Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:05 Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum Parks and Recreation og Master of None. Vísir/AFP Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Aziz Ansari segir í yfirlýsingu að hann hafi talið að kynferðisleg samskipti sem hann átti við 23 ára gamla konu í fyrra hafi verið með vilja beggja. Konan sakar Ansari um að hafa brotið á sér á stefnumóti. Saga hennar var birt á vefmiðlinum Babe um helgina. Ekki hefur verið greint frá nafni konunnar opinberlega en þau Ansari fóru á stefnumót í fyrra. Hún segir að Ansari hafi ítrekað haft frumkvæði að kynferðislegum athöfnum þrátt fyrir að hún hefði gefið til kynna að hún hefði ekki áhuga á þeim heima hjá leikaranum eftir kvöldverð sem þau snæddu saman. Að sögn konunnar hunsaði Ansari merkin sem hún sendi honum um að hún vildi ekki kynlíf. Henni hafi liðið afar óþægilega og hún hafi á endanum farið grátandi heim í leigubíl. Það hafi tekið hana nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því að það sem átti sér stað hafi verið kynferðisárás. Segist hafa tekið orð konunnar til sín Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd segir að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkennir að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir. Konan hafi síðar sagt honum í skilaboðum að henni hefði liðið óþægilega eftir á að hyggja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það var satt að allt virtist í lagi frá mínum bæjardyrum séð þannig að þegar ég heyrði af því að hún væri ekki sama sinnis þá var ég hissa og ringlaður,“ segir leikarinn. Hann hafi tekið orð konunnar til sín og svarað henni eftir að hafa melt þau. Leikarinn hefur stutt #MeToo-hreyfinguna opinberlega og segist halda því áfram nú. Hún sé bæði nauðsynleg og tímabær. Ansari er þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttunum „Parks and Recreation“ og „Master of None“. Hann hefur meðal annars hlotið Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir síðarnefndu þáttaröðina.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira