar töpuðu þá með sjö marka mun á móti gestgjöfum Króata á EM í handbolta, 29-22. 14. janúar 2018 22:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Eftir ákaflega lofandi frammistöðu í fyrri hálfleik þá féll strákunum okkar allur ketill í eld í síðari hálfleik og sterkir Króatar reykspóluðu í burtu og skildu þá eftir í reyknum. Þó ekki sígarettureyknum þó svo þeir hafi hreinlega reykt okkar menn í seinni hálfleik og unnið 29-22. Fyrri hálfleikur var stórkostleg skemmtun. Frábær sóknarleikur beggja liða þar sem menn skoruðu að vild. Eldfljótir Króatar voru mjög erfiðir við að eiga en okkar strákar voru óhræddir, settu út kassann og svöruðu alltaf fyrir sig. Geir þjálfari kom svolítið á óvart er hann byrjaði með Janus Daða, Ómar Inga og Bjarka Elísson í sókninni. Bjarki fékk úr engu að moða en mikið mæddi á Janusi og Ómari. Þeir létu ekki ellefu þúsund áhorfendur hræða sig. Mættu grjótharðir til leiks og sölluðu inn mörkum á Króatana ásamt því að búa til. Þvílíkir töffarar. Ekki skemmdi fyrir að Aron Pálmarsson var vel gíraður og ef vörnin hefði staðið í lappirnar framan af fyrri hálfleik þá hefði íslenska liðið náð frumkvæðinu.Óþarfa heimadómgæsla Það kom um miðjan hálfleikinn er Ísland komst yfir, 8-7. Bjöggi byrjaður að verja og sóknarleikurinn frábær. Þá byrjuðu slakir rússneskir dómarar að aðstoða heimamenn. Algjörlega óþolandi. Gott lið eins og Króatía þarf ekki á aðstoð dómara að halda á heimavelli. Strákarnir einnig klaufar og köstuðu boltanum frá sér en þeir voru í vandræðum með 5/1 vörn Króatana þar sem hinn stóri Igor Vori var alltaf að flækjast fyrir. Króatar eldsnöggir að koma sér aftur yfir og þeir litu í raun aldrei til baka. Króatía leiddi með einu marki, 14-13, í hálfleik. Það er geggjuð staðreynd í ljósi þess að króatísku markverðirnir vörðu aðeins eitt skot í fyrri hálfleik! Ísland var aftur á móti með átta tapaða bolta. Blóðugt. Allir leikmenn íslenska liðsins nýttu sín skot í fyrri hálfleik fullkomlega en Aron Pálmarsson klikkaði á tveimur skotum. Það voru einu skotin sem fóru forgörðum. Fáranleg tölfræði.Bjarki Már hefur oft átt betri leik en í kvöld. Hann er hér búinn að missa Karacic fram hjá sér og tekur hann á hálstaki.vísir/epaHerbragðið sem er að drepa handboltann Síðari hálfeikur fór hörmulega af stað. Lino Cervar dró fram gamalt herbragð þar sem honum leist ekki á stöðuna. Fór að spila með sjö í sókn eins og hann gerði allt síðasta HM með Makedóníu. Leiðinlegasta herbragð sögunnar sem getur drepið allt úr leiðindum og er að drepa handboltann. Það gerði þó gæfumuninn fyrir liðið núna. Íslenska liðið æfði sig ekki sérstaklega fyrir sjö manna sókn sem verður að teljast nokkuð sérstakt þar sem líklegt var að Cervar myndi fara í þá taktík. Eftir tíu mínútur af síðari hálfleik voru Króatar komnir með sex marka forskot, 21-15, og leiknum í raun lokið. Sóknarleikurinn ekki góður hjá okkar mönnum. Áræðnin horfin og of oft beðið eftir því að Aron myndi gera eitthvað. Strákarnir komu sér samt í færi en skotin voru léleg. Þegar Guðjón Valur klikkaði síðan í hraðaupphlaupi var alveg ljóst að þetta var ekki okkar dagur. Króatar lönduðu þægilegum sigri en strákarnir fá prik fyrir að hætta aldrei. Það var margt virkilega jákvætt við leik íslenska liðsins í þessum leik og gaman að sjá framlag frá mörgum mönnum á þessu móti. Geir óhræddur við að dreifa leiktímanum og allir leikmenn fá traust frá þjálfaranum. Það voru aftur á móti gæði Króata, frábærir áhorfendur, lélegir dómarar og klaufaskapur íslenska liðsins sem varð þess valdandi að íslenska liðið sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Það var tækifæri miðað við stöðuna í hálfleik og auðvitað svekkjandi að sá síðari hafi ekki verið betri. Vörnin var ekki nógu góð og markvarslan þar af leiðandi ekki heldur. Sóknarleikurinn flottur lengstum en strákarnir á línunni verða að fara að grípa boltann. Einn besti sendingamaður heims er að mata þá. Það var svo sem aldrei búist við því að liðið myndi vinna Króata og því verður að taka það jákvæða með úr þessum leik og taka það með í leikinn mikilvæga gegn Serbum. Strákarnir eru enn í stöðu til þess að fara inn í milliriðil í fínum málum og því er engin ástæða til þess að fara á taugum eftir þetta tap í kvöld.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31 HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15 Aron: Voru ekki betri en við fannst mér Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. 14. janúar 2018 21:38 Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44 Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30 Janus Daði: Höfðum bullandi trú á sigri "Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:44 Einkunnir Íslands: Ólafur og Aron bestu menn íslenska liðsins Ólafur Guðmundsson og Aron Pálmarsson voru bestu menn íslenska landsliðsins í tapinu á móti Króatíu samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Íslendingar töpuðu þá með sjö marka mun á móti gestgjöfum Króata á EM í handbolta, 29-22. 14. janúar 2018 22:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Geir: Fannst dómgæslan halla á okkur Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, segir að það hafi margt farið í gegnum kollinn á sér í lok leiksins gegn Króatíu sem tapaðist á EM í Split í kvöld. Hann segir að dómgæslan hafi stundum verið furðuleg, en vill þó fá að skoða hana aftur og betur. 14. janúar 2018 21:31
HB Statz: Svona var tölfræðin í tapi Íslands á móti Króatíu Allir töpuðu boltarnir reyndust íslenska liðinu dýrkeyptir í sjö marka tapi á móti gestgjöfum Króata á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:15
Aron: Voru ekki betri en við fannst mér Aron Pálmarsson, stórskytta Íslands, segir að það fari rosalega mikið í taugarnar á sér hvernig íslenska liðinu tókst ekki að klára sóknir sínar fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik. Hann segist þó ánægður með spilamennsku, að mestu leyti. 14. janúar 2018 21:38
Twitter eftir tapið í kvöld: Króatar lokuðu sjoppunni Ísland beið lægri hlut gegn Króatíu í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eftir hlé sýndu heimamenn hvers þeir eru megnugir og unnu öruggan sigur. 14. janúar 2018 19:44
Umfjöllun: Króatía - Ísland 29-22 | Tap gegn Króatíu eftir góðan fyrri hálfleik Ísland spilaði í góðar 30 mínútur gegn Króatíu í öðrum leik liðsins á EM í Króatíu. Staðan í hálfleik var 14-13, en í síðari hálfleik voru Króatar mikið sterkari og unnu að lokum sjö marka sigur, 29-22. 14. janúar 2018 21:30
Janus Daði: Höfðum bullandi trú á sigri "Þetta er hundfúlt. Við komum í leikinn til að vinna og við höfðum bullandi trú á því eins og mér fannst við sýna alveg frá byrjun. Þetta gekk ekki í dag,“ sagði Janus Daði Smárason sem skoraði þrjú mörk í sjö marka tapi gegn Króatíu á Evrópumótinu í kvöld. 14. janúar 2018 21:44
Einkunnir Íslands: Ólafur og Aron bestu menn íslenska liðsins Ólafur Guðmundsson og Aron Pálmarsson voru bestu menn íslenska landsliðsins í tapinu á móti Króatíu samkvæmt einkunnagjöf HB Statz. Íslendingar töpuðu þá með sjö marka mun á móti gestgjöfum Króata á EM í handbolta, 29-22. 14. janúar 2018 22:45